Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Page 38
38 föstudagur 4. september 2009 helgarblað „Borgin er fallin en ég er enn á lífi!“ Mikael 8. var af virðulegum ættum í Konstantínópel; langafi hans hafði t.d. verið keisari á 12. öld. Mikael þjónaði hinum barnunga Jóhannesi 4. Laskaris keisara í Níkeuríkinu og gerði sig árið 1259 að keisara við hlið hans. Tveim árum síðar, 1261, vann Mikael Konstantínópel af Baldvin 2., síðasta keisara Latneska ríkisins svo- nefnda. Hann gerðist svo einn keis- ari yfir endurvöktu Býsansríkinu og tókst að koma í veg fyrir samblást- ur fjenda sinna á Balkanskaga og Ít- alíu. Áhersla hans á að halda Kon- stantínópel er hins vegar sögð hafa leitt til að hann vanrækti varnir gegn Ottómana-Tyrkjum sem farnir voru að sækja inn á lönd Býsansríkisins í Litlu-Asíu. Ævintýramaðurinn Roger de Flor Mikael lýsti sig reiðubúinn til að sameina rétttrúnaðarkirkjuna og kaþólsku kirkjuna á Vesturlöndum undir yfirstjórn hinnar síðarnefndu en allar slíkar fyrirætlanir vöktu mikla andúð íbúa Konstantínópel. Því varð lítið úr framkvæmdum. Arftaki Mikaels og sonur var Androníkos 2. Paleologos. Um leið og hann tók við völdum lét hann af daðri föður síns við kaþólsku kirkj- una á Vesturlöndum. Efnahags- vandamál leiddu til þess að býsanski flotinn var leystur upp, sem gerði ríkið er fram í sótti mjög háð ítölsku siglingaríkjunum Genúa og Fen- eyjum. Þau urðu allsráðandi í flota- vörnum og kaupskap Býsansríkis. Um árið 1295 gerði Androníkos son sinn, Mikael 9. Palaeologos, að keis- ara við hlið sér og fól honum varn- ir ríkisins, þótt hann væri þá innan við tvítugt. Auk Tyrkja sóttu nú fram bæði Serbar og Búlgarir á Balkan- skaga. Árangur varð þó lítill og leita varð til frægra málaliða á borð við ævintýramanninn Roger de Flor til að stemma stigu gegn vaxandi ásókn Tyrkja inn í Litlu-Asíu. Roger snerist þó að lokum gegn Býsanskeisurum og var þá myrtur árið 1306. Katal- ónskar hersveitir hans hefndu hans með því að fara með hervirkjum um grískar lendur Býsans. Ásókn Serba og Búlgara var hins vegar stöðvuð með því að dóttir Androníkosar var gefin Stefáni Úros 2. Serbakóngi og dóttir Mikaels 9. gekk að eiga Theó- dór Svetoslav Búlgaríukeisara. Tyrkir færa sig upp á skaftið Engin hjónabönd héldu hins veg- ar aftur af Osman 1. leiðtoga Ottó- man-Tyrkja sem treysti sig æ betur í sessi í næsta nágrenni við Konstan- tínópel. Árið 1311 beið Mikael ósig- ur gegn herjum Osmans 1., ættföður Ottómanaveldis Tyrkja, sem hreiðr- að höfðu um sig í næsta nágrenni við Konstantínópel. Eftir það settist Mikael að mestu í helgan stein í Þes- salóníku og var sagður hafa dáið úr sorg 1320 eftir að sonur hans, Andr- oníkos 3. Palaeologos, olli með gá- leysi dauða Manúels bróður síns sem Mikael unni ákaflega. Eftir að Mikael 9. andaðist hugðist Androníkos 2. losa sig við son hans og arftaka, Androníkos 3. Palaeol- ogos, en þá tók við langt og strangt borgarastríð milli afans og sonar- sonarins. Það reyndi Mikael Asen 3. Búlgaríukeisari að notfæra sér og sótti fram gegn Konstantínópel en hvarf að lokum frá eftir að hafa feng- ið háa mútugreiðslu. Árið 1328 hélt Androníkos 3. inn- reið sína í Konstantínópel og Andr- oníkos 2. gafst þá upp og sagði af sér. Hann eyddi síðustu árunum í klaustri enda þótti hann víst ætíð hafa meiri áhuga á guðfræði og grúski en ríkis- stjórn. Á valdatíma hans varð end- anlega ljóst að Býsans var orðið að máttlitlu smáríki þótt orðstír þess væri eftir sem áður glæstur. Uppreisn gegn afa sínum Androníkos 3. fæddist 1297 og í æsku þótti hann sinna fáu nema kvenna- fari, sukki og spilum svo að afinn Androníkos 2. svipti hann ríkiserfð- um eftir lát föður hans. Androníkos 3. hóf þá uppreisn gegn afa sínum og með hjálp náins vinar síns, Jóhann- esar 6. Kantakouzenos, náði hann ágætum árangri í borgarastríðinu sem fylgdi í kjölfarið. Þrátt fyrir stríð sitt gegn keisaranum varaði hann afa sinn við er Mikael Asen 3. Búlgaríu- keisari hugðist taka gamla manninn til fanga. Árið 1328 bar Androníkos 3. svo sigur úr býtum í stríðinu við afa sinn og settist í keisarastólinn en afinn gekk í klaustur. Þrátt fyrir óstýrilátt líferni framan af þótti Androníkos 3. nokkuð röggsamur keisari og gerði ýmsar tilraunir til umbóta í ríkinu. Þróttur ríkisins var hins vegar lítill og Ívan Alexander Búlgaríukeisari, Stef- án Úros 4. Serbakonungur og Ohran 1. leiðtogi Ottóman-Tyrkja voru allir Býsansmönnum yfirsterkari um þær mundir. Landsvæði Býsans minnkar sífellt Í hendur Tyrkja missti Androníkos t.d. hinar mikilvægu borgir Níkeu og Nicopolis og hélt að lokum aðeins örlitlu landsvæði sunnan Hellu- sunds og Marmarahafs. Býsans rík- ið var orðið lítið annað en Konstant- ínópel-borg og næsta nágrenni. Hnignun ríkisins hélt svo áfram í tíð arftaka Androníkosar og sonar, Jó- hannesar 5. Palaeologos. Móðir Jóhannesar var frönsk að- alsmær og hann var aðeins 9 ára er hann kom til valda 1341. Ekki vakti hinn ungi keisari almenna hrifningu og sex árum seinna settist Jóhannes 6. Kantakouzenos í hásætið eftir ill- vígt borgarastríð. Jóhannesi 5. tókst þó að hrinda honum úr sessi 1354. Meðan á borgarastríðinu stóð not- uðu Orhan 1. foringi Ottómana og Suleiman Pasja sonur hans tæki- færið til að vinna fyrstu landsvæði Tyrkja í Evrópu. Jóhannes 6. Kanta- kouzenos gekk loks í klaustur eftir að hafa tapað borgarastyrjöldinni, og helgaði sig skriftum um sagnfræði- leg mál. Hann hlaut slæm eftirmæli fyrir að hafa opnað Tyrkjum leið til Evrópu, en Tyrkjaveldi Ottómana var þá orðið svo öflugt að einung- is var tímaspursmál hvenær Tyrkir færu að láta að sér kveða í Evrópu. Tyrkjum borgaður skattur Jóhannes 5., sem nú var kominn aft- ur til valda, hafði ekkert bolmagn til að stemma stigu við uppgangi Ott- ómana og hélt í liðsbón til Evrópu. Hann bauðst m.a. til að fallast á yf- irráð kaþólsku kirkjunnar yfir býs- önsku rétttrúnaðarkirkjunni sem var fáheyrð eftirgjöf. En þá var svo illa komið fyrir Býsansríkinu að keisar- inn var kyrrsettur í Feneyjum 1369 vegna skulda. Tveim árum seinna samþykkti Jóhannes að greiða Múr- ad 1. Ottómana-leiðtoga háa fjárhæð og viðurkenna rétt hans til að kallast soldán. Ekki var heldur friðsælt heima í höllinni. Árið 1373 gerði elsti sonur Jóhannesar, Andróníkus 4. Palaeol- ogos, uppreisn gegn föður sínum og sakaði hann um drottinssvik með því að hafa lotið Tyrkjasoldán. Andrón- ikos 4. var hins vegar ekki yfir það hafinn að leita sjálfur hjálpar Tyrkja. Helsti bandamaður hans var sonur Múrads soldáns sem líka hafði gert uppreisn gegn sínum föður. Þeir Múr- ad og Jóhannes bældu í góðri sam- vinnu niður uppreisnir sona sinna og lét soldán síðan blinda son sinn og krafðist þess að Jóhannes gerði slíkt hið sama við Andróníkus. Jóhannes lét þó duga að stinga annað augað úr syni sínum og fang- elsa hann. Árið 1376 slapp Andrón- íkus úr haldi og náði Konstantínópel með hjálp Genúamanna. Þrem árum seinna hröktu Feneyingar Andrón- íkus frá og settu Jóhannes aftur í há- sætið. Andróníkus fékk að halda keisar- atign að nafninu til og bjó til æviloka í kastala við Marmarahafið. Tyrkir bönnuðu borgarmúra Sonur Andróníkusar 4., Jóhannes 7. Palaeologos, steypti svo afa sínum af Þegar Rómaveldi klofnaði í tvennt um árið 400 lognaðist vesturrómverska ríkið fljótlega út af. En í austri hélt arftaki Rómaveldis velli í 1.000 ár í viðbót og er nú yfirleitt kallað Býsans-ríki. Þótt múslimar sæktu á landamærin héldu múrar höfuðborgarinnar, Konstantínópel eða Miklagarðs. Í byrjun 13. aldar lögðu krossfarar borgina undir sig og stofnuðu hið svonefnda „Latneska ríki“ en Býsanskeisarar hrökkluðust til borgarinnar Níkeu og stjórnuðu þaðan í nokkra áratugi. Árið 1261 náðu Býsanskeisarar Konstantínópel aftur undir stjórn nýs keisara, Mikals 8. Og í 200 ár hélt ætt hans velli þrátt fyrir æ erfiðari skilyrði. Illugi Jökulsson rifjar upp þessa sögu. Síðustu keisarar hins dauðadæmda Býsansríkis Barist um borgina Konstantínópel var höfuð- borg austrómverska ríkisins á sínum tíma en féll um síðir fyrir hersveitum Ottómana. Hún heitir nú Istanbúl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.