Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 4. september 2009 fréttir Guðni segir að helsti galli Eiðs sé kannski sá hvað hann geti verið góð- ur við sjálfan sig. „Hann er auðvitað dálítil prímadonna. Hann er það. En það er líka hluti af þessu því menn þurfa auðvitað að vera með egó- ið í lagi í þessari atvinnumennsku. Hann vill gera hluti sem honum þykja skemmtilegir, ég held að það sé óhætt að segja það. Ég held til dæm- is að honum finnist ekkert sérstak- lega gaman að heimilisverkunum en hann er kannki ekki einn um það,“ segir Guðni. Barnastjarna í ÍR Eiður varð snemma mikil hetja á knattspyrnuvellinum og allt frá unga aldri var ljóst að hann hefði hæfileika í íþróttinni. Hann er að mestu leyti alinn upp í Belgíu þar sem faðir hans lék með Lokeren og Anderlecht við góðan orðstír. Eiður kom hins vegar heim á sumrin og um jólin og spilaði með ÍR. Hann fór meðal annars með liðinu á Tommamótið í Vestmanna- eyjum í þrjú ár þegar hann var 8 til 10 ára - eitt árið skoraði hann 34 mörk á mótinu. Mótherji Eiðs úr yngri flokkun- um, sem vill ekki láta nafns síns getið, man vel eftir Eiði frá þessum árum og hafði hann þá þegar öðl- ast sess sem hálfgerð hetja í grein- inni. Eitt af því sem hann rifjar upp er að Eiður þótti svo góður að einum mótherja hans var hampað fyrir að hafa „sólað Eið Smára“ í einum leik. Slíkt þótti greinilega ekkert tiltöku- mál af pollunum í hinum liðunum sem dáðust að hæfileikum hans og litu upp til hans, enda var Arnór fað- ir hans einn besti leikmaður landsins á þessum árum. Snemma varð því ljóst að Eiður gæti orðið eitt af óska- börnum þjóðarinnar vegna mikilla hæfileika sinna á knattspyrnuvellin- um. Nú þegar eru menn byrjaðir að spá í spilin varðandi framtíð þriggja sona Eiðs og Ragnhildar og hvort þeir muni feta í fótspor pabba síns og verða atvinnumenn í fótbolta. En sá elsti, Sveinn Aron, þykir afar efnilegur líkt og pabbi hans forð- um og æfði með drengjaliði Barce- lona meðan fjölskyldan bjó þar. Líkt og Eiður gerði kemur Sveinn Aron heim til Íslands á sumrin til að spila fótbolta. Hann gerir það með HK og fylgja pabbi hans og mamma honum þá um landið til að fylgjast með hon- um spila. Óskabörnin mætast í útrásinni Stimpillinn óskabarn hefur einnig verið beinlínis hengdur á Eið í gegn- um tíðina út af velgengni hans með tuðruna. Þegar íslenska útrásin stóð sem hæst í ársbyrjun 2007, og Eiður Smári var tiltölulega nýorðinn leik- maður Barcelona, skrifaði hann und- ir samstarfssamning við Eimskipafé- lag Íslands. Samkvæmt samningnum var Eimskipafélaginu heimilt að nota nafn Eiðs Smára til að auglýsa og kynna fyrirtækið. Ekki var gefið upp hversu mikið Eiður fékk í sinn hlut fyrir samninginn en skotið var á það í fjölmiðlum á þeim tíma að þóknun hans næmi einhverjum tugum millj- óna króna. Eimskip hét því sömu- leiðis að styrkja hjálparsamtök hjart- og langveikra barna fyrir hvert mark sem Eiður myndi skora í spænsku deildarkeppninni og í Meistaradeild Evrópu. Þáverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Eimskips, Magnús Þor- steinsson, sagði af þessu tilefni að slagorð Eimskipafélagsins, Íslensk sókn um allan heim, öðlaðist nýja merkingu með samningnum og sagðist hann vona að þessi tvö óska- börn þjóðarinnar myndu ná góðum árangri saman. Árangur Eimskipafélagsins og Eiðs varð hins vegar ekki alveg eins góður og vænst var til á þessum tíma: Eimskip skuldsetti sig upp fyrir haus með fjárfestingum erlendis og Eiður skoraði einungis 10 mörk á þriggja ára ferli sínum með Barcelona. Segja má að óskabörnin tvö standi því bæði á tímamótum nú því kröfuhafar Eimskips hafa tekið félagið yfir eftir nauðasamninga og Eiður hefur róið á önnur mið frá Barcelona. Samstarf þeirra stendur hins vegar eftir sem tákn um þá tíma þegar Ísland þótti vera að sigra heiminn á fleiri en einu sviði, bæði í viðskiptalífinu og eins í fótboltanum í gegnum Eið Smára, og þjóðin var full af stolti. Munurinn er hins vegar sá að Eiður stendur enn keikur, reynslunni ríkari og Evrópu- meistari eftir dvölina hjá Barcelona, og má segja að útrás hans standi enn þó að íslenska efnahagsundrið sé á enda. Skuggi stjörnunnar Skuggi hefur þó fallið á feril Eiðs nokkrum sinnum í gegnum tíðina vegna hátternis hans, líkt og áður segir. Þannig þótti Eiður oft á tíðum ekki leggja sig nægilega mikið fram í landsleikjum fyrir Íslands hönd á meðan Eyjólfur Sverrisson var þjálf- ari liðsins, þrátt fyrir að hafa ver- ið fyrirliði, enda hefur hann ýjað að því í viðtölum að honum hafi leiðst að spila fyrir landsliðið á þeim tíma, meðal annars í undankeppni EM 2008. All nokkrar sögur gengu einn- ig um skemmtanagleði Eiðs Smára og fleiri landsliðsmanna á þessum tímapunkti, án þess þó að þær hafi verið staðfestar. Hvort einhver slík atvik leiddu til þess að Eyjólfur bað Eið um að afsala sér fyrirliðabandinu og Hermann Hreiðarsson að taka við því skal ósagt látið en Eiður missti fyrirliðabandið eftir að Ólafur Jóhannesson, núver- andi landsliðsþjálfari, tók við liðinu fljótlega þar á eftir og ber Hermann Hreiðarsson það nú. Það sem Eiður Smári hefur hvað helst verið gagnrýndur fyrir í gegnum tíðina er hvað hann þykir skemmt- anaglaður. Eiður Smári hefur oft látið til sín taka á skemmtistöðum borgar- innar í gegnum tíðina svo eftir hefur verið tekið og ratar það yfirleitt í slúð- urdálka fjölmiðlanna þegar hann sést úti á lífinu. Eins bárust margar sögur af skemmtanagleði Eiðs þegar hann var í Barcelona þar sem hann var góðvinur Brasilíumannanna í lið- inu, sérstaklega Ronaldinhos. Eiður lenti í því sumarið 2007 að tveir menn réðust á hann í miðbæn- um og kýldu hann. Eiður slasaðist ekki í árásinni og var þetta í fyrsta og eina skiptið sem hann hafði orð- ið fyrir slíkri árás, að sögn talsmanns hans, Eggerts Skúlasonar, sem bætti því við að þó að Eiður fengi mikla at- hygli í miðbænum hefði ekki verið ráðist á hann áður. Landsliðsmaðurinn hefur því þurft að þola mikla umfjöllun um líf sitt í fjölmiðlum hér á landi auk mik- illa sögusagna sem berast manna á milli og er hann gott dæmi um hvað það getur verið erfitt að vera frægur á Íslandi. Rétt skref að fara til Mónakó Hvað sem líður fortíð þessa óska- barns þjóðarinnar, sigrum hans og erfiðleikum, þá bíður hans að þurfa að sanna sig hjá nýju liði í nýju landi. Enginn getur efast um fótaboltahæfi- leika kappans og má gera ráð fyrir að hann verði lykilmaður í liði AS Mon- aco á komandi leiktíð. Franska deild- in gæti einnig hentað Eiði Smára vel þar sem fótboltinn sem þar er spilað- ur er ekki eins harður og til dæmis á Englandi og menn fá meiri tíma til að athafna sig; slíkt gæti hentað hinum léttleikandi Eiði Smára vel. Bæði Guðni og Arnar telja að það hafi verið gott skref hjá Eiði að færa sig yfir til Monaco. „Hann var auðvit- að ekki sáttur við að fá ekki að spila meira hjá Barcelona, þessu frábæra liði. Hann vildi bara komast í lið þar sem hann fengi að spila meira og fá að vera oftar í byrjunarliðinu. Svo held ég nú reyndar að það hafi spil- að inn í þetta hjá honum að fá tæki- færi til að kynnast nýrri menningu í Frakklandi og læra nýtt tungumál, því hann er góður málamaður hann Eiður,“ segir Guðni en Eiður talar spænsku og hollensku, auk ensku auðvitað, jafnframt sem hann kann dálítið í frönsku eftir árin í Belgíu með pabba sínum og mömmu. Guðni segist líka hafa skilið ákvörðun Eiðs betur þegar hann sá myndir af leikvanginum í Mónakó. „Það er nú svo sem ekki amalegt að búa þarna í Mónakó og starfa. Ég er viss um að hann eigi eftir að verða lykilmaður þarna,“ segir Guðni og bætir því við að áhugavert verði að fylgjast með honum spila í nýrri deild í nýju landi. Ljóst er að margir Íslendingar munu einnig halda áfram að fylgjast náið með Eiði á næstunni, bæði inn- an vallar og utan, enda eru margir Ís- lendingar afar stoltir af þeim árangri sem hann hefur náð. „Hann er auðvitað húðlatur eins og flestir aðrir fótboltamenn.“ Með bikarinn Eiður vann það afrek að hampa titlinum í Meistaradeildinni í fótbolta fyrstur Íslendinga fyrr á árinu. Hér sést hann með bikar- inn, Thierry Henry og Lionel Messi sjást í baksýn. Eiður ákvað hins vegar í vikunni að söðla um og flytja sig yfir til franska félagsins Monaco. Missti fyrirliðabandið Eiður Smári missti fyrirliðabandið þegar Ólafur Jó- hannesson tók við íslenska landsliðinu. Nokkur pínleg atvik á landsliðsferli hans settu ugglaust þar strik í reikninginn auk þess sem hann hefur oft á tíðum ekki verið sérlega áhugasamur um að spila með landsliðinu. Eiður verður í eldlínunni með landsliðinu í leik gegn Noregi um helgina. Leikvöllur ríka og fræga fólksins Mónakó er leikvöllur ríka og fræga fólksins en eitt af einkennum landsins er að íbúarnir þurfa ekki að greiða tekjuskatt. Margir vel stæðir einstaklingar setjast þar að til að losna við að greiða skatta, meðal annars margir kappakstursmenn. Eiður mun leika með AS Monaco-liðinu næstu tvö árin hið minnsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.