Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 33
helgarblað 4. september 2009 föstudagur 33 Björn Valur Gíslason er eitt af nýju nöfnunum á Alþingi Íslendinga. Hann er stoltur sjómaður til 36 ára, skipstjóri í dag og söngvari í hljóm- sveitinni Roðlaust og beinlaust sem sam- anstendur af áhöfninni á bátnum sem hann vinnur á, Kleifarbergi. Björn Valur verður fimmtugur seinna í mánuðinum en þrátt fyrir að búa á Akureyri hófst lífsleið hans á þeim stað sem við köllum Fjallabyggð í dag. „Ég kalla mig nú Ólafsfirðinginn ennþá. Er það ekki þannig þegar maður er búinn að vera lengi á sama stað?“ spyr Björn Valur. „Ég er fæddur í Ólafsfirði í föðurhúsum 1959 og hef alið nánast allan minn mann þar síðan fyrir utan nokkur ár í Stýrimannaskólanum og eina og eina vertíð hér og þar,“ segir hann en faðir Björns var sjómaður og skipstjóri alla hans æsku en færði sig síðar í land og gerð- ist netagerðarmaður. Móðir hans var mest heimavinnandi en þau hjónin eignuðust fjög- ur börn. Björn Valur á tvo bræður og eina systur en aðeins annar bróðir hans stundaði sjóinn af einhverju viti en hefur ekki gert það í ríflega tuttugu ár. Feðurnir lítið heima „Á þessum tímum voru karlarnir aldrei heima,“ svarar Björn aðspurður hvort faðir hans sjómaðurinn hafi ekki verið mikið frá í æsku hans. „Þeir fóru á vertíðir eftir áramót- in og komu heim á vorin og svo fóru þeir aft- ur á einhverja helvítis vertíð eftir það. Þessir menn tóku sér aldrei almennilegt frí. Það var bara vinna. Í minningunni var pabbi sjaldan heima og maður man helst eftir því að vera að bíða eftir því að hann kæmi sem var alltaf mikið tilhlökkunarefni,“ segir Björn. Hann segir samskiptin hafa oft verið lít- il þegar menn voru frá heimahúsum. „Það bárust stundum fréttir af því að menn kæmu fljótlega heim en fljótlega gat hins vegar verið skilgreiningaratriði. Þetta var allt öðruvísi en í dag. Þetta er auðvitað algjör lúxus núna,“ seg- ir Björn en vegna fjarveru feðranna í plássinu voru börnin kennd við mæður sínar. „Börn gátu alveg hræðst feður sína þegar þeir komu heim eftir langa fjarveru þannig að allir voru kenndir við mæður sínar og það er dálítið um það ennþá í þessum litlu þorpum. Þar sem ég þekki til var hvert einasta barn kennt við móður sína. Við bræðurnir vorum bara börnin hennar Sigurveigar,“ segir Björn og hlær við. SjómennSkan er Spennandi Björn Valur fór fyrst á sjóinn fjórtán ára gam- all. Hann verður fimmtugur nú í septemb- er. Sé notuð einföld stærðfræði má reikna út að hann hafi stundað sjómennsku í 36 ár. En lá það ekki beinast við að það yrði framtíðin miðað við aðstæður í uppeldinu? „Ég held það. Ég man ekki eftir öðru en ég hafi alltaf sett markið á sjóinn. Fyrst fór ég fjórtán ára gamall árið 1975 og strax fannst mér þetta alltaf liggja fyrir. Mér fannst þetta alltaf spennandi og það er að mörgu leyti spennandi starf,“ segir Björn. Blaðamaður reyndi að fiska eftir eins og einni spennuþrunginni sögu af öldum hafs- ins en þrátt fyrir langan feril sem sjómað- ur á hann enga háskasögu í safninu. „Ég hef sloppið alveg ótrúlega vel frá öllum áföll- um og einhverri hættu úti á sjó. Maður hefur nokkrum sinnum í gegnum tíðina tekið þátt í leit að skipum og orðið vitni að slysum en ég hef verið alveg blessunarlega laus við alla hættu úti á sjó. Ég hef alla tíð verið heppinn með skipstjóra hvað þetta varðar og sjálfur reynt að fara varlega.“ menn hlutu að vera að reikna vitlauSt Sjómennskan hefur verið arfleifð Íslendinga um aldir alda þó sú atvinnugrein hafi sveifl- ast upp og niður eins og aðrar. Það stend- ur samt ekki á svarinu þegar Björn Valur er spurður hvort hann sé stoltur sjómaður. „Já, ég er stoltur og hef verið það alla tíð. Ég var stoltur af pabba gamla og körlunum í Ólafs- firði á sínum tíma og ég er stoltur af þessari arfleifð okkar,“ svarar hann um hæl. „Ég ætla ekki að segja að það hafi hlakkað í mér en það hafa hringt í mig nokkrir fréttamenn á síð- ustu tveimur árum þegar útlitið hefur verið dökkt í sjávarútveginum. Fyrir tveimur árum til dæmis var dálítið haft samband við mig þegar það var verið að skera þorskkvótann niður um þriðjung. Þá var sagt að þetta væri dæmi um hvað sjávarútvegurinn væri farinn að skipta litlu máli á Íslandi því gengi krón- unnar hreyfðist ekki þrátt fyrir niðurskurðinn og eins tók verðbréfamarkaðurinn ekki eftir þessu. Ég hélt því fram að þegar svo væri komið fyrir þessari ágætu þjóð okkar að menn tækju ekki eftir því að höggið væri inn í grunna- tvinnuveginn, þá væru menn einfaldlega að mæla einhverja vitleysu. Mælistokkurinn væri bara rangur. Og það hefur komið í ljós núna,“ segir Björn Valur ákveðinn. nú eigum við að bjarga deginum „Það er örugglega engri þjóð hollt að ein at- vinnugrein megi vera svo mikilvæg að ekkert megi út af bregða,“ bætir Björn Valur við í um- ræðunni um sjávarútveginn. „En mér fannst menn vera farnir að tala sjávarútveginn svo- lítið niður sem hallærislega og gamaldags at- vinnugrein. Það vildi enginn setja í þetta pen- ing á undanförnum árum en þess í stað voru miklir fjármunir færðir úr sjávarútvegi í aðrar atvinnugreinar á undanförnum árum, meðal annars fjármálamarkaðinn,“ segir Björn frek- ar íbygginn og má auðveldlega skynja hversu sjómennskan á Íslandi stendur hjarta hans nærri. „Menn báru svo sannarlega ekki hlýjan hug til sjávarútvegsins en vona nú að hann komi okkur til bjargar eina ferðina enn þeg- ar við erum með allt annað niður um okkur,“ segir Björn Valur áður en sjávarútvegsum- ræðunni er sleppt og hlær dátt. varð menntaSkólakennari úti á Sjó Eina starfið utan þingmennskunnar sem Björn Valur hefur stundað í landi tengdist þó einnig sjómennsku. Hann kenndi kúrsa til sjós eftir að hafa fengið réttindi frá Stýri- mannaskólanum en sjálfur settist hann seint á skólabekk. Skólabekk langt úti á hafi. „Ég afrekaði það að fara í fjarnám fyr- ir nokkrum árum og útskrifaðist sem fram- haldsskólakennari bara inni í klefa hjá mér. Þetta er breyting sem sjómönnum stendur til boða og er dæmi um þetta afbragðs góða kerfi sem fjarnámið er. Ég gerði þetta svona í hjá- verkum. Ég dauðsá eftir þessu fyrst - þetta var svo rosaleg vinna!“ segir Björn og skellir upp úr. „Það fór hver einasta frívakt í þetta í tvö ár en þetta var afskaplega gaman og braut svo sannarlega upp daglega amstrið úti á sjó.“ áhöFnin Sem varð hljómSveit „Ég var sendur í tónlistarskóla á Ólafsfirði þegar ég var lítill. Foreldrar mínir sýndu þá forsjá að senda okkur öll börnin í tónlistar- nám sem seint verður þakkað. Ég hélt lengst áfram og lærði á gítar. Vissulega hætti ég því eftir að ég fór á sjóinn en ég hélt því við og samdi tónlist,“ segir Björn um tónlistarbak- grunn sinn en hann er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust sem samanstendur af áhöfninni á Kleifarberginu – skipinu sem Björn tók sér frí frá vegna þing- mennskunnar. „Þegar Kleifarbergið kom til Ólafsfjarðar á sínum tíma var það áhafnarlaust og ný áhöfn sett saman af öðrum skipum útgerðarinnar og víðar. Við þekktum ekkert vel hver ann- an fyrst en þetta var eins og gengur og ger- ist á vinnustöðum að menn fóru eitthvað að syngja saman og leika sér og upp úr því fóru að verða til lög,“ segir Björn eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Uppistaðan í hljómsveitinni er áhöfnin á Kleifarberginu en við erum með okkur til að- stoðar öllu betri tónlistarmenn í landi sem hjálpa okkur þegar við förum í stúdíó. Það þarf líka að vera því það kemur afar sjaldan fyrir að allir séu í fríi í einu.“ bubbi Sáttur við „coverið“ Það kemur kannski ekkert á óvart að hljóm- sveit sem verður til úti á sjó og leikur sjó- mannalög heiti eitthvað á borð við Roðlaust og beinlaust en hvernig kom nafnið til? „Þeg- ar við erum að veiða þorsk er hann flakað- ur og flökin eru roðdregin og beinhreins- uð. Þessi verkun heitir roðlaust og beinlaust. Lagið Roðlaust og beinlaust sem hljómsveit- in heitir eftir – eða öfugt – varð til við þessa verkun úti á sjó. Roðlaust og beinlaust, eða No bone, no skin á útrásarvíkingsmáli,“ segir Björn og hlær. Hljómsveitin hefur spilað mikið fyrir norðan og á allmörgum tónleikum í Reykja- vík í tengslum við Hátíð hafsins. Einnig var henni boðið á tónlistarhátíð í Frakklandi fyr- ir nokkrum árum sem sótt var af ríflega 110 þúsund manns en á hátíðinni voru einungis spiluð sjómannalög. Svona hátíðir segir Björn algengar úti um allan heim. Það vakti athygli blaðamanns að á einni nýjustu plötu hljómsveitarinnar leggur hún í sjálfan þjóðsöng Bubba-aðdáenda, Stál og hníf. Hvernig tók kóngurinn í það? „Kóngur- inn er fallinn, maður,“ segir Björn kíminn og hlær. „En svona í alvörunni hef ég heyrt að Bubbi sé nokkuð sáttur við lagið í okkar með- förum. Við höfum í það minnsta ekki fengið neinar meldingar um annað frá honum og því hlýtur hann að vera sáttur.“ verður að Slá í band á alþingi „Við munum halda áfram,“ svarar Björn um framtíð hljómsveitarinnar. „Við erum allt- af að semja og hittast en það hefur verið lítið um það í sumar út af þessu amstri á Alþingi. En við rifum okkur nú lausa í kringum sjó- mannadaginn fyrir sunnan og spiluðum þar. Þetta er nú aðallega félagsskapur og við lít- um á þetta sem slíkt - við lítum ekkert á okk- ur sem einhverja tónlistarmenn,“ segir Björn Valur en diskar hljómsveitarinnar hafa rok- selst í mörg þúsund eintökum. Allur ágóðinn fer til Slysavarnaskóla sjómanna og er því ekki verið að hugsa um gróðann þegar að hljóm- sveitinni kemur. „Við erum með allt niður um okkur hvað fjármálin varðar í hljómsveitinni, rétt eins og ríkið,“ segir Björn Valur og hlær. Það varð nú frægt á Alþingi í vor þegar Árni Johnsen tók lagið í ræðustól en væri ekki betra ef rokksöngvarinn sjálfur myndi nú taka eins og eitt lag til að brjóta upp stemninguna? „Það yrði nú ekkert verra held ég. Svona með fullri virðingu fyrir Árna Johnsen. Ann- ars er fullt af tónlistarmönnum á þingi. Það björn valur gíslason er einn af nýjustu alþingismönnum okkar. Að fá sætið á Alþingi kom svolítið flatt upp á Björn sem er skipstjóri á frystitogaranum Kleif- arbergi. Þar um borð er hljómsveit sem Björn Valur syngur með – hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sem hefur selt diska í þúsundum eintaka. Lífið á Alþingi hefur reynst Birni erfitt, sérstaklega tekjutapið frá sjómennskunni og fjarvist- irnar frá fjölskyldunni. tómas þór þórðarson ræddi við Björn Val, sjómann til þrjátíu og sex ára, rokkara og núverandi alþingismann. hefur Varla efNI Á að vera á Alþingi „Lagið RoðLaust og beinLaust sem hLjómsveitin heit- iR eftiR – eða öfugt – vaRð tiL við þessa veRkun úti á sjó. RoðLaust og beinLaust, eða no bone, no skin á útRásaRvíkingsmáLi.“ roðlaust og beinlaust Hljómsveitin á Kleifarberg- inu fullmönnuð á sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.