Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 31
helgarblað 4. september 2009 föstudagur 31 „Þetta var ekki flókið reikningsdæmi fyrir mig því mér finnst mikilvægt að börnin geti verið nálægt báðum foreldrum sínum,“ segir leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir sem er flutt úr skarkala höfuðborgarinnar til Akur- eyrar. Bryndís þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst hlutverk í söngleikn- um Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar en fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Atli Þór Albertsson, hefur einnig gert saming við LA. Bryndís, sem er samkvæmt eigin skilgrein- ingu mikil miðbæjarrotta, kann vel við sig í rólegheitunum á Akureyri. Hún segist ekki sakna yssins og þyssins sem einkenni höfuð- borgina en segir að hún sakni fjölskyldu og vina. Æfingar á Rocky Horror hefjast eftir ára- mót en hún ákvað að drífa sig norður með börnin svo fjölskyldan gæti komist almenni- lega inn í samfélagið áður en rútínan skylli á af fullum krafti. „Við erum rosalega ánægð. Strákurinn er farinn að æfa með KA og byrjað- ur í Brekkuskóla og stelpan er glöð á leikskól- anum Flúðum,“ segir Bryndís sem þó ætlar sér að vera með annan fótinn fyrir sunnan að sinna ýmsum verkefnum. Ófrísk og einstæð í náminu Árið 1999 byrjaði Bryndís í leiklistarnáminu en þá var hún ófrísk. Hún segir það hafa verið erfiðan tíma og að það hafi einnig verið erfitt að vera einstætt foreldri. Þau Atli fóru að vera saman þegar hann byrjaði í skólanum tveim- ur árum á eftir henni en Atli gekk syni henn- ar, Ásmundi, í föðurstað. Þau höfðu verið sam- an í rúm átta ár þegar upp úr sambandi þeirra slitnaði. „Ég hugsaði oft um að hætta í skólanum og oft munaði litlu. Mér fannst rosalega erfitt að vera einstæð móðir en samt fékk ég mikla hjálp frá fjölskyldunni. Atli kom svo inn í líf okkar Ásmundar þegar hann var eins og hálfs árs og hefur verið honum frábær faðir,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir þessa tímabundnu erf- iðleika sé Ásmundur afar vel heppnaður ung- ur drengur. „Ég er ofsalega stolt af honum, ég er mjög stolt mamma,“ segir hún brosandi en auk Ásmundar eiga þau Atli Þór dótturina Þór- dísi Freyju sem er þriggja ára. Draumahlutverk að fá hlutverk Bryndís hefur verið áberandi sem söng- og leikkona síðan hún útskrifaðist úr leiklistinni en hún vakti líklega fyrst athygli í sjónvarpi sem hinn eiturhressi spyrill í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hún meðal annars nælt í aðalhlut- verk í stórum sýningum á borð við söngleikinn Janis 27 og Tinu Turner-sýningunni. Hún segir forréttindi að hafa söng- og leikhæfileika og að hún njóti þess í botn að standa á sviði. „Söngur er ákveðið tjáningarform svo ég er alltaf að leika. Þetta er allt tjáning. Þessi bransi getur verið ströggl og maður verður að halda sér á tánum og vera opinn fyrir því að hleypa sér út fyrir sitt „comfort zone“. Það að kenna og miðla til annarra á einnig vel við mig,“ seg- ir hún og bætir við að hún muni líklega koma að námskeiðahaldi hjá leikfélaginu. „Ég ætlaði alltaf að verða söngkona og ég var alltaf syngj- andi en burtséð frá leik og söng hefði ég gam- an af því að vera nuddari. Varðandi draumahlutverk er ég ekki með neitt slíkt í maganum. Draumahlutverkið er einfaldlega að fá hlutverk en það eru forrétt- indi að fá að vinna við það sem maður elskar og fyrir það er ég þakklát.“ Bryndís ætlar einn- ig að vinna meira í tónlist sinni á næstunni og ætlar meðal annars að fara hringinn í kringum landið og syngja lög Janis Joplin fyrir lands- menn. sér ekki eftir neinu Það er sjaldan lognmolla í kringum Bryndísi sem þó segist hafa verið rólegt barn en líklega erfiðari unglingur. „Sem krakki var ég ofsalega góð og það þurfti lítið til að gleðja mig. Ég sá aldrei neitt illt eða neikvætt og fannst lífið fal- legt. Svo þegar ég fór að eldast vissi ég ekkert í hvorn fótinn ég ætti að stíga svona eins og gengur og gerist og líklega þótti ég ekki auð- veldur unglingur. Ég var eitthvað svo mikið að flýta mér og var til dæmis farin að búa aðeins 16 ára. Ég var á mikilli hraðferð og vildi helst að hlutirnir gerðust í gær,“ segir Bryndís og bætir við að hvatvísin hafi alltaf blundað í henni en hún sjái hins vegar ekki eftir neinu. „Það má auðvitað öllu ofgera og það er hollt og gott fyrir hvern sem er að staldra aðeins við og hugsa fyrst og framkvæma svo en mað- ur er alltaf að læra. Ég er mjög stolt af sjálfri mér og upplifi enga eftirsjá. Ég hef alltaf ver- ið sjálfstæð og vildi ung fara mínar leiðir. Það var sama hvað foreldrar mínir reyndu að leið- beina mér, ég fór þangað sem ég ákvað, líka þegar ég vissi að ég væri að velja erfiðari leið- ina. Ég vann síðan úr því.“ Hún segist afar náin fjölskyldu sinni og fjarðlægðin frá henni sé það erfiðasta við flutningana. „Ég er elst af fjórum systrum og við erum allar miklar vinkonur og við mamma líka,“ segir hún en faðir Bryndísar starfar sem pípari og býr á Spáni. túraði 19 ára um BanDaríkin Bryndís viðurkennir að eiga drauma um frægð og frama á erlendri grundu en fáir vita að hún hefur þegar ferðast um Bandaríkin þver og endilöng, þá aðeins 19 ára. Þá hafði hún verið að vinna sem þjónn á Kaffi Romance og hafði sungið og hummað með sjálfri sér þegar hún var að taka til eitt kvöldið. „Maður að nafni Bob Darch sat við flygilinn og heyrði í mér og bað mig að taka lagið sem ég gerði en ég var mikil djass- og blússöngkona á þessum tíma,“ segir Bryndís og bætir við að Bob hafi kynnt Rag Time-djass tónlistarstefnuna fyrir henni. Eitt hafi leitt af öðru og fyrr en varði hafði Bob fengið leyfi hjá foreldrum Bryndísar til að taka hana með sér út að spila á tónlistarhátíð- um sem haldnar voru víðs vegar um suðurríki Bandaríkjanna. „Ég vakti mikla athygli enda langyngsta manneskjan í þessari tónlist og í þokkabót frá Íslandi,“ segir Bryndís þegar hún rifjar upp þessa skemmtilegu tíma og bætir við að æv- intýrið hafi ekki takmarkast við þessar tónlist- arhátíðir. Örlögin hafi aftur tekið í taumana en í það skiptið hafi hún verið að syngja í risa- stórri verslunarmiðstöð. „Ég hafði látið þýða tvö Rag Time-lög yfir á íslensku og söng á báðum málum í þessu stóra molli í spjallþætti sem var sendur út í beinni útsendingu og vakti mikla athygli. Svo mikla að ég fékk óvænt símtal þegar ég kom heim til Íslands aftur og var boðið að taka að mér hlutverk í söngleik Thunderbird-leik- hússins en eigandi leikhússins hafði séð mig í spjallþættinum. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt virkilega að vinir mínir væru að fíflast en þekkti svo nafn hans. Ég var svo flog- in út í prufur, fékk aðalhlutverkið og var með í sýningunni í fjóra mánuði,“ segir Bryndís og bætir við að þá hafi hún verið komin með meira en nóg og hafi verið tilbúin til að koma heim til Íslands. vill alvöru karlmann Bryndís hefur yfirgefið höfuðborgina í óákveðinn tíma. Hún og Atli eru í góðu sam- bandi sem hún segir afar mikilvægt fyrir börnin og hún segir þau bæði ákveðin í að setja þarfir barnanna í forgang. „Ég er ekki að fara neitt og sé mig í anda eyða dágóðum tíma hér. Þetta er nýr kafli sem er að hefjast,“ seg- ir hún og bætir við að hún sé ekki að leita að kærasta, hann komi bara þegar hann komi. Aðspurð um hvernig týpur heilli hana seg- ist hún vilja alvöru karlmenni. „Þeir þurfa að vera hreinir og beinir og hafa húmor fyrir líf- inu og sjálfum sér. Svo verða þeir líka að vera duglegir og með metnað í lífinu og útlit sem skemmir ekki fyrir,“ segir hún og skellir upp úr. „Annars líður mér bara vel í eigin skinni og ég hlakka til að fást við framtíðina og sér í lagi að fylgjast með börnunum takast á við það sem þau taka sér fyrir hendur. Börnin og fjölskyldan eru það mikilvægasta,“ segir hún og bætir við að við Íslendingar verðum að vera sterk og jákvæð til að komast standandi í gegnum þessar erfiðu aðstæður sem banka- hrunið hafi valdið hér á landi. „Þetta er mikið áfall og það er kannski klisja en ef við hlúum hvert að öðru, erum bjartsýn en samt raunsæ og gerum eitthvað skemmtilegt saman stöndum við þetta af okk- ur. Það er virkilega mikilvægt að finna sér eitt- hvað að gera til að vera á meðal fólks.“ Þeg- ar hún er spurð hvort hún hafi vitað að hún væri búin að meika það þegar hún hafði nælt sér í hlutverkin í Tinu og Janis hlær hún dátt og segir: „Meika það? Alls ekki. Ég á eftir að gera svo miklu, miklu meira. Ég er bara beibí í bransanum. Ég er rétt að byrja.“ Indíana Ása Hreinsdóttir Leik- og söngkonan BrynDís ásmunDsDÓttir er skiLin og fLutt tiL akureyrar. Bryndís segist aLLtaf hafa verið hvatvís en hún var aðeins 16 ára þegar hún Byrjaði að Búa. Bryndís segist ekki vera að Leita að kærasta en að hún hríf- ist af aLvöru karLmönnum sem hafa metnað og húmor fyrir sjáLfum sér. „Ég var eitthvað svo mikið að flýta mÉr og var til dæmis farin að búa aðeins 16 ára. Ég var á mikilli hraðferð og vildi helst að hlutirnir gerðust í gær.” „Ég hugsaði oft um að hætta í skólanum og það munaði oft litlu. mÉr fannst rosalega erfitt að vera einstæð móðir.“ Börnin og fjölskyldan Eru það mikilvægasta segir Bryndís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.