Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 39
helgarblað 4. september 2009 föstudagur 39 „Borgin er fallin en ég er enn á lífi!“ stóli um skamma hríð 1390 en Jó- hannes náði keisaratigninni aftur. Þá taldi hann sig ekki þurfa að sýna Tyrkjum kurteisi lengur og hugðist bregðast við ógninni frá þeim með því að styrkja múra Kon- stantínópel. Svo var þá hins vegar komið fyrir þessum leifum Róma- veldis að Jóhannes varð að láta und- an kröfu Bajesíds 1. soldáns um að rífa mannvirki sín strax aftur. Sagt er að sú niðurlæging hafi gengið svo nærri honum að hann lést skömmu síðar, árið 1391. Arftaki Jóhannesar 5. var Man- úel 2. Palaeologos. Hann var sonur Jóhannesar og um leið dóttursonur Jóhannesar 6. Kantakouzenos. Eftir að eldri bróðir hans, Andrónikus 4. Palaeologos, rændi völdum frá Jó- hannesi 5. og var síðan kveðinn í kút- inn, þá varð Manúel erfðaprins og síðan arftaki föður síns 1391. Hafði hann þá bæði farið ferðir til Vestur- landa til að leita stuðnings gegn vax- andi ásókn Ottómana-veldisins. En hann hafði líka verið langdvölum við hirð Bajesíds 1. Tyrkjasoldáns sem eins konar „heiðursgísl“. Árið 1394 settist Bajesíd um Kon- stantínópel. Tekist hafði að hrófla upp þokkalegum vörnum, þrátt fyrir allt, og sátu Tyrkir um borg- ina árum saman. Eftir að það hafði staðið í fimm ár, 1399, sættist Man- úel við bróðurson sinn, Jóhannes 7. Palaeologos, og setti hann yfir varn- ir borgarinnar en hélt sjálfur í liðs- bón til Vesturlanda. Mongólar komu Býsans til bjargar Í byrjun virtist sem honum ætlaði að verða nokkuð ágengt en krossferð Evrópumanna gegn Tyrkjum und- ir stjórn Sigismund af Lúxembúrg varð þó árangurslaus. Býsansmenn náðu að vísu aftur Þessalóníku úr höndum Tyrkja. Umsátrinu var svo létt þegar Tímur Mongólahöfðingi réðist að austan inn í lönd Tyrkja og felldi Bajesíd í orrustu árið 1403. Vakti sérstaka athygli að Jóhannes 7. afhenti Manúel völdin í borginni umyrðalaust þegar keisarinn sneri til baka frá Evrópu, en reyndi ekki að ræna hásætinu á ný. Um tíma leit út fyrir að veldi Tyrkja væri úr sögunni eftir hinn mikla ósigur gegn Mongólum en það náði sér þó fljótt á strik aftur, eft- ir að Mehmed 1. varð soldán. Manúel keisari náði mjög góðu sambandi við hann og Mehmed viðurkenndi Manúel sem „föður og drottnara“. Manúel missteig sig hins vegar í samskiptum sínum við arf- taka hans, Múrad 1., og árásir Tyrkja gegn Konstantínópel hófust að nýju eftir að hann tók við 1421. Þótt Manúel væri mistækur stjórnarherra var hann mikilvirkur rithöfundur og skrifaði fjölda bréfa og ritgerða, einkum af trúarlegum toga. Hann stóð m.a. í bréfaskiptum við persneskan fræðimann um mis- muninn á kristni og íslam og kafli úr einu bréfa hans komst óvænt í sviðsljósið árið 2006 þegar Bene- dikt 16. páfi vitnaði í hann í ræðu, múslimum til lítillar gleði. Einnig orti Manúel ljóð. Síðustu árin hafði hann að mestu látið stjórn ríkisins í hendur sonar síns, Jóhannesar 8. Palaeologos. Manúel lést 1425. Hugðist sameina kirkjur austurs og vesturs Móðir Jóhannesar 8. var serb- nesk prinsessa. Hann var náinn samverkamaður föður síns frá 1416 og stýrði vörn Konstantínóp- el gegn umsátri Múrads 2. soldáns Ottómanaveldisins 1422. Eftir að hann var orðinn keisari einn tap- aði hann hins vegar Þessalóníku í hendur Tyrkja og náði ríki hans þá aðeins yfir Konstantínópel og hluta Pelópsskaga í Grikklandi. Jóhann- es ferðaðist til Ítalíu þar sem hann ræddi við Evgeníus 4. páfa og féllst á að sameina hina býsönsku rétt- trúnaðarkirkju og kaþólsku kirkj- una á Vesturlöndum. Hugðist hann þannig afla sér aðstoðar vestrænna leiðtoga gegn sívaxandi ásælni Tyrkja. Þegnar Jóhannesar höfn- uðu því hins vegar að lúta valdi páfa og ekkert varð af sameining- unni. Er Jóhannes féll frá barnlaus varð bróðir hans keisari, Konstan- tín 11. Palaeologos. Og Konstantín varð síðasti keis- ari Býsansríkisins sem rakti sögu sína til upphafs Rómaveldis nærri 2.000 árum fyrr. Hann hafði fram- an af ráðið yfir lendum Býsansrík- isins á Pelópsskaga. Er Jóhannes dó deildu Konstantín og Demetr- íos bróðir hans um keisaratignina og leituðu að lokum til Múrads 2. soldáns Ottómanaveldisins sem úr- skurðaði að Konstantín bæri keisar- atignin. Mátti það heita óvenjulegt að soldán múslima fengi þannig að ráða hver yrði keisari í ríki kristinna manna. Er Mehmed 2. varð soldán 1451 krafðist hann algjörra yfirráða yfir Konstantínópel. Kastaði sér út í lokabardagann Konstantín reyndi að fá hernað- araðstoð úr vestri en var neitað um hana nema hann sameinaði rétttrúnaðarkirkjuna hinni kaþ- ólsku. Hann féllst á það en þegn- ar hans komu enn í veg fyrir sam- einingu og þegar Mehmed settist um borgina í apríl 1453 var að- eins um 7.000 manna lið til varn- ar. Mehmed hafði hins vegar um 85.000 manna lið og mun stærri og fullkomnari fallbyssur. Meh- med bauð Konstantín að yfirgefa borgina og gerast aftur hæstráð- andi á Pelópsskaga en hann kaus að verjast fram í rauðan dauðann. Þrátt fyrir liðsmuninn héldu Býs- ansmenn velli þar til 29. maí þeg- ar Mehmed sendi allt sitt lið til að ráðast yfir múra borgarinnar og varnirnar brustu að lokum. Kon- stantín mun hafa sagt harmi lost- inn er honum var ljóst að menn Mehmeds væru komnir yfir múr- ana: „Borgin er fallin en ég er enn á lífi!“ Og kastaði sér síðan út í loka- bardagann og féll þar, sem þótti hetjulegur dauði fyrir síðasta Býs- anskeisarann. Þótt Býsansríkið hafi á dögum Konstantíns aðeins náð yfir Kon- stantínópel og hluta Pelópsskaga þótti táknræn merking þess mik- il að hin forna kristna höfuðborg (og arftaki Rómaveldis) skyldi fallin í hendur múslima. Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Féll í lokabardaganum Konstantín 11. Palaeologos var síðasti konungur Býsansríkisins og féll í lokabardaganum um ríkið. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC TRANS- TAFI 899krónur Aðeins www.kfc.is           20-40% Afsláttur af stangaveiðivörum aðeins í nokkura daga Gerðu frábær kaup! ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Sérverslun veiðimannsins - Laugarveg 178 - Sími: 551 6770 - www.vesturrost.is Stangaveiðivörur Vesturröst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.