Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 4. september 2009 fréttir
Í frægri bók sinni „The Shock Doct-
rine“ ritar bandaríski höfundurinn
Naomi Klein um hamfarakapítalisma
og kreddur nýfrjálshyggjunnar. Kenn-
ing hennar er sú að í nafni Chicago-
skóla frjálshyggjunnar og Washing-
tonsamkomulagsins svonefnda hafi
bandarísk stjórnvöld haldið stefnu
sinni að þjóðum veraldar með góðu
og illu undanfarin 30 til 40 ár. Menn
hafi tekið eftir því að auðveldast sé að
bylta hagkerfum þjóða með leiftur-
sókn, einkavæða og skera niður rík-
isumsvif með „sjokkaðferðum“. Slíkt
er að mati Klein unnt að gera í kjölfar
kreppu, styrjalda og síðast en ekki síst
náttúruhamfara. Hún tekur dæmi af
fellibyljum, flóðum og jarðskjálftum á
síðari árum, meðal annars í New Or-
leans, á Sri Lanka og í Taílandi máli
sínu til stuðnings.
Klein gagnrýnir Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn harðlega og tilraunir hans
til að fá ríki víða um heim til þess að
lúta einkavæðingarstefnunni, nið-
urskurði ríkisútgjalda og skattalækk-
unum. Bandaríski hagfræðingurinn
Joseph Stiglitz hefur einnig gagnrýnt
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á svipuðum
forsendum. Stiglitz er væntanlegur
hingað til lands um helgina og tekur
meðal annars þátt í pallborðsumræð-
um í Háskóla Íslands á mánudag.
AGS krefst hlýðni
Stiglitz hlaut nóbelsverðlaun í hag-
fræði árið 2001. Árum saman var hann
einn helsti efnahagsráðgjafi Bills Clin-
ton forseta Bandaríkjanna og síðar
aðalhagfræðingur Alþjóðabankans.
Árið 2002 kom út bók eftir hann
sem ber titilinn „Undir oki hnattvæð-
ingarinnar“. Í formála þeirrar bókar
segir hann að veran í Alþjóðabankan-
um, Hvíta húsinu, ráðgjafastörfin og
afskiptin af alþjóðastjórnmálum hafi
haft djúpstæð áhrif á sig. „Á ferli mín-
um í Hvíta húsinu og hjá Alþjóðabank-
anum komst ég að því að ákvarðan-
ir voru því miður teknar á pólitískum
eða hugmyndafræðilegum grund-
velli. Allt of oft var gripið til rangra að-
gerða sem voru ekki til þess fallnar að
leysa fyrirliggjandi vanda. Aðgerðirn-
ar þjónuðu fyrst og fremst hagsmun-
um og kenningum þeirra sem fóru
með völdin.“ Í raun var það áfall fyrir
Stiglitz hversu illa hagfræðingar stóðu
í lappirnar gagnvart valdhöfum og
skoðunum þeirra. Hann segir þá falla
allt of oft í þá gryfju að sveigja gögn sín
og vísindalegar niðurstöður að vilja og
hugmyndum valdhafanna.
Það vakti mjög mikla athygli þegar
svo hátt settur maður innan Alþjóða-
bankans sem Stiglitz setti í byrjun ald-
arinnar fram gagnrýni sína á bankann
og ekki síður Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn: „Aldrei sá ég áætlanir eða spár um
hvaða áhrif aðgerðir Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins hefðu á fátækt í þeim lönd-
um sem hann kom nálægt... Aldrei var
leitað valkosta eða álits annarra... Ekk-
ert pláss var fyrir opna og hreinskilna
umræðu. Hugmyndafræði réð ferð-
inni og þjóðum heims var fortakslaust
ætlað að fylgja viðmiðum sjóðsins og
án nokkurrar umræðu... Mér var öll-
um lokið, ekki aðeins vegna þess að
aðgerðir sjóðsins skiluðu engum ár-
angri heldur voru þær einnig ólýð-
ræðislegar. Í einkalífinu mundum við
aldrei fylgja einhverjum hugmyndum
í blindni án þess að leita annarra val-
kosta.“
Oftast kemur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn þá fyrst til skjalanna þegar
alvarleg efnahagskreppa steðjar að líkt
og gerðist hér á landi í kjölfar banka-
hrunsins fyrir 11 mánuðum. Stiglitz
kveðst í bók sinni oftar en ekki hafa
orðið vitni að því að úrræði og leiðsögn
sjóðsins hafi við slíkar kringumstæður
verið sem olía á eld. Aðgerðir hans hafi
valdið auknum óstöðugleika, uppþot-
um og hungri. Viðbrögðin hafi verið á
þá leið að þetta væru bara vaxtarverkir
þjóða sem þyrftu að markaðsvæðast.
Hamfarakapítalismi
Vert er að rekja eitt af dæmum Naomi
Klein í bókinni „Shock Doctrine“. Eft-
ir fall aðskilnaðarstefnu minnihluta
hvítra í Suður-Afríku tók Afríska þjóð-
arráðið (ANC) við valdataumunum
1994 undir forystu Nelsons Mandela
og síðar Mbekis. „Við náðum ríkinu,
en hvar eru völdin?“ var haft á orði
þegar ANC tókst í engu að framfylgja
frelsisskrá sinni, slík voru skilyrði Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki reynd-
ist unnt að útdeila landi til fátækra
til að erja því búið var að verja eign-
arrétt þeirra sem sölsað höfðu land-
ið undir sig í stjórnarskrá. Ekki var
hægt að fjölga störfum því ekki mátti
niðurgreiða störf til dæmis í bílaverk-
smiðjum. Ekki mátti dreifa lyfjum
gegn eyðni endurgjaldslaust vegna
þess að það stríddi gegn samþykktum
WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunarinn-
ar. Ekki var hægt að reisa hús fyrir fá-
tæka blökkumenn eða leggja rafmagn
því það ógnaði greiðslugetu ríkissjóðs
Suður-Afríku samkvæmt skilgrein-
ingum AGS. Frekari seðlaprentun
var ekki um að ræða því henni réðu
forkólfar gömlu kynþáttaaðskilnað-
arstefnunnar í seðlabanka landsins.
Ekki mátti setja reglur til þess að verja
gjaldmiðil landsins gegn spákaup-
mennsku því það var talið ógna end-
urgreiðslum á 850 milljóna dollara
láni úr sjóðum AGS. Ekki mátti setja
lög um lágmarkslaun því það stríddi
gegn skilyrðum sjóðsins. „Hlekkirn-
ir voru teknir af hálsi okkar en settir á
ökklana í staðinn,“ segir einn viðmæl-
enda Naomi Klein í umræddri bók.
Í boði AGS
Niðurstaðan af skilyrðum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í Suður-Afríku varð
sú að þeim sem höfðu aðeins einn
dollar á dag til framfærslu fjölgaði
úr 2 í 4 milljónir árið 2006. Frá árinu
1991 til ársins 2002 jókst atvinnuleysi
í landinu úr 23 prósentum í 48 pró-
sent. Af 35 milljónum blakkra manna
eru aðeins 5 þúsund með meira en
60 þúsund dollara í árstekjur. Afríska
þjóðarráðið hefur gengist fyrir því að
byggja um 1,8 milljónir nýrra heim-
ila. Á sama tíma hafa 2 milljónir misst
heimili sín. Nú búa um 25 prósent
íbúanna í hreysum í fátækrahverfum
borganna í Suður-Afríku. Mörg þeirra
eru án rennandi vatns og rafmagns.
Naomi Klein er sannfærð um að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beri hér
mikla sök. Dæmi Klein frá Suður-
Afríku er aðeins eitt margra um það
sem hún kallar hamfarakapítalisma á
snærum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Merkileg úttekt frá 2001
Aftur að Joseph Stiglitz. Árið 2000
samdi Seðlabanki Íslands við hann
um gerð úttektar á ýmsum þáttum
varðandi fjármálalegan stöðugleika
og skilaði hann skýrslu árið 2001. Ól-
afur Ísleifsson hagfræðingur og lekt-
or hjá Háskólanum í Reykjavík minn-
ist þessa og hitti raunar Stiglitz fyrir
margt löngu. „Ég þekki þessa skýrslu.
Einna minnisstæðast úr henni er
ábendingar Stiglitz um að íslensk
stjórnvöld yrðu að setja upp eins kon-
Joseph Stiglitz hefur gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að fylgja pólitískri afstöðu valdahafanna í
sjóðnum frekar en hagfræðilegum rökum. Stiglitz, sem kemur til landsins um helgina, hlaut nóbelsverðlaun
í hagfræði árið 2001. Sama ár vann hann úttekt um fjármálastöðugleika á Íslandi og ráðlagði stjórnvöldum
og Seðlabankanum eindregið að hefta útlánavöxt og hemja ofhitnun hagkerfisins með góðu eftirliti.
Vald hagfræðinnar
eða hagfræði Valdsins
Í raun var það áfall fyrir
Stiglitz hversu illa hag-
fræðingar stóðu í lapp-
irnar gagnvart vald-
höfum og skoðunum
þeirra.
12. grein viljayfirlýsingar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
Árni Mathiesen og Davíð Oddsson undirrituðu fyrir hönd stjórnvalda og
Seðlabankans 3. nóvember 2008.
„Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera.
Samkvæmt bráðabirgðamati má ætla að vergur kostnaður ríkisins vegna innstæðu-
trygginga og endurfjármögnunar bæði viðskiptabankanna og Seðlabankans geti
numið um 80% af landsframleiðslu. Hreinn kostnaður verður eitthvað lægri að því
gefnu að fjármunir endurheimtist með sölu á eignum gömlu bankanna. Við þetta
bætist kostnaðurinn af auknum halla hins opinbera upp í 13,5% af landsframleiðslu
eins og reikna má með árið 2009 vegna samdráttar í kjölfar bankakreppunnar. Í heild
má gera ráð fyrir að vergar skuldir hins opinbera aukist úr 29% af landsframleiðslu í lok
árs 2007 í 109% af landsframleiðslu í árslok 2009. Bankakreppan mun því setja hinu
opinbera verulegar skorður og leggja auknar byrðar á almenning á næstu árum.”
JóHAnn HAukSSOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Joseph Stiglitz: „Meiriháttar kreppur, sem hafa
langvarandi áhrif á hagkerfið, eru sérstaklega tengdar
veikleikum í bankakerfinu. Þetta er ein af helstu
orsökum þess að stjórnvöld hafa mikilvægu hlutverki
að gegna varðandi eftirlit með bankakerfinu.“