Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 16
Eignarhaldsfélagið Milestone eyddi
tæpum 600 milljónum króna í að
leigja einkaflugvélar frá fyrirtækjun-
um Netjets og Closeair á árunum 2007
og 2008. Þetta kemur fram í skýrslu
endurskoðendaskrifstofunnar Ernst
& Young um viðskipti Milestone við
tengda aðila sem unnin var að beiðni
umsjónarmanns nauðasamninga
Milestone, lögmannsins Jóhannesar
Alberts Sævarssonar. Milestone ósk-
aði eftir nauðasamningnum í júní.
Félagið var í eigu bræðranna Stein-
gríms og Karls Wernerssona.
Milestone er eignarhaldsfélag
sem átti miklar eignir á Íslandi, með-
al annars tryggingafélagið Sjóvá að
fullu og fjárfesingabankann Askar
Capital. Eignir Milestone voru flutt-
ar yfir í sænska félagið Moderna Fin-
ance AB í ársbyrjun 2008 og hafa
viðskiptin verið tortryggð mjög í op-
inberri umræðu á Íslandi. Steingrím-
ur og Karl eru með réttarstöðu grun-
aðra í rannsókn sérstaks saksóknara
á viðskiptum tengdum bræðrunum
og Milestone.
Skýrsla Ernst & Young var birt
kröfuhöfum Milestone á miðviku-
daginn ásamt skýrslu umsjónar-
mannsins með nauðasamningun-
um. Jafnframt kemur í skýrslu Ernst
& Young að Milestone hafi eytt rúm-
um 9 milljónum króna í leigu á go-
kart-bíl, kerru og Benz sprinter á
árinu 2007 og var kostnaðurinn skil-
greindur sem: „vegna kynningarmála
og boðsferðar“.
Tæplega 80 milljarða kröfur
Samkvæmt skýrslu umsjónarmanns-
ins nema kröfurnar á hendur Miles-
tone tæpum 80 milljörðum króna.
Langstærsti kröfuhafinn er Glitnir
banki, sem skilanefnd Glitnis fer fyr-
ir, en krafa hans hljóðar upp á tæpa
44 milljarða króna. Þar á eftir koma
Straumur-Burðarás og Moderna Fin-
ance með kröfur upp á meira en 5
milljarða króna. Fjórði stærsti kröfu-
hafinn er svo Sjóvá með kröfu upp á
rúma 4 milljarða króna. Eignir félags-
ins eru hins vegar metnar á rúma 5
milljarða samkvæmt skýrslu Jóhann-
esar sem er rúmlega 6 prósent af úti-
standandi skuldum félagsins.
Í frumvarpinu til nauðasamn-
ingsins segir umsjónarmaðurinn að
kröfuhöfunum sé boðið að fá greidd-
ar 6 prósent af kröfum sínum á hend-
ur félaginu í formi hlutafjár í Miles-
tone. Lánardrottnar Milestone munu
því eignast allt hlutaféð í fé-
laginu ef nauða-
samningarnir verða samþykktir.
Viðskipti við sjálfan sig
Í skýrslu Jóhannesar er mestu púðri
eytt í að ræða um tilfærslu eigna Mil-
estone yfir til Moderna Finance árið
2008. Eins og hann rekur í skýrslunni
áttu viðskiptin með eignir Milestone
sér stað á milli félaga sem voru í eigu
Milestone og því hafi eigendur Mil-
estone verið að koma eignum frá fé-
lögi sem þeir áttu og yfir í önnur félög
sem einnig voru í þeirra eigu.
Jóhannes kemst svo að orði í
skýrslunni: „Viðskiptin með eignir
Milestone áttu sér stað í gegnum keðju
félaga sem Milestone réði í gegnum
100 % eign- arhluta
sinn í Þætti
eign-
ar-
haldsfélagi og síðan 100 % eignarhlut
sinn í Racon I og síðan koll af kolli.
Þannig réði Milestone ehf. í raun
Moderna Finance AB í Svíþjóð þar
sem eignirnar enduðu og sátu eft-
ir að lokum... Það er mat umsjónar-
manns að þessi félagakeðja skoðist
sem aðilar nákomnir og tengdir Mil-
estone ...” segir Jóhannes í skýrsl-
unni og má túlka orð hans sem svo
að eigendur Milestone hafi með við-
skiptunum í reynd verið að eiga við-
skipti við sjálfan sig.
Riftanlegir gjafagerningar
Jóhannes segir í skýrslu sinni að í
öllum tilfellum hafi kaupverð eign-
anna sem Milestone var að selja ver-
ið greitt með hækkun hlutafjár í þeim
félögum sem eignirnar voru fluttar í
gegnum og að þetta hafi ekki verið
eðlilegur greiðslumáti. Niðurstaðða
Jóhannesar í skýrslunni er að eigend-
ur Milestone hafi flutt
eignirnar úr fé-
laginu án
þess að
þeir hafi
í reynd
greitt fyr-
ir þær en
það var
„yfirlýst
markmið“ þeirra að flytja eignirn-
ar til Svíþjóðar eins og segir í skýrsl-
unni. Svo segir Jóhannes: „Það er því
mat umsjónarmanns að eignir Mil-
estone hafi verið færðar undan fé-
laginu án raunverulegs endurgjalds
og að um gjafagerning í skilningi 131
gr. hafi verið að ræða milli nákom-
inna aðila. Slík ráðstöfun er riftanleg
nema leitt sé í ljós að skuldari hafi ver-
ið gjaldfær og það þrátt fyrir afhend-
ingu gjafarinnar.“
Í orðum Jóhannesar felst að kröfu-
hafar félagsins geti tekið ákvörðun
um það hvort þeir höfða dómsmál
á hendur fyrri eigendum Milestone
og þeirra félaga sem eignuðust eign-
ir Milestone, sem aftur voru í reynd í
eigu sömu aðila og áttu Sjóvá, til að fá
úr því skorið hvort hægt sé að rifta söl-
unni á eignum félagsins til að fá meira
upp kröfurnar.
Dómsmál í höndum kröfuhaf-
anna
Samkvæmt heimildum DV mættu
ekki nægilega margir af kröfuhöfun-
um á fundinn á miðvikudaginn þar
sem nauðasamningurinn var kynntur.
Samningurinn var því ekki samþykkt-
ur á fundinum og verður beðið með
að afgreiða saminginn þar til nægi-
lega margir kröfuhafar hafa lýst skoð-
un sinni á honum. Enginn mætti til
dæmis á fundinn fyrir hönd Straums,
samkvæmt heimildum DV. Flest-
ir af þeim kröfuhöfum sem mættir
voru greiddu hins vegar atkvæði með
samningnum en einhverjir munu þó
hafa greitt atkvæði gegn honum, enn
aðrir sátu síðan hjá.
Kröfuhafarnir hafa tvær vikur til að
greiða atkvæði með eða á móti samn-
ingunum. Alveg sama hvernig at-
kvæðagreiðslan um saminginn fer þá
geta kröfuhafarnir ákveðið að höfða
dómsmál, riftunarmál, á hendur þeim
aðilum sem stjórnuðu félögunum
sem áttu í viðskiptunum og auðguð-
ust hugsanlega á þeim, meðal annars
þeim Steingrími og Karli Wernersyni.
Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir að svo
stöddu hvort eigendur Milestone og
félaganna sem eignir þess runnu til
hafi auðgast á viðskiptunum.
Samkvæmt orðum umsjónar-
manns Jóhannesar gæti slík máls-
höfðun átt rétt á sér því niðurstaða
hans er skýr: að viðskiptin með eign-
ir Sjóvár séu riftanlegar því um gjafa-
gerninga hafi verið að ræða. Nú er
það kröfuhafanna að ákveða hvað
þeir gera.
Heimildarmaður DV sem lesið hef-
ur gögnin sem DV hefur undir segist
sjaldan hafa lesið annað eins. „Mið-
að við annað sem maður hefur lesið
þá virka stjórnendur annarra félaga
eins og kórdrengir í samanburði við
þetta. Þetta er með ólíkindum. Mér
leist ekkert á það sem ég las,“ segir
heimildarmaðurinn um efni skýrslu
umsjónarmanns nauðasamninga
Milestone.
16 föstudagur 4. september 2009 fréttir
MILESTONE EYDDI UM 600
MILLJÓNUM Í LEIGU ÞOTNA
Kröfur á hendur Milestone nema tæpum 80 milljörðum króna. Kröfuhafarnir fá hins
vegar aðeins 6 prósent upp í kröfur sínar. Glitnir á kröfu á Milestone upp á tæpa 44
milljarða. Umsjónarmaður nauðasaminganna telur að viðskipti Milestone með eignir
félagsins yfir til Moderna í Svíþjóð séu dæmi um riftanlega gjafagerninga því ekki
hafi verið greitt fyrir eignirnar. Kröfuhafar Milestone þurfa því að ákveða hvort þeir
höfði dómsmál á hendur fyrri eigendum þess, meðal annars Steingrími og Karli Wern-
erssonum, til að láta rifta þeim.
STæRSTu KRöfuhafaR MileSTone SaMKVæMT SKýRSlunni:
Glitnir Rúmir 43,9 milljarðar
Straumur Tæpir 5,8 milljarðar
Moderna finance aB Tæpir 5,3 milljarðar
Sjóvá Tæpir 4,3 milljarðar
SJ2 ehf. Rúmur 4,1 milljarður
„Miðað við annað sem
maður hefur lesið þá
virka stjórnendur ann-
arra félaga eins og kór-
drengir í samanburði
við þetta. Þetta er með
ólíkindum“
inGi f. VilhJálMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
80 milljarða kröfur Kröfur á hendur Milestone nema tæpum 80 milljörðum króna og á Glitnir tæplega 44
milljarða kröfu á félagið. Endurheimtur kröfuhafanna verð 6 prósent af nauðasamningarnir verða samþykktir.
Skýrsla umsjónarmanns nauðasamninganna lætur aðra í viðskiptalífinu líta út eins og kórdrengi segir
heimildarmaður DV. Milestone átti meðal annars fjárfestingabankann Askar Capital.
Milestone kom eignum undan Umsjónarmaður nauðasamninga
Milestone telur að eigendur félagsins hafi komið eignum þess undan
og að viðskiptin séu riftanleg því um gjafagerning hefði verið að
ræða. Út frá lestri skýrslunnar verður ekki annað séð en að kröfuhaf-
arnir geti höfðað dómsmál á hendur fyrri eigendum félagsins, meðal
annars þeim Steingrími og Karli Wernerssonum.