Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 29
Þrjár sýningar opnaðar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur: Hvergi og japönsk ástarbréf Stór hópur rithöfunda er nú ýmist kominn eða á leið til landsins því Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst á sunnudaginn. Hátíðin, sem er nú haldin í níunda sinn, hefur að jafn- aði verið haldin annað hvert ár frá árinu 1985 og er einn af helstu við- burðum íslenska bókmenntasam- félagsins. Líkt og undanfarin ár fara helstu viðburðir hátíðarinnar fram í Norræna húsinu og Iðnó. Fimmtán erlendir höfundar eru kynntir til leiks á vefsíðu hátíðar- innar. Þar má nefna hinn íransk- hollenska Kader Abdolah en bók hans Hús moskunnar kom nýver- ið út hjá JPV. Luis López Nieves frá Púertó Ríkó þykir einn athyglisverð- asti höfundurinn í sínu heimalandi. Hann hefur tvisvar fengið bók- menntaverðlaun Púertó Ríkó, þar á meðal fyrir skáldsöguna Hjarta Voltaires sem kom út á íslensku hjá Forlaginu í fyrra. Anne B. Rag- de er afkastamikill norskur rithöf- undur sem skrifar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Frægasta verk henn- ar er þríleikurinn um Neshov-fjöl- skylduna sem sló öll sölumet í Nor- egi. Forlagið hefur gefið út fyrstu tvær bækurnar, Berlínaraspirnar og Kuðungakrabbar, og þriðja og síð- asta bókin, Á grænum grundum, er að koma í búðir. David Sedaris er heimsþekktur bandarískur útvarps- maður, grínisti og rithöfundur sem hefur verið tilnefndur til Grammy- verðlauna fyrir verk sín. Sedaris varð fyrst þekktur fyrir pistla sína í útvarpi en í þeim byggði hann á reynslu sinni af að vinna sem jóla- álfur í bandarískri stórverslun. Í ár verður áherslan á ljóðlistinni og mun sérstök dagskrá verða til- einkuð henni. Af því tilefni er von á hópi skálda frá hinum virtu kanad- ísku Griffin-ljóðaverðlaunum. Nánari upplýsingar um höfunda hátíðarinnar og dagskrána á bok- menntahatid.is. Níunda Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett á sunnudaginn: Bókmenntahátíð að byrja m æ li r m eð ... InglourIous Basterds Taranti- no sýnir allar sínar bestu hliðar. MúlakaffI Fyrirmynd- armatur í testóster- ónum- hverfi. söngvaseIð Söngleikurinn sívinsæli fer á aftur á fjalirnar um helgina eftir sumarfrí. „Eintóm yndis- eIneygða kettInuM kIsa og ástandInu: flóttanuM frá reykjavík Hugleikur er enn í sókn. Besta og flottasta Kisa- bókin til þessa. drag Me to Hell Ógeðslega fyndin í tvöfaldri merkingu þess orðs. föstudagur n addi Intro á Prikinu Vegna þess hversu sjúklega Hús- bandið hefur tekið á því undanfarnar helgar fær það frí í kvöld. Dj Addi Intro verður því með þá þvílíku ábyrgð á herðum sér að þurfa einn að sjá um að stuða fólkið í gang. En kappinn mun án vafa standa undir því. n ljótufataball á 800 bar Ljótufataball verður haldið á 800 bar á Selfossi í kvöld. Finndu þér ljótustu föt sem þú hefur séð, skelltu þér í þau og mættu á ball. Vegleg verðlaun fyrir ljótasta dressið. Verðlaunaafhending upp úr klukkan 1, aðgangseyrir 1500 kr. en 1000 kr. fyrir miðnætti. n sálin á spot Það er allt að gerast á Spot í Kópavogi í kvöld. Engir aðrir en öðlingspiltarnir í Sálinni stíga þar á svið og fremja tónlist af sinni alkunnu snilld. Miðasala hefst kl. 21, miðaverð 2000 kr. n rWWM frumsýnd Íslenska bíómyndin Reykjavík Whale Watching Massacre er frumsýnd í kvöld. Ef þú hefur gaman af hryllingi og tryllingi þá ertu á leiðinni á þessa í kvöld. Sýnd í Sambíóunum Álfa- bakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi. Miðaverð 900 kall. n Hellisbúinn í íslensku óperunni Hellisbúinn var frumsýndur í gær og þegar blaðið fór í prentun voru enn til miðar á sýningu tvö sem fram fer í kvöld. Skelltu þér á þennan fáránlega vinsæla einleik Robs Becker. Miðasala á midi.is, miðaverð 2900 kr. laugardagur n stuðmenn og jeff Who? á spot Menn í stuði er eitthvað sem alltaf virkar. Þess vegna ættir þú, hvort sem þú ert karlkyns eða kvenkyns, að skottast á Spot í Kópavogi í kvöld og dilla á þér skankana þar sem Stuðmenn og Jeff Who? munu spila. n Páll óskar á glóðinni Vinsælasti plötusnúður og tónlistar- maður Íslands kemur fram á Glóðinni í Reykjanesbæ í kvöld en tónleikarnir eru hluti af Ljósanæturhátíðinni. Forsala miða stendur yfir á Glóðinni. n Magni & rokkabillýband reykjavíkur Haustfagnaður Langanesbyggðar fer fram í Þjórsárveri í kvöld þar sem Magni & Rokkabillýband Reykjavíkur spila. Stuðið stendur frá kl. 23.30 til 3. Miðaverð 2500 kr. n Þrjár ódauðlegar sýningar Sýningar á þremur skyldum verkum á Lókal-leiklistarhátíðinni fara fram í dag í Smiðjunni við Sölvhólsgötu og Nýlistasafninu við Grettisgötu. Á fyrrnefnda staðnum verður Ódauð- legt verk um stjórn og stjórnleysi sýnt kl. 13 og Ódauðlegt verk um stríð og frið kl. 16. Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna verður hins vegar í Nýlistasafninu klukkan 16. n vættir í dalí gallery Mireya Samper opnar myndlistar- sýninguna Vættir í DaLí Gallery á Akureyri á laugardaginn klukkan 14. Sýningin samanstendur af skúlpt- úrum og myndverkum unnum með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 20. september. Hvað er að GERAST? fókus 4. september 2009 föstudagur 29 BókInnI vIgurklerkur- Inn: ÆvIsaga sIgurðar Prests stef- ánssonar Eldfim þriðju persónu ádrepa Vigurklerks. kader abdolah Einn erlendu höfundaanna sem koma á Bókmenntahátíð í ár. Forman um söguþráðinn. „Ungur, bandarískur blaðamaður af tékk- neskum uppruna heimsækir Dala- dier, sem þá er orðinn mjög aldrað- ur, til að taka viðtal við hann um það hvað gerðist. Þarna er stefnt saman tveimur mismunandi sjónarhornum, annars vegar Daladiers og hins vegar sjónarhorni þeirra sem hafa einungis lesið um atburðina í sögubókum.“ foreldrarnir létust í auschwitz Forman segir ekki hafa kraumað lengi í sér löngun til að gera mynd sem snerti síðari heimsstyrjöldina. Þeir hörmungaratburðir sem þar áttu sér stað höfðu aftur á móti mikil áhrif á líf hans þar sem foreldrar Formans létust í Auschwitz-útrýmingarbúðunum. „Ég bjó í Tékkóslóvakíu sem barn og hef mínar minningar frá þessum tíma auk þess sem fjölskylda mín, bæði foreldrar mínir og aðrir, sögðu mér frá því sem var að gerast. Þessi tími og atburðir eru því hluti af sögu minni og fjölskyldu minnar. Af per- sónulegum ástæðum hef ég aldrei snert á þessu fyrr, ástæðum sem ekki einu sinni ég sjálfur skil, en ætli mér finnist ekki að núna sé komið að því að ég taki á þessu.“ Á þessum sögulega fundi í München voru saman komnir leið- togar stærstu ríkja Evrópu; auk Dala- diers voru það Adolf Hitler, Benito Mussolini og Neville Chamberlain, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Ætlunin var að taka megnið af mynd- inni upp á staðnum þar sem ráðstefn- an fór fram í München. Forman seg- ir að flestar byggingarnar sem komi við sögu í frásögnum af ráðstefnunni standi þar enn. „Það sem er sérstaklega áhugavert er að í herberginu þar sem ráðstefnan fór fram fyrir rúmum sjötíu árum er núna tónlistarskóli. Og það er í alveg óbreyttri mynd. Meira að segja hús- gögnin. Það var „tsjilling“ að ganga þarna inn og standa svo fyrir framan stóla sem Hitler, Mussolini, Daladi- er og Chamberlain sátu í. Og stólarn- ir standa við sama arininn og logaði í þegar þeir funduðu.“ Formann neitar því ekki að erfitt sé að taka sér fyrir hendur verkefni sem snerti hann jafn persónlega og raun- in er. „Fjölskylda mín þjáðist mikið í stríðinu. Báðir foreldrar mínir létust í útrýmingarbúðum. Fyrir mig er þetta því tilfinningalegt afturhvarf til fortíð- arinnar.“ Hefur þessi fortíð haft áhrif á þig sem kvikmyndagerðarmann og sem persónu? „Hingað til hefur það fyrst og fremst haft þau áhrif á mig að ég snerti ekki á þessu. En núna hefur það þau áhrif á mig að ég ákvað að snerta á þessu. Ég skipti um skoðun,“ segir Forman með yfirvegaðri röddu. Mennirnir læra aldrei Síðasta mynd Formans, Goya´s Ghosts (2006), gerist á tímum spænska rann- sóknarréttarins á átjándu öld. Sann- leikurinn, meðal annars hvernig hægt er að þvinga „sannleika“ fram hjá varn- arlausu fólki, er þar til umfjöllunar. Spurður hvort sannleikurinn og mikil- vægi hans, og þá um leið innihaldslaus sannleikur, sé eitthvað sem hafi orðið Forman hugleikið með hækkandi aldri segir leikstjórinn að sannleikurinn sé alltaf mikilvægur. „Það sem var mikilvægasta upp- götvunin fyrir mig var að ekkert breytt- ist. Fyrir tvö hundruð árum voru yfir- völd að handtaka fólk og neyða það til að gangast við glæpum sem það framdi ekki. Þetta endurtekur sig svo í Tékkóslóvakíu á sjötta áratugnum. Þá var fólk tekið höndum og pyntað til að játa á sig glæpi sem það hafði ekkert með að gera. Það er ótrúlegt að svona skuli endurtaka sig aftur og aftur og að við lærum aldrei.“ Þegar blaðamaður spyr hvort For- man reyni ávallt að ná einhverju fram þegar hann geri kvikmynd er hann fljótur til svars. „Ég reyni alltaf að gera mynd sem ég sjálfur myndi vilja sjá. Mynd sem ég myndi njóta sem áhorfandi. Hefur það alltaf tekist? „Já. Vegna þess að ég er heppinn að hafa aldrei þurft að gera mynd sem ég þráði ekki að gera. Ég hef aldrei gert mynd sem ég neyddist til að gera til að framfleyta mér og mínum. Ég hef haft löngun til að gera allar þær mynd- ir sem ég hef gert,“ segir Forman en myndirnar sem hann hefur leikstýrt eru átján talsins samkvæmt lista imdb. com. Þegar kappinn er spurður klisju- spurningarinnar um hvort einhver mynda hans sé í uppáhaldi hjá honum segir hann svo ekki vera. „Þær eru allar uppáhaldsmyndirnar mínar.“ velur þá sem eru betri Myndir Formans eru iðulega um manneskjur sem eru eða voru til, til að mynda tónlistarséníið Wolfgang Amadeus Mozart, klámkónginn Larry Flynt og gamanleikarann Andy Kauf- man. Ástæðuna fyrir því að hann taki líf og störf manneskna af holdi og blóði gjarnan til umfjöllunar segir hann ein- falda. „Mjög oft ganga raunveruleg- ar manneskjur í gegnum miklu meiri erfiðleika og meiri dramatík en nokk- ur skáldskapur getur lýst. Þannig að af hverju ætti ég ekki að gera mynd byggða á lífi þeirra?“ Amadeus er farsælasta mynd For- mans. Hún var frumsýnd árið 1984 og hlaut átta verðlaun á Óskarnum árið eftir, þar á meðal í flokkunum mynd ársins, leikstjóri ársins, besta handrit byggt á áður birtu efni (Peter Shaff- er) og besta leikari í aðalhlutverki (F. Murray Abraham). Þá hlaut myndin tugi verðlauna á öðrum hátíðum. For- man segir ekki erfitt að vinna að næstu mynd þegar síðasta mynd hans hlýtur jafn góðar móttökur og reyndin varð með Amadeus. „Þú mátt ekki hugsa um þetta þannig. Það er kjánalegt að þekkja ekki sín takmörk og reyna að hoppa yfir sjálfan sig. Þú átt bara að gera það sem þú finnur hjá þér þörf til að gera, al- veg óháð því hvort síðustu mynd þinni var vel eða illa tekið. Þú mátt ekki vera þunglyndur af því að síðasta mynd þín var rökkuð niður, en þú mátt held- ur ekki vera þunglyndur yfir verkefn- inu sem sem þú hefur fyrir framan þig vegna þess hversu vel síðasta mynd þín gekk.“ Í nokkurra ára gamalli heimilda- mynd um gerð Amadeus sagði For- man að leikstjóri verði ávallt að velja með sér fólk sem sé betra en hann. Þegar þau orð eru hermd upp á hann segist hann hafa átt við að „... leikstjóri verður að vera sitt lítið af hverju. Svolít- ill leikari, svolítill kvikmyndatökumað- ur, svolítill leikmyndahönnuður – svo- lítið af öllum störfum sem inna þarf af hendi við gerð kvikmyndar. En leynd- armálið er að ég vel alltaf fólk sem er betra en ég í þessu öllu.“ Hefur þér alltaf lukkast að velja þannig fólk? „Ég vona það,“ segir Forman. En bætir við jafnharðan: „Ég er viss um það.“ ekki með fullkomnunaráráttu a la kubrick Sjö ár liðu frá því Valmont (1989) var frumsýnd þar til næsta mynd For- mans þar á eftir, The People vs. Larry Flynt (1996), kom fyrir sjónir almenn- ings. Sami árafjöldi leið á milli Man on the Moon (1999) og Goya´s Ghosts (2006). Frægt er hversu langt leið á milli mynda annars mikilsmetins leikstjóra, Stanleys Kubrick, á seinni hluta ferils hans (gerði þrjár mynd- ir frá 1980 til dánardags 1999) og var það fyrst og fremst skrifað á fullkomn- unaráráttu Kubriks. Forman, sem unnið hefur með ýmsum kvikmynda- fyrirtækjum á sínum ferli, skýrir bið- ina á milli sinna mynda með tiktúrum þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa um gerð myndanna. „Á þessum tíma var ég með þrjár, fjórar myndir í vinnslu. Ég vann kannski í eitt til tvö ár að undirbún- ingi myndar en svo var ákveðið að setja þær í salt eða hætta alveg við þær. Í tilviki þriggja þeirra var hætt við tökur aðeins nokkrum dögum áður en þær áttu að hefjast. Þegar þetta gerist nokkrum sinnum eru allt í einu sex, sjö ár liðin frá því síðasta mynd þín var frumsýnd.“ Samfara kvikmyndagerðinni kenndi Forman lengi kvikmyndagerð við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. Árin í hlutverki kennarans urðu tuttugu og tvö, frá 1977 til 1999. „Það var orðið svolítið mikið að gera allt, bæði að búa til myndir og kenna. Þegar þú verður eldri geturðu ekki gert jafn marga hluti og þú gast þegar þú varst yngri.“ Forman kemur til landsins um það leyti sem RIFF-hátíðin hefst þann 17. september. Þremur dögum seinna verða honum afhent heiðursverðlaun hátíðarinnar á Bessastöðum. Forman segist líklega munu dvelja hér í þrjá, fjóra daga. „Ekkert hefur verið ákveðið hvern- ig dvölinni verður háttað. En ég vil auðvitað reyna að sjá einhverja af þeim fallegu stöðum sem mér hefur verið sagt frá.“ kristjanh@dv.is gaukshreiðrið One Flew Over the Cuckoo’s Nest fékk öll helstu verðlaunin á Óskarsverðlaunaafhendingunni 1976; besta mynd, leikstjóri og handrit auk besta leikara og leikkonu í aðalhlutverki. studdi klámkóng Forman tók afstöðu með klámkóngnum Larry Flynt í myndinni The People vs. Larry Flynt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.