Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 6
Sandkorn n Samkynhneigðir fögnuðu margir hverjir mjög þegar Jó- hanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra og töldu þetta mikinn áfanga í baráttu samkyn- hneigðra fyrir viðurkenningu. Þess vegna sáu sumir spaugilegu hliðarnar við það þegar Jóhanna réð Einar Karl Haraldsson í starf upp- lýsingafull- trúa forsætisráðuneytisins. Einar Karl hefur nefnilega verið talinn til þess hóps innan Þjóðkirkj- unnar sem hefur barist gegn því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband með sama hætti og gagnkynhneigðir og greinaskrif hans og konu hans í þeim efnum vakið athygli. En ljóst er að þetta hefur forsætis- ráðherrann ekki sett fyrir sig. n Vantrúarmenn eru öflugir í baráttu sinni gegn forréttindum kirkjunnar. Nú hafa þeir beint sjónum sínum að launamál- um presta og telja þá augljós- lega of vel haldna í launum. Í það minnsta finnst þeim sem peningunum væri betur varið í að ráða fleiri lögregluþjóna því byrjunarlaun prests eru á við byrjunar- laun tveggja og hálfs lög- regluþjóns. Því leggja Vantrúar- menn nú til að Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkju- málaráðherra, taki tillit til þessa þegar kemur að niðurskurði í ráðuneyti hennar. Spurning hins vegar hvernig Ragna myndi svara slíkri beiðni en í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi lagði hún áherslu á kristna trú sína og samband ríkis og kirkju. n Rithöfundurinn Mikael Torfa- son, fyrrverandi ritstjóri DV, er að koma með fyrstu skáldsögu sína í sjö ár. Nýja bókin hans kemur á óvart. Sögumaður er fyrrverandi ritstjóri DV og aðal- söguhetjan gjaldþrota senditík útrásar- víkinga. Leynd hvílir ann- ars yfir bókinni, sem er sögð besta bók Mikaels til þessa, en hann fór í fússi frá JPV útgáfu, Forlaginu. Mikael hefur bundist bókaforlaginu Sögum tryggða- böndum en það gefur meðal annarra út bækur Þráins Bert- elssonar og Óttars M. Norð- fjörð. n Spútnikútgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum kem- ur vel vopnaður í jólabókaflóð- ið í ár. Hann er sjálfur búinn að skrifa ævisögu Magnúsar Eiríks- sonar tónlistarmanns og gaf fyrr í sumar út metsöludisk með Manna- kornum. Síð- ustu ár hefur hann náð til sín mörg- um góðum höfundum. Auk Mikaels Torfasonar er Óttar M. Norð- fjörð með bók hjá Sögum í haust. Þá er þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson með barnabók sem Sögur gefa út. Loks mun Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri DV, nýverið hafa lokið við starfssögu sína sem kemur út hjá Sögum í haust. 6 föstudagur 4. september 2009 fréttir Skúli Steinn Vilbergsson hefur verið ákærður fyrir að nefbrjóta fyrrverandi kær- ustu sína með því að slá hana í andlitið með glasi. Skúli, betur þekktur sem Skúli Tyson, neitar sök. Hann er meðlimur Facebook-hóps þar sem hvítur hlýrabolur, oft nefndur „wifebeater“, er rómaður en þar hefur hann hlaðið inn myndum með vísunum í ofbeldi gegn konum. Skúli segir þar aðeins um grín að ræða. GRÍNAST MEÐ HEIMILISOFBELDI „Þetta er bara húmor.“ Skúli Steinn Vilbergsson hnefa- leikakappi, betur þekktur sem Skúli Tyson, neitar því alfarið að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína á skemmtistaðnum Yello í Reykja- nesbæ eins og hann hefur verið ákærður fyrir. „Ég klárlega neita,“ segir Skúli í samtali við DV. Samkvæmt heimildum blaðs- ins þurfti stúlkan að gangast undir aðgerð á nefi eftir meinta árás en í ákærunni er árásin sögð „sérstak- lega hættuleg“. 1,6 milljónir í bætur Ákæra gegn Skúla var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðju- dag. Þar er honum gefið að sök að hafa slegið fyrrverandi kærustu sína með glasi í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði og fékk skurði á nefið. Meint árás átti sér stað á nýársnótt. Kærastan fyrrverandi krefst 1,6 milljóna króna í skaðabætur. Auk þess er krafist að Skúli verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Skúli er skráður meðlimur á Facebook en athygli hefur vakið að þar hefur hann hlaðið inn mynd- um með vísunum í ofbeldi gegn konum. Á Facebook er Skúli með- limur í hópi sem ber nafnið „Team Wifebeater“ og hlóð Skúli mynd- unum inn á síðu hópsins. Einnig er þar að finna myndband sem Skúli setti inn með leiðbeiningum um hvernig skuli lemja konur „rétt“. Hvítur hlýrabolur Upp á ensku er hvítur hlýrabolur gjarnan kallaður „wifebeater“ og er táknmynd Facebook-hópsins maður í slíkum bol. Því má ætla að hópurinn hafi verið stofnaður til lofgjörðar um bolina sem þykja fara stæltum karlmönnum sérlega vel. Þær myndir sem hafa verið settar inn af meðlimum hópsins eru hins vegar fæstar af mönnum í hvítum hlýrabol heldur vísanir í menn sem berja konur. Þar af eru fjórar sem Skúli Steinn hefur sett inn. Hann hefur einnig hlaðið þar inn myndbandi þar sem mað- ur frá Miðausturlöndum er í við- tali á sjónvarpsstöð, en búið er að gera enskan texta við myndbandið þannig að svo virðist sem maður- inn sé að gefa leiðbeiningar um hvernig sé „best“ að berja eigin- konu sína. „Wifebeater“ er einnig notað yfir þá sem berja eiginkonu sína. Létt grín Þegar DV hafði samband við Skúla og spurði fyrir hvað hópurinn stæði sagðist hann ekki vita það. „Siggi fé- lagi minn bauð mér bara í hann. Ég er í fullt af hópum sem ég veit ekk- ert hvað standa fyrir,“ segir hann. Skúli tekur hins vegar fram að engin alvara hafi verið á bak við að hlaða inn myndunum. „Langt því frá. Þetta er bara húmor,“ segir hann. Þegar blaðamaður DV skoðaði hópinn „Team wifebeater“ í gær voru skráðir meðlimir 42, þar af 11 stúlkur. „Kombakk til þess að buffa menn“ Rúmum mánuði eftir meinta árás Skúla á fyrrverandi kærustu sína, í febrúar 2009, sagði DV frá því að Skúli hefði ákveðið að reima á sig hanskana á nýjan leik eftir fjög- urra ára fjarveru frá hnefaleikum. Þá hafði hann verið að læra til at- vinnuflugmanns og búið á Flórída í ár. „Ég er ekki að koma með komb- akk til þess að vera með. Ég er að koma með kombakk til þess að buffa menn,“ sagði Skúli þá í samtali við DV. Hinn 25 ára gamli hnefalei- kakappi var mikið í fréttum fyrir af- rek sín í hringnum á sínum tíma og stóð meðal annars til boða að ger- ast atvinnumaður í hnefaleikum í Bandaríkjunum. ErLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Engin alvara að baki Skúli Steinn Vilbergsson segir það bara hafa verið léttan húmor þegar hann setti myndir með vísunum í ofbeldi gegn konum inn á Facebook-hópinn „Team wifebeaters“. Glóðarauga „Þessi tík vissi ekki hvenær hún átti að þegja... hvað með þig?“ segir á myndinni. Ofbeldi „Þegiðu, tík!“ segir á myndinni. Handalögmál „Ég myndi aldrei berja konu. En tík lem ég hiklaust í spað,“ segir á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.