Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 13
fréttir 4. september 2009 föstudagur 13 „ÞETTA ERU EKKI SKÁTARNIR“ Alþjóðleg glæpasamtök Ríkislögreglustjóri skilgreinir Vítisengla sem alþjóðleg glæpasamtök. MYND GETTY Múslimar eru mennskt rusl Jørn „Jønke“ Nielsen, talsmaður dönsku Hells Angels-samtakanna, birti Sjakalastefnuyfirlýsinguna svo- kölluðu á heimasíðu samtakanna í fyrra. Yfirlýsingin er um stríðið milli danskra vélhjólaklúbba og innflytj- endagengja og lýsir ástandinu frá sjónarhóli Vítisengla. Yfirlýsingin vakti óskipta athygli danskra fjöl- miðla og fengu samtökin stuðning fjölmargra Dana, þar á meðal þing- manna vinstrimanna. Yfirlýsingin er rúmlega tíu þús- und orð og þar útskýrir „Jønke“ um hvaða hóp fólks orðið sjakali er notað. „Við notum orðið „sjakali“ um þá sem við fyrirlítum af góðri ástæðu. Sjakalar eru auðþekkj- anlegir á heimskulegu viðmóti og huglausu mynstri hegðunar þeirra. Notkun þessa orðs er ekki byggt á hleypidómum, þröngsýni eða viljaleysi til að skilja „erfiðar aðstæður“ þeirra. Yfirlýsingin er nothæft tæki til að skilja þá ein- staklinga sem í gegnum hótanir, hrylling og ofbeldi halda Dönum, börnum, ungum og gömlum, af öllum kynþáttum og báðum kynj- um, í járngreipum óttans.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að sjakalar séu helst af arabísk- um uppruna. Þá finnast þeir líka af öðrum þjóðernum og eru sum- ir danskir strákar einnig sjakalar. Einir og óvopnaðir eru þeir mein- lausir en í hópum breyta þeir um persónuleika, verða hugrakkir og ráðast á fólk án ástæðu. „Þeir hata Dani; hugarfar- ið, lífsstílinn, kristna trú og tákn hennar. Þeir líta á Danmörku sem land hóranna og því meiri skaða sem þeir geta valdið íbúum lands- ins, því betur líður þeim.“ „Jønke“ segir sjakala ráðast á börn og unglinga jafnt og þá sem eldri eru. Hann segir þá enga mannasiði kunna og að þeir kúgi konur. Þá hagi þeir sér eins og fífl í umferðinni og geti ráðist á sjúkra- liða sem koma á slysstað. Mikill meirihluti sjakala er múslimar og segir „Jønke“ þá þykjast trúa á Guð og fylgja Kór- aninum. Þeir hins vegar reyki hass, neyti fíkniefna, fremji glæpi, drekki áfengi, sláist, blóti og haldi framhjá. Lokalínan í yfirlýsingunni eru skýr skilaboð til Dana: „Aldrei get- ur maður gefið eftir fyrir svona mennsku rusli!“ Sjakalar hata Dani „Jønke“ birti Sjakalastefnuyfirlýsing- una á heimasíðu dönsku Hells Angels-samtakanna í fyrra. Sjakalayfirlýsing dönsku Hells Angels- samtakanna vakti óskipta athygli: Meðlimir Hells Angels réðust á norskan blaðamann því þeim líkaði ekki skrif hans um stofnanda samtakanna: Thomas Mårud var blaðamað- ur fyrir staðarblaðið Glåmda- len í bænum Kongsvinger í Suð- ur-Noregi. Í júní árið 2001 birti hann bókadóm um sjálfsævi- sögu Sonnys Barger, stofnanda Hells Angels. Eftir að blaðið kom út heimsóttu tveir meðlimir Hells Angels-klúbbsins Four Horsem- en blaðamanninn því þeim líkaði ekki bókadómurinn. Þeir sökuðu hann um að rakka „bróður“ sinn niður og sögðu honum að passa sig. Mårud hélt að hann hefði sloppið en í febrúar árið 2004 hitti hann tvíeykið aftur, ásamt einum Hells Angels-meðlim til viðbót- ar. Þá voru þeir að skemmta sér í bænum. Til orðaskipta kom og réðst mótorhjólagengið á hann. Þeir spörkuðu í höfuð hans og efri part líkamans með þeim afleið- ingum að tvö rifbein brotnuðu ásamt því að Mårud fékk nokkr- ar skrámur og sár. „Nú erum við búnir að fá nóg af Glåmdalen- blaðamönnum og skrifunum ykk- ar,“ á einn meðlimur mótorhjóla- klúbbsins að hafa sagt. Í viðtali við norska blaðið Dag- bladet árið 2004 sagði Mårud að hann hefði kannski sagt eitthvað sem gæti hafa æst gengið en ekk- ert afsakaði svona viðbrögð. „Ég verð að viðurkenna að ég sagði ansi svæsna hluti. En ég samþykki ekki svona viðbrögð. Svona hlutir eru best leystir með því að tala saman.“ Eftir árásina hætti Mårud að skemmta sér í Kongsvinger. „Ég er miklu meira stressað- ur en hræddur, en ég hef varann á núna,“ sagði hann í samtali við Dagbladet. Í kjölfarið kom í ljós að blaða- manni á Glåmdalen hafði ver- ið hótað áður fyrir að skrifa um Hells Angels-samfélagið í bæn- um. Voru það einungis munnleg- ar hótanir sem aldrei voru kærðar til lögreglu. „Ég hEf vARANN Á“ Danska blaðið Ekstrabladet sagði frá því fyrr á þessu ári að þrír menn tengdir Hells Angels í Árós- um voru handteknir grunaðir um að hafa staðið á bak við innflutn- ing á að minnsta kosti tuttugu konum. Konurnar koma allar frá Suður-Ameríku og áttu að starfa sem vændiskonur í Danmörku. Lögreglan á Austur-Jótlandi hafði um langt skeið rannsakað mennina og tengsl þeirra við al- þjóðlegan mansalshring. Mennirnir þrír eru 31, 38 og 45 ára og voru sakaðir um mansal og að skipuleggja sölu vændis. Auk þess var fjórði maðurinn hand- tekinn sem talinn er vera höfuð- paurinn í innflutningnum. Samkvæmt Árósarblaðinu Stiftstidende vinnur lögreglan á Austur-Jótlandi með dönskum og erlendum yfirvöldum til að bera kennsl á höfuðpaura í skipulagn- ingu vændis. Hells angels á bak við mansal Vítisenglar í Danmörku tengjast ekki að- eins ofbeldis- og fíkniefnaglæpum: Sakaðir um mansal Þrír menn sem tengjast Hells Angels í Árósum voru sakaðir um mansal fyrr á árinu. Dönsk mótorhjólagengi sögð nota fatlaða sem handbendi: ráða þroskahefta í skítverkin Verðir á dönskum meðferðarheimil- um segja að mótorhjóla- og glæpa- gengi ráði þrostahefta einstaklinga og noti þá sem handbendi í alvar- legum glæpum. Þetta kemur fram í frétt danska blaðsins Politiken sem birt var í maí á þessu ári. Talsmaður Hells Angels í Dan- mörku, Jørn „Jønke“ Nielsen, segir það af og frá að hans samtök ráði til sín þroskaheft fólk. Að sögn varða á fjölmörgum meðferðarheimilum í Danmörku eru fatlaðir einstakling- ar tilvaldir sem skósveinar gengja þar sem þeir hafa engar takmarkan- ir og hafa enga samúð með fórnar- lömbum sínum. „Einn af sjúklingum okkar hefur verið í tengslum við gengi og glæpa- hópa og hefur verið sendur til okk- ar eftir að hafa verið dæmdur oft og mörgum sinnum fyrir alvarlega glæpi,“ segir Thomas Kudahl hjá meðferðarheimili í Hjørring. Forráðamenn heimilis í Vejle segja að á heimilinu búi þrír þroska- heftir einstaklingar sem hafa unn- ið fyrir stuðningshóp Hells Angels, AK81, og hafa verið dæmdir fyrir háalvarlega glæpi. Sænskur maður skipulagði mannrán á forstjóra stórfyrirtækis: Fabian Bengtsson, forstjóra sænsku raftækjaverslunarinnar Siba, var rænt mánudaginn 17. janúar árið 2005. Mikil hræðsla greip um sig í Svíþjóð en sautján dögum seinna fannst Bengtsson í garði í Gauta- borg, í aðeins fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimili sínu. Sam- kvæmt vitnum á staðnum virtist sem Bengtsson væri á einhvers konar lyfj- um og leit hann hryllilega illa út. Þrír menn voru dæmdir og hlutu alls átján ára fangelsi fyrir mannrán- ið. Einn þeirra, ungur maður sem þá var 27 ára, fékk tveggja ára fangels- isdóm. Hann tók ekki beinan þátt í mannráninu en tók virkan þátt í skipulagningu þess. Vinur mannsins fór í viðtal við norska blaðið Dagbladet á þessum tíma. Hann sagði vin sinn einu sinni hafa sagt í partíi að hann vildi gera eitthvað stórt fyrir peninga. Maður- inn var þá í peningavandræðum og þannig hafi mannránshugmyndin komið upp. Að sögn vinarins vildi hann ganga í augun á hetjunum sín- um í Hells Angels. „Stóri draumurinn hans var að verða meðlimur í Hells Angels.“ Vildi heilla Hells angels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.