Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 24
Dýr hroki Íslendingar eru uppfullir af þjóð-rembu og hroka án þess að eiga mikið inni fyrir slíkum löstum, enda þarf fólk ekki að vera lang- skólagengið í sálarfræðum til þess að átta sig á að rót þessa liggur í bullandi minnimáttarkennd. Mislukkuðum ves- alingum, sem eru dæmdir til þess að vera alla tíð minnipokamenn á heims- mælikvarða, hættir því miður til að upphefja sig og gera meira úr hæfileik- um sínum og getu en efni standa til. Nýjasta og nærtækasta dæmið er vitaskuld íslenska útrásin en sú glæsta sigurganga of-urgreindra og fram úr hófi áhættusækinna íslenskra viðskipta- vitringa leiddi til þess eins að þjóðin berst nú í hyldjúpum hægðum fyrir lífi sínu og framtíð. Löngu áður en Íslendingar sjálfir rumskuðu af góðær-isdraumnum og áttuðu sig á því að þeir væru gjald- þrota aumingjar höfðu útlendingar reynt að hnippa góðlátlega í okkur og benda á að víkingarnir okkar væru ekki snillingar heldur í besta falli firr- tir fábjánar. Að sjálfsögðu skelltum við skollaeyrum við þessu leiðinda- nöldri í öfundsjúkum og heimskum útlendingum sem gátu ekki unað lítilli smáþjóð lengst norður í ballarhafi að vera mesta, besta, ríkasta, klárasta og stórasta fólk í heimi. Landsforeldrarnir okkar brugð-ust hinir verstu við og gerðu sitt til þess að fullvissa bæði sauðsvartan almúgan á Ís- landi og heimsbyggðina alla um að Íslendingar væru í alvörunni svona geðveikt klárir og flinkir í fjármálum. Ingibjörg Sólrun lýsti því ákveðin yfir að hér væri barasta alls engin kreppa rétt áður en hún skall á með slíkum ósköpum að annað eins hefur ekki sést. Forsætisráðherrann Geir Haarde gekk enn vaskar fram en Ingibjörg Sólrún og lagðist í heimsreisu til þess að útskýra fyrir útlendum sérfræðing- um hversu allt væri nú í miklu lukk- unnar velstandi í íslensku bönkunum. Menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín, lét ekki heldur sitt eftir liggja og mælti eindregið með því að danskur sérfræðingur sem nánast spáði fyrir um íslenska hrunið upp á dag færi í endurmenntun. Hag- fræðitaktar og Excel-snilli Íslendinga væri svo þróuð að hann væri bara ekk- ert að fatta hina tæru snilld. Afleiðingar íslenska hrok-ans koma nú niður á hverju mannsbarni á Íslandi, líka þeim ófæddu, en samt virð- ast íslenskir stjórnmálamenn ekki hafa lært hætishót af hörmungunum. Útlendingar hafa nefnilega enn áhuga á íslenskum efnahagsmálum og hafa enn ekki gefist upp á því ýmist að benda á veikleika okkar eða gefa ráð. Þessu er að sjálfsögðu frekar illa tekið þar sem Íslendingar þykjast þrátt fyrir allt enn nógu klárir til þess að vita allt best sjálfir. OECD hefur eina ferðina enn leyft sér að hafa skoðan-ir á Íslandi og mælir með óvinsælum niðurskurði í viðkvæmum málaflokkum, inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Þessi boðskapur þykir svo ruddaleg- ur að svarnir pólitískir andstæðing- ar, Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra og Björn Bjarnason, ekki lengur ráðherra, geta sameinast um að froðufella yfir afskiptasemi OECD. Ögmundur talar um met í yfirlæti og Björn er sármóðgaður yfir þessum afskiptum einhverra útlendinga af ís- lenskum stjórnmálum. Sjálfsagt getur þjóð smásála greint hroka í sinn garð í skýrslu OECD en Ögmundur gleymir hins vegar óslegnu meti Íslendinga í hroka þegar hann neitar að taka umvandanir út- lendinga til athugunar. Höldum bara áfram að loka eyrunum fyrir áliti útlend- inga og höldum áfram að fara okkar leiðir. Það hefur gefist svo assgoti vel hingað til. Sandkorn n Staða Kristjáns Möller sam- gönguráðherra er sú að hann er talinn fyrstur á lista þeirra sem skipt verður út úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það gæti orðið um áramót ef stjórn- in lifir. En það er ljós við enda ganganna í pólitísku lífi Kristjáns. Á næstu mán- uðum þarf að klippa á nokkra borða vegna stórverkefna Vega- gerðarinnar. Mjóafjarðarbrú í Ísafjarðardjúpi var vígð í gær og Kristján með skærin. Þá er fram undan að opna Héðinsfjarðar- göng og nýjan veg um Trölla- tunguheiði. Ráðherrann mun örugglega gæta þess að verða í sviðsljósinu til að styrkja sig. n Framsóknarflokkurinn und- ir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki á flugi þessa dagana þrátt fyrir Icesave og annan ófögnuð. Kannan- ir sýna að flokkurinn er á þessum átakatímum að missa fylgi. Þannig mældi Capac- ent hann tveimur prósentustigum minni nú. Þetta veikir mjög stöðu Sigmundar Davíðs sem hefur verið grimm- ur og jafnvel illyrtur í umræðum um skuldaklafa Icesave. n Fylgisleysi Framsóknarflokks- ins heldur ekki vöku fyrir öll- um í þingflokknum. Þannig er hermt að Siv Friðleifsdóttir brosi í kampinn en hún hef- ur ekki verið sérlega hliðholl formanni sínum. Þá þykjast menn merkja gleðiblik í augum Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns sem fullvíst er að stefni á formennsku. Guð- mundur hefur verið að sanna sig í þinginu sem leiðtogaefni. Fari svo verður hann þriðji ættliður sem velst til forystu í Framsókn. Afi hans, Hermann Jónasson, var lengi forsætisráð- herra flokksins og Steingrímur faðir hans var formaður flokks- ins og forsætisráðherra n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylk- ingar, er nú óðum að ná fullum styrk eftir erfið veikindi. Pólitísk staða hennar er engin en hún er samt sögð vera reiðubú- in til allra góða hluta. Vandinn er sá að hún og Jóhanna Sigurðar- dóttir for- sætisráð- herra eru ekki í neinu sérstöku sambandi. Helstu stuðningsmenn Ingibjargar Sól- rúnar vilja að hún fái sæti í rík- isstjórn sem utanþingsráðherra. Sjálf mun hún vera jákvæð á slíka lausn en aðrir eru efins. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Fávitastofn- un frjálshyggj- unnar.“ n Jónas Kristjánsson um OECD og ummæli þeirra úr skýrslu frá árinu 2006 þar sem íslensku bankarnir eru sagðir sterkir og ættu að þola stór högg. - jonas.is „Fólk verður hraustara í fjárhagslegum niður- sveiflum.“ n Christopher J. Ruhm, hagfræðiprófessor hjá háskólanum í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum, sem hefur í tíu ár rannsakað áhrif kreppu á heilsufar fólks. Það sé líklegra til að borða hollari mat og hreyfa sig meira. - DV.is „Ef ég ætti peninga myndi ég kaupa hann aftur.“ n Bubbi Morthens um samning sinn við Sjóvá og Íslandsbanka þar sem hann afsalaði sér rétti á stefgjöldum í þó nokkur ár. - Fréttablaðið. „Á Íslandi urðu bankakreppa, skuldakreppa, gjaldeyris- kreppa og ríkis- fjármálakreppa samtím- is.“ n Svein Harald Øygard, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Íslands um hálfs árs skeið, um sérstöðu íslensku kreppunnar. - mbl.is Davíðsæskan Leiðari Meðlimir í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, minna á ungu kommúnistana sem komu til varnar Sovétríkj- unum, hinu stökkbreytta afkvæmi hugsjóna þeirra. Í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér við kjör nýs formanns halda Heimdellingar því rakalaust fram að efnahagshrunið eigi „upp- runa sinn í opinberum afskiptum af frjálsum markaði“. Hugsjónin um frjálsan og óheftan mark- að er í grófum dráttum praktísk, en hún er að hluta til ósamrýmanleg frelsi einstaklings- ins, sem Heimdallur gefur sig út fyrir að verja. Við erum nú í þeirri stöðu að bankar hafa nýtt frelsi sitt til að hneppa heila kynslóð þjóðar- innar í ánauð. Frelsi bankanna er okkar helsi. Heimdallur gerir út á að vera „framvörður í hugsjónabaráttu fyrir frelsi einstaklingsins“, ekki ólíkt fullorðinsdeild Sjálfstæðisflokksins áður en hún stýrði einstaklingunum í núver- andi stöðu. Heimdallur eftir hrun kemur fram eins og áróðursmaskína sem vill forrita frjálsa einstaklinga til að gleyma orsökum ófara þeirra. Heimdellingar tala niður til fólks með yfirlætisfullum áróðri um að mesta hættan nú sé að það sé ver- ið að „hræða íslensku þjóðina“ með svartsýnistali. Frjálsir einstaklingar eru hins vegar fullfærir um að móta sínar eigin skoðanir með gagnrýnni hugsun. Hugmyndir Heimdellinga um mötun einstaklinganna eru árás á trúna á hinn frjálsa og upp- lýsta mann. Í þeim felst vantrú á getu einstaklinga til að hugsa sjálf- stætt. Það er kannski í þeirri vantrú sem ungir og gamlir sjálfstæðismenn endur- taka sömu blekkinguna um að þeir verji frelsi einstaklinganna. Það er rétt að opinber afskipti ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde höfðu hörmulegar afleiðingar, til dæmis eiginleg ríkisábyrgð þeirra á bönkunum, en afskipta- leysi þeirra var verra. Vandinn nú er fyrst og fremst að þeir veittu bönkunum of mikið frelsi á kostnað almennings og bjuggu þannig um hnútana að fall þeirra yrði axlað af einstakl- ingunum. Niðurstaðan blasir við: Frelsi bankanna rústaði frelsi ein- staklinganna. Við þurfum því að tryggja frelsi einstaklingsins með því að setja bönkum hömlur. Það þarf að tak- marka frelsi fjármagnseigenda til að hneppa frjálsa einstaklinga í skuldaánauð. Það þarf að beita inn- gripi ríkisins til að stöðva arðrán auðmanna á einkafyrirtækjum. Það þarf að afnema frelsi bankanna til að hækka lánin okkar sem og frelsi bankanna til að svipta okkur aleigunni fyrir það eitt að fjárfesta í heimili. Allt eru þetta op- inber afskipti af frjálsum markaði til að endur- heimta frelsi einstaklinga. Heimdalli virðist hafa mistekist að læra af hruninu og gerast marktækur málsvari fyr- ir frelsi einstaklingsins. Viðvarandi firring ungra sjálfstæðismanna undirstrikar þörfina fyrir nýtt stjórnmálaafl sem setur frelsi ein- staklingsins í forgang, ólíkt Heimdalli og rík- isstjórninni. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Niðurstaðan blasir við: Frelsi bankanna rústaði frelsi einstaklinganna. bókStafLega Safna liði og gráta Það tók helmingaskiptaklíkuna 18 ár að eyðileggja íslenskt samfélag og núna eru útsendarar þeirrar ámát- legu klíku vælandi einsog hland- brenndir hvítvoðungar – grenjandi og heimtandi það að öllu verði ég kippt í lag á korteri. Rétt er það, að við áttum ekki öll sama þátt í því að setja samfélagið á hliðina. Einkum voru það gráðugir einstaklingar sem tóku höndum saman, drógu til sín allt það fé sem hægt var að draga í dilka og með aðstoð ofjarla í ríkisbubbastétt náðu þeir að traðka svo gjörsamlega á þjóðinni að hún virðist ekki ætla að ná að rétta úr kryppunni. Satt er það, að óviðfelldinn skari fékk hér óáreitt- ur að laga löggjöf að kröfum sínum og satt er það að klíka helmingaskipt- anna bjó svo um hnúta að þegnarn- ir með lægstu launin máttu þola þá mestu skattpíningu sem á herðar hef- ur verið lögð á Íslandi. Þetta gerðist á meðan illmenni auðhyggju fengu að örtotta okkar ágæta ríkisspena. Í dag dingla menn sér dólgslega og draga upp allt svartagallsraus sem hægt er að leiða fram í dagsljós. Við sjáum menn skríða fram úr svarthol- um siðblindunnar og skúmaskot- um skaðvaldanna. Nú mótmæla þeir hæst sem helst skildu skammast sín og fela sig í bljúgri blygðun. Samfélag okkar verður ekki reist við á þessu ári, ekki á því næsta og ekki á því þarnæsta. Það mun taka nokkur ár að koma hér öllu í það horf sem var áður en góðærisgrýlan gerði menn óða af græðgi. Sá höggstað- ur sem helstur er fundinn á þeirri ríkisstjórn, sem núna er að reyna að lagfæra það allt sem úr skorðum fór, er skuldabaggi heimilanna. Og þar á bæ er fólk að reyna sitt besta. Allt skal gert svo halda megi þjóðfélaginu gangandi. Það er einkum tvennt sem þarf að gera hér á landi: Við þurfum að refsa þeim sem sviku þjóðina og við þurf- um að hjálpa þeim sem sviknir voru. Við eigum ekki eitt einasta augna- blik að trúa þeim röddum sem segja að engum beri að refsa – vegna þess að þetta sé okkur öllum að kenna. Okkur ber að refsa þeim sem fóru illa með þessa yndislegu þjóð. Og okkur ber að hafa það hugfast að það fólk sem núna er við stjórnvölinn er að reyna að bæta skaðann með öllum tiltækum ráðum. Átján ára markviss eyðilegging verður ekki bætt á örfá- um mánuðum Fylgjum þeim sem gera sitt besta en fordæma þá sem halda því fram, að eigi beri að hefna Björns bónda – heldur safna liði og gráta. Þótt lifi menn á landi hér sem lítið hafa að segja þá hefur enginn hugsað sér að halda kjafti og þegja. kristján hreinsson skáld skrifar „Við sjáum menn skríða fram úr svartholum siðblindunnar og skúmaskotum skaðvaldanna.“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði 24 föstudagur 4. september 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.