Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 43
Sport 4. september 2009 föStudagur 43 Alþjóðaknattspyrnusambandið til- kynnti á fimmtudag að enska úrvals- deildarliðinu Chelsea væri bannað að kaupa leikmenn næsta árið eða fram í janúargluggann 2011. Getur það því ekki einu sinni spilað með á sumarmarkaðnum eftir tímabil- ið. FIFA segir það hafa hvatt ungan Frakka til þess að rifta samningi sín- um við sitt gamla félag, Lens, áður en hann gengi í raðir Chelsea. Lens kvartaði yfir því að Chelsea hefði reynt að fá Gael Kakuta til að rifta samningi sínum við félagið og fara til London og mun Chelsea hafa brotið gegn 17. grein félagaskipta- laga en hún hljóðar svo: „Gert verð- ur ráð fyrir, ef annað telst ekki full- sannað, að félag sem gerir samning við leikmann sem hefur slitið samn- ingi sínum við annað lið án heimild- ar, hafi unnið að því að hvetja leik- manninn til að gjöra svo.“ Kakuta sem leikur með varaliði Chelsea og unglingaliðinu í fyrra er gert að greiða Lens 680 þúsund pund í bætur og Chelsea greiðir Lens enn fremur önnur 114 þúsund pund í uppeldisbætur. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Kakuta ver- ið útilokaður frá knattspyrnu í fjóra mánuði. Hver er Gael Kakuta? Þessi drengur á bak við stærstu fót- boltafrétt ársins er átján ára gam- alt undrabarn frá Frakklandi. Hann ákvað að yfirgefa franska liðið Lens, eins og áður hefur komið fram, fyr- ir Chelsea árið 2007. Á sinni fyrstu leiktíð með unglingaliði Chelsea var Kakuta allt í öllu hjá liðinu og leiddi það til sigurs í unglingabik- arnum - bikar sem margar stjörnur dagsins í dag lyftu eitt sinn. Hæfi- leikar hans með boltann eru engu líkir og þá er hann afskaplega góð- ur í að klára færin. Hann leikur mest á vinstri vængnum en er duglegur að að koma sér í færi og skjóta. Það hefur líka borið árangur því hann var markahæsti leikmaður Chelsea á sínu fyrsta ári og valinn besti leik- maður unglingaliðsins. Frammi- staða hans tryggði honum sæti í franska U17 ára landsliðinu á loka- keppni Evrópumótsins síðastliðið sumar þar sem hann sló í gegn. Dýrt í toppbaráttunni Gæti Chelsea verið að missa af möguleikanum á Englandsmeistara- titlinum vegna Kakuta? Það er ekki hægt að útiloka það. Aldeilis ekki. Í byrjun annars hvers ár fer fram ein mest hataða knattspyrnukeppni meðal þjálfara um allan heim, Afr- íkukeppnin. Hún er alltaf haldin á miðju tímabili stórru deildanna og missa þá liðin góða leikmenn í tvær vikur til mánuð. Innan raða Chelsea eru fjór- ir mjög sterkir leikmenn frá Afríku. Michael Essien frá Gana, Saloum- on Kalou og Didier Drogba frá Fíla- beinsströndinni og Jon Obi Mikel frá Nígeríu. Landslið þessara landa eru líkleg til þess að ná langt og verður því Chelsea án þessara leikmanna í allt að mánuð. Það getur heldur ekki fengið neina leikmenn til sín í jan- úarglugganum til að styrkja lið sitt. Svo gæti farið að einn óþekktasti leikmaður ensku úrvalsdeildinnar, leikmaður sem aldrei hefur spilað í henni, gæti kostað Chelsea titilinn - þótt það eigi nú stóran hluta af sök- inni sjálft. Á Sama tíma - tveimur Árum Seinna Gael Kakuta er ekki þekktasti knattspyrnumaður heims. En framferði hans gegn sínu gamla liði, Lens, gæti leikið lykilhlutverk í toppbaráttunni á Englandi. Hann rifti samningi sínum við liðið til að ganga í raðir Chelsea en Lundúnaliðinu hefur verið bannað að kaupa sér leikmenn í eitt ár. Chelsea missir fjóra sterka leikmenn á Afríkumótið í byrjun árs og getur ekki fengið neina til að leysa þær stöður á meðan. ríður KaKuta bagga- muninn Á toppnum? TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Gael Kakuta Rifti samningi sínum við Le Mans og mun kosta Chelsea helling, fjárhagslega og í toppbaráttunni. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is KETILBJÖLLUR KARFA GOLFHERMIR SPINNING LYFTINGAR SKVASSGUF UBAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.