Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 12
12 föstudagur 4. september 2009 fréttir HEIMSKORT m. myndatexta(BÚIN AÐ BIÐJA UMBROTSSTRÁKANA UM ÞAÐ) hells angels.jpg Alþjóðleg glæpasamtök Ríkislögreglustjóri skilgreinir Vítisengla sem alþjóðleg glæpasamtök. Ljósmynd: Getty Images Lilja Katrín Gunnarsdóttir „ÞETTA ERU EKKI SKÁTARNIR“ „Meðlimir Vítisengla vinna skítverk- in oftast ekki sjálfir. Þeir sem fremja fyrir þá glæpi, til dæmis morð, sitja inni og á meðan er hugsað um fjöl- skyldu þeirra. Þetta eru ekki skát- arnir,“ segir íslenskur maður sem var meðlimur skandinavísks klúbbs sem sóttist eftir inngöngu í Hells Angels. Eftir nokkur ár í klúbbnum hætti hann því hann kærði sig ekki um það sem hann sá. Þá var klúbburinn einu skrefi frá því að öðlast þá stöðu sem klúbburinn sem áður hét Fáfnir MC hefur í dag. Útibú glæpasamtaka á Íslandi „Ég hataði undirlægjuhátt klúbbs míns gagnvart Hells Angels og hversu langt þeir voru tilbúnir að ganga til að öðlast þessa vafasömu viðurkenningu. Ég hataði það að maður átti að vera reiðubúinn að gera hvað sem er, hvenær sem er og hvernig sem er til að komast í þessa dásemdarstöðu,“ segir maðurinn sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann segir að allt neikvætt sem sagt er um Vítisengla í fjölmiðlum sé satt. Enn fremur segir hann að ef Hells Angels nái fótfestu á Íslandi fylgi al- varlegir glæpir í kjölfarið. „Það eru framdir glæpir innan samtakanna, til dæmis sala á eitur- lyfjum. Að fá Hells Angels hingað til Íslands er eins og að fá Glæpir hf. út- gáfuna af MacDonalds, bara miklu alvarlegra. Ef ekkert gerist sem gerir það að verkum að Fáfnir missir virð- inguna sem hann er búinn að vinna sér inn þá eru þeir komnir til að vera. Þá er komið útibú glæpasam- taka á Íslandi. Að þetta séu mið- aldra karlar sem elski mótorhjól er bara þvæla. Sums staðar á Norður- löndunum þora þeir varla að fara út að keyra því þá er skotið á þá. Dulúð hvílir yfir samtökunum og er ímynd þeirra byggð á sögusögnum og ógn í bland við rómantík. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki eitthvað sem þú vilt hafa í næsta húsi.“ Skósveinar vinna skítverkin Þessi fyrrverandi meðlimur segir að reynslan sýni að hættulegt sé að abbast upp á Vítisengla á Norður- löndunum. „Í Svíþjóð til dæmis er sérstök deild lögreglumanna sem eltist við þá. Þeir eru með grímu fyrir andlit- inu svo þeir þekkist ekki. Ef meðlim- ir Hells Angels vissu af einhverjum lögreglumanni sem var á eftir þeim þá var konunni hans allt í einu veitt eftirför. Dómari sem dæmdi í mál- um Hells Angels fékk eitt sinn hand- sprengju inn um gluggann. Þeir láta skósveina vinna skítverkin og þetta er allt skipulagt í þaula. Þeir eru alls ekki vitlausir. Þeir nærast á því sem er á svörtu svæði og eru sjálfir á því gráa.“ Hann segir erfitt að útskýra and- ann í klúbbnum. „Allir í klúbbnum eru ekki endi- lega slæmir. Þetta er bræðralag sem er heimili og öryggi fyrir þá sem finna sig ekki í samfélaginu sjálfu og fyrir þá sem eru hinum megin við samfélagið og fremja glæpi.“ Toppurinn er morð Í samtali við DV í fyrra sagði Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lög- reglustjóri á Suðurnesjum, að reglan hjá Vítisenglum væri sú að ef menn vildu klifra upp metorðastigann þyrftu þeir að fremja alvarlega glæpi. Toppnum væri náð með morði. Fyrrverandi meðlimur vélhjóla- klúbbsins sem DV talaði við segir það svo sannarlega satt að klúbbar þurfi að vinna sig upp metorðastigann með einhvers konar glæpum til að fá inngöngu í Hells Angels-samtökin. Blóðugt stríð Vítisenglarnir urðu fyrst alræmdir á Norðurlöndum eftir að þeir háðu blóðugt stríð við Banditos en bæði gengin eru skilgreind sem glæpa- samtök. Ástæðan fyrir átökunum var barátta um fíkniefnamarkaðinn í Danmörku. Ellefu manns fórust í stríðinu en meðal annars áttu þeir í skotbardögum á götum úti fyrir utan Kastrup, alþjóðaflugvöll Danmerk- ur. Stríðið náði hámarki þegar liðs- maður Banditos skaut flugskeyti inn í félagsheimili englanna við Nörre- bro í Danmörku. Mildi var að enginn lést en árásin var tákn um alvarleika stríðsins. Gengin voru vel vopnuð og tilbúin að skaða hvort annað með öllum tiltækum ráðum. Að lokum eiga Vítisenglarnir að hafa myrt leiðtoga Banditos og þar með lauk stríðinu. Samfélagsógn Samkvæmt embætti ríkislögreglu- stjóra getur klúbburinn sem áður hét Fáfnir MC sótt um fulla aðild að Vítisenglum á seinni hluta næsta árs. Embættið telur nauðsynlegt að breyta lögum til að banna slík sam- tök þar sem klúbbar eins og Vítis- englar eru skilgreindir sem ógn við samfélagið. Meðlimir Fáfnir buðu Hells Angels tvisvar í heimsókn hingað til lands. Í bæði skiptin var englun- um vísað úr landi. Upphaflega var það árið 2002 en meðal þeirra sem reyndu að koma til landsins þá voru menn sem höfðu hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, fíkniefnasmygl og hvers konar of- beldisbrot. Sama ár og þeim var vísað úr landi barst starfsfólki ís- lenska sendiráðsins í Kaupmanna- höfn líflátshótun frá samtökum Vítisenglanna í Danmörku. Sú hót- un var tekin alvarlega, enda höfðu ellefu manns fallið í gengjastríði á milli Vítisenglanna og Banditos tíu árum áður. Árið 2007 sóttist Fáfnir eftir bræðralagi englanna en aftur snéri lögreglan á Suðurnesjum þeim heim. Þá var tilefnið afmæli Fáfnis. Vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC hefur verið lagður niður og hefur stöðu væntanlegra félaga í samtökunum Vítisenglum. Klúbburinn getur sótt um fulla aðild á seinni hluta næsta árs. Á Norðurlöndunum hafa man- sal, morð, mannrán og alvarlegir glæpir tengdir ofbeldi og fíkniefnum tengst Vítisenglum um árabil. DV talaði við íslenskan mann sem var meðlimur í skandinavískum klúbbi sem vildi verða meðlimur Hells Angels. Hann segir allt satt sem sagt sé í fjölmiðlum - að klúbbnum fylgi alvarlegir glæpir og koma þeirra til Íslands sé grafalvarlegt mál. Vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC hefur verið lagður niður og hefur stöðu væntanlegra félaga í samtökunum Vítisenglum. Á Norðurlöndum hafa mansal, morð, mannrán og alvarlegir glæp- ir tengdir ofbeldi og fíkniefnum tengst Vítisenglum um árabil. DV talaði við íslenskan mann sem var meðlimur í skandinavísk- um klúbbi sem vildi verða meðlimur Hells Angels. Hann segir allt satt sem sagt sé í fjölmiðlum – að klúbbnum fylgi alvarlegir glæpir og koma Vítisengla til Íslands sé grafalvarlegt mál. LiLja KaTrÍn GunnarSdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is GrÍðarLeG ÚTBreiðSLa Hells Angels-samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1948. Á heimasíðu samtakanna sést hvar þau hafa náð fótfestu og á kortinu eru þau lönd merkt með rauðu. Á heimasíðunni kemur einnig fram að væntanlegir félagar séu á Íslandi. Pólland hefur stöðu prospects sem þýðir að verið er að meta hvort þeir geti öðlast stöðu væntanlegra félaga. Danski þingmaðurinn Michael aastrup jensen hefur barist gegn tilvist Hells Angels í Danmörku: Harðsvíraðir glæpamenn og hrottar „Það er sorglegt að blaðamenn gleyma oft hvers konar hópur Hells Angels er. Þetta er hópur harðsvír- aðra glæpamanna sem sýna for- dæmislausan hrottaskap og eru á bak við stóran hluta glæpa í Dan- mörku,“ segir Michael Aastrup Jensen, fyrrverandi bæjarstjóri í Randers í Danmörku og þingmað- ur vinstrimanna. Hann hefur verið ötull í baráttunni gegn Vítisenglum í Danmörku og leynir ekki skoðun- um sínum á samtökunum. „Þegar ég var bæjarstjóri í Randers sá ég hvernig Hells Ang- els-meðlimir innlimuðu mjög ungt fólk, oft krakka undir lögaldri, til að vinna skítverkin. Þegar við hjá bæj- aryfirvöldum reyndum að grípa inn í reyndu þeir að heilla bæjarbúa með pulsupartíum og hoppuköst- ulum,“ segir Jensen. Honum blöskra ummæli sem talsmaður Hells Ang- els í Danmörku, Jørn „Jønke“ Niel- sen, hefur látið hafa eftir sér í fjöl- miðlum. „Stutt er síðan hann [„Jønke“] reyndi að segja okkur að Hells Ang- els tæki þátt í gengjastríðunum til að ala upp unga meðlimi í innflytj- endagengjum. Sjaldan hef ég heyrt eins mikla þvælu. Án efa hafa ung- ir glæpamenn aldrei lært neitt um góða hegðun en aðgerðir Hells Angels koma uppeldi ekkert við og að samtökin reyni að telja okkur trú um að aðgerðir þeirra geri eitthvað gott væri aðhlátursefni ef ástandið væri ekki svona alvarlegt. Meðlim- ir Hells Angels eru í raun bara sam- ansafn fólks sem hefur ekki getað fundið sér löglega atvinnu. Í staðinn fara þeir í gegnum lífið með því að blása upp egóin með stórum mót- orhjólum, peningum og grimmd,“ segir Jensen. Hann vísar í skýrslu lögreglunnar sem sýnir að meðlim- ir Hells Angels bera ábyrgð á fjöl- mörgum glæpum ár hvert. Þar sést bersýnilega að meðlimir klúbbsins eru ekki bara venjulegir fjölskyldu- menn með áhuga á mótorhjólum eins og Vítisenglar halda oft fram. „Hells Angels og stuðningshóp- ar þeirra eru ekki saumaklúbb- ar eins og sést á lögregluskýrslum. Þessir hópar voru dæmdir fyrir 225 alvarlega ofbeldis- og fíkniefna- glæpi árið 2008. Talsmaður hóps- ins er einnig með fjölmarga ofbeld- isdóma á bakinu ásamt morðdómi. Ég skil ekki hvernig áhugi á mótor- hjólum getur orðið svo ákafur að þú þurfir að skjóta úr byssum í kring- um þig og lemja saklaust fólk.“ ekki saumaklúbbur Jensen telur ekkert gott koma frá Hells Angels. Mynd Bo aMSTrup „Þá er komið útibú glæpasamtaka á Íslandi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.