Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 4. september 2009 helgarblað Stórkostleg fyrirmynd og kvenskörungur Helgarblað DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leit að elskaðasta borgara landsins. Margir þóttu koma til greina en úrslitin eru ótvíræð. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er virtasti og dáðasti Íslendingurinn, Vigdís hlýtur hér með titilinn Elskaðasti Íslendingurinn. Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður „Ekki annað hægt en að dýrka hann og dá. Alltaf brosandi og maður hlær með smitandi hlátrinum. Hemmi kann ekki að vera leiðinlegur.“ „Einlægur og skemmtilegur. Ljúfur og jákvæður. Maður sem hefur fyrir framan alþjóð farið í hæstu hæðir og niður í svaðið.“ „Hefur komið þjóðinni til að hlæja í svo langan tíma. Skemmti- legur maður.“ „Hefur sannarlega glatt landann í gegnum árin og smitað marga af hlátri sínum.“ „Einlægur og ljúfur karl sem ekki er annað hægt en að þykja vænt um.“ „Yndislegur maður, alltaf brosandi og í góðu skapi. Held að mörgum Íslendinum þyki afar vænt um hann.“ jón „forseti“ siGurðsson „Leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni. Fæðingardagur hans og þjóðhátíð- ardagur okkar er 17. júní. Tilviljun? Held ekki.“ „Barðist fyrir sjálfstæði okkar. Snýr sér örugglega við í gröfinni núna þar sem við erum að glopra því öllu niður og auðlindir okkar komnar í gíslingu erlendra lánadrottna.“ „Elskulegasti Íslendingurinn ekki síst nú þegar sjálfstæði okkar er í húfi.“ siGurbjörn einarsson biskup „Bjó yfir einhverju sem aldrei verður lýst með orðum. Það var eins og hann stæði í helgum hjúp.“ „Vakti aðdáun og elsku fólks með visku sinni.“ „Einhver gáfaðasti maður sem Íslendingar hafa átt. Menn lögðu alltaf við hlustir þegar hann talaði. Mannvinur var hann mikill.“ björk Guðmundsdóttir sönGkona „Frumkvöðull og ótrúlegur listamaður. Brautryðjandi íslenskrar tónlistar á alþjóða- vettvangi.“ „Elskuð fyrir að vera Björk og koma okkur á kortið.“ „Frábær karakter og listamaður. Stolt okkar Ís- lendinga síðustu ár.“ laddi „Við elskum hann öll. Og við elskum alla karakterana hans. Get ekki ímyndað mér að hann og þeir pirri neinn.“ „Óskabarn þjóðarinnar sem allir elska og hafa gert í áratugi.“ pétur jóHann siGfússon Grínisti „Allir hafa gaman af Pétri. Hef aldrei heyrt neinn segja eitthvað neikvætt um hann, er viss um að Pétur er í einu af toppsætunum yfir elskuðustu Íslendingana.“ „Allir elska hann. Líklegur arftaki Ladda.“ eiður smári GuðjoHnsen knattspyrnumaður „Frábær íþróttamaður sem við getum verið ákaflega stolt af.“ „Einn af okkar gullmolum. Hefur góða nærveru sem og sterkan karekter. Og er jú frábær fótboltamaður.“ Halldór kiljan laxness nóbelsverðlaunaHafi „Sá sem kom okkur á heimskortið hvað varðar menningu og listir.“ Guðrún bjarna- dóttir feGurðardrottninG „Er og verður ógleymanleg fyrir fegurð, fágun og glæsileika. Hún er enn í huga okkar, sem eldri erum, þótt hún hafi búið erlendis í meira en 40 ár.“ ellen kristjánsdóttir sönGkona „Syngur ekki bara eins og engill, frá henni stafar ólýsanleg hlýja og æðruleysi.“ maGnús eiríksson tónlistarmaður „Með textum sínum og lögum bókstaf- lega heilar hann fólk og huggar.“ frú auður laxness „Tók á móti kónga- fólki og kotbóndum á sitt heimili í Gljúfrasteini og var eins og drottning en um leið alþýðukona.“ siGrún Hjálmtýs- dóttir sönGkona „Hæfileikarík en látlaus og elskuleg og smitar alla með gleði sinni.“ ásdís Halla braGadóttir fyrrverandi bæjar- stjóri „Annarri eins manngæsku hef ég aldrei kynnst. Gleðigjafi aldarinnar. Vinnur á bak við tjöldin að hjálpa. Alla daga.“ albert Guðmundsson alþinGismaður „Vinur litla mannsins, var bóngóður. Gaf sér tíma til að hjálpa. Af slíku stórmenni hafa ekki farið sögur síðan enda virðast þetta ekki vera stórmenni sem sitja í embættum um þessar mundir.“ ómar raGnarson „Kannski ögn umdeildari í seinni tíð en engu að síður dáður og elskaður af öllum.“ örn árna- son leikari „Alltaf með bros á vör og kappkostar að koma brosi á varir allra annarra líka. Hlýr og geðþekkur, fyndinn og góður maður.“ viljálmur viljámsson sönGvari „Skildi eftir sig svo falleg lög sem við og barnabörn okkar munum eflaust syngja áfram.“ Gerður G. bjarklind útvarpskona „Þessi þýða rödd sem hefur fært landsmönnum kærar kveðjur í áratugi fær mann nánast til að tárast. Manni dettur bara eitthvað fallegt og gott í hug.“ ólafur stefáns- son Handboltamaður „Fullkominn maður. Heilbrigður, gáfaður, skemmtilegur, skynsamur. Hann átti svo stóran þátt í silfrinu góða og ég elska hann.“ simmi oG jói skemmtikraftar „Jákvæðir og skemmtilegir, fyndnir á ljúfan og góðan hátt og hafa sérlega mikla útgeislun.“ páll óskar Hjálm- týsson sönGvari „Skemmtilegur, fyndinn, fallegur og orðheppinn. Engir skandalar eða nein asnalegheit á ferlinum. Var enn í mennta- skóla þegar hann sagði frá því í Tímanum að hann væri samkynhneigður. Hefur alltaf staðið með sjálfum sér.“ tHelma ásdísardóttir „Sagði frá kynferðisofbeldinu sem hún og systur hennar þurftu að líða í æsku af hendi föður þeirra og fjölda annarra karlmanna. Ótrúleg kona. Mögnuð fyrirmynd.“ jónas HallGríms- son ljóðskáld „Við sem þjóð elskum skáldskapinn hans.“ kristján eldjárn forseti „Það litu allir upp til hans og dáðu hann sem forseta. Hann hafði hvort tveggja, virðulega framkomu og húmor.“ mattHías jocHumsson skáld „Elskaður fyrir þjóðsönginn og ótrúlega fallegan skáldskap. Einstakur karakter.“ björGólfur Guðmundsson atHafnamaður „Sérstaklega þegar hann átti peninga og núna vorkenna honum allir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.