Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 4
Sandkorn n Á næstunni mun koma til kasta Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra að ákveða hvort tveir háttsettir embættismenn verði endurráðnir eða hvort fimm ára reglan verði látin gilda. Georg Lárusson, forstjóri Gæslunn- ar, nálgast þau mörk en ráðning- artími hans rennur út 1. janúar 2010. Georg hefur notið náðar Sjálfstæðisflokksins en gæti lent á berangri vinstriflokkanna. Georg er raunar mágur Davíðs Oddssonar í krafti þess að kona hans er Vala Oddsdóttir. Hugs- anlegt er að Ragna muni nota tækifærið til að sameina stofn- anir og hagræða. n Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi er ævareiður eftir að Frjálslyndi flokkurinn þjóf- kenndi hann vegna þriggja milljóna króna sem flokkurinn telur sig eiga. Ólafur hefur lýst yfir því að hann muni lögsækja Ríkisútvarp- ið vegna vanvirðingar og rudda- legrar fram- komu í sinn garð. Þar vísar hann sérstaklega til frétta- stofunnar, Kastljóss og Silfurs Egils og klykkir út með að Ríkis- útvarpið sé spillingarbæli. Ekki er vitað hvort hann vísar þar til ofurlauna og bruðls Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra. n Fyrsta tölublað tímaritsins Júlíu kemur út 24. september og er efnt til forsíðusamkeppni í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn klukkan 11 af því tilefni. Þar stendur til að finna góðar fyrirmyndir ungra stúlkna og verða fimm tíu til fimmtán ára stúlkur valdar úr hópnum til að birtast á forsíðu Júlíu í vetur. Tímaritið er gefið út af Birtíngi, útgáfufélagi DV og er hugsað fyrir hressar, kát- ar og snjallar unglingsstúlkur og frekar horft til innri feg- urðar en ytri. Nokkur umræða varð um forsíðusamkeppnina í síðdegisútvarpi Rásar 2 á dög- unum þegar Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri Júlíu, og Elín Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Birtíngs, ræddu blaðið ásamt Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa. Sóley gagn- rýndi forsíðusamkeppnina í fyrstu en virtist síðan sætta sig betur við hana þegar útskýrt var fyrir henni eftir hverju væri leitað. 4 föstudagur 4. september 2009 fréttir Eftir að skemmdarverk voru unnin á glæsilegu heimili Rannveigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, í síðasta mánuði hefur hún gripið til þess ráðs að láta vakta húsið. Ómerktri Citroën-bifreið hefur verið lagt við húsið við Háhæð í Garðabæ í nokkrar vikur og þar vinna verðir á vöktum. Verðir Við heimili rannVeigar rist Í kjölfar þess að skemmdarverk voru unnin á glæsilegu heimili Rann- veigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, að Háhæð í Garðabænum hefur ómerktri Citroën-bifreið verið lagt á grasbletti við götuna. Í þessum bíl skiptast verðir á að vakta heimili for- stjórans. Það var þann 5. ágúst síð- astliðinn sem skemmdarvargar fóru í skjóli nætur og skvettu grænni máln- ingu á heimili Rannveigar að Háhæð 2 í Garðabæ og skrifuðu „Hér býr ill- virki“ og „illvirki“ utan á húsið með svartri málningu. Nú hefur Rannveig ákveðið að taka málin í sínar hendur svo atvikið endurtaki sig ekki. Heimili forstjórans vaktað Eftirlitið með heimili Rannveigar og fjölskyldu hennar hefur ekki far- ið fram hjá nágrönnum hennar í Hæðahverfinu. Íbúi í götunni sem DV ræddi við segir hins vegar að hann skipti sér ekkert af bílnum en hann hafi vissulega tekið eftir hon- um þarna og hann sæju allir sem ættu leið þarna um. Tilgangur veru hans þarna væri sömuleiðis öllum ljós. Það væri búið að vera að vinna skemmdarverk á húsum, eins og víð- ar á höfuðborgarsvæðinu, og þarna væru menn af og til sem skiptust á að vakta svæðið. Hann bætti því við að hann skildi ekkert hvað skemmdar- vargar hefðu við Rannveigu að sak- ast, hún væri að koma með gjaldeyri inn í landið sem forstjóri Alcan á Ís- landi og það væri vel. Samkvæmt heimildum DV er hús Rannveigar og fjölskyldu hennar að Háhæð 2 vaktað svo til allan sólar- hringinn og öryggisverðirnir skipta með sér vöktum. Ofsóttir auðmenn Björgólfur Thor, Bjarni Ármannsson, Birna Einarsdóttir, Hannes Smára- son, Steingrímur Wernersson og Már Sigurðsson eru meðal þeirra sem orðið hafa fyrir því undanfarn- ar vikur að málningu hefur verið skvett á heimili þeirra og eignir. Þessi skemmdarverk, sem unnin hafa ver- ið með rauðri lakkmálningu, virðast hafa beinst að útrásarvíkingum og bankastjórnendum. En forstjórar stóriðjufyrirtækja hafa ekki far- ið varhluta ósómanum heldur. Aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí síðastliðinn var grænni málningu skvett á heim- ili Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Það var síðan rúmri viku síðar, 5. ágúst, sem hús Rannveigar varð fyr- ir sambærilegri árás. Í báðum þessum til- fellum var notast við græna málningu. Ekki náðist í Rannveigu Rist við vinnslu þessarar fréttar. Á vaktinni Öryggisvörður situr í bílnum og passar að enginn fari að sinna málning- arvinnu sem ekki var beðið um. Mynd KRistinn MagnússOn Vel vöktuð glæsivilla Eins og sjá má á myndinni er lítilli, svartri Citroën-bifreið lagt við vegkant skammt frá heimili Rannveigar. Mynd KRistinn MagnússOn Ver sig frekari árásum Rannveig Rist lætur vakta heimili sitt að Háhæð í Garðabæ eftir árás skemmdarvarga. siguRðuR MiKael jónssOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Týrusporðdreki fannst í Kópavoginum eftir ferð til Suður-Frakklands: Sporðdreki elur unga á Íslandi Tveir sporðdrekar fundust nýverið í farangri íslenskra ferðalanga sem voru að koma frá Suður-Frakklandi. Annar þeirra var orðinn fullþroska og hefur síðan hann kom til landsins alið af sér hóp lifandi unga. Ungarnir voru tuttugu talsins og höfðust fyrstu vikuna við á baki móð- urinnar. Nú um mánaðamótin tóku þeir hins vegar að yfirgefa móður- ina. Sporðdrekarnir fundust innan um köngla sem ferðamennirnir höfðu með sér heim í Kópavoginn en ann- ar þeirra var nýdauður þegar þangað var komið. Ferðalangarnir fóru með sporð- drekana á Náttúrufræðistofnun Ís- lands þar sem sá eftirlifandi og ungar hans hafast nú við en mánuður er frá heimkomunni. Sporðdrekarnir voru greindir til tegundarinnar Euscorpius flavicau- dis, eða týrusporðdreka. Týrusporðdreki nær 35 til 45 millimetra lengd. Bolurinn og hal- inn er dökkur, næstum svartur, en fætur ljósari. Endaliður halans með eiturstingnum er gulleitur og dreg- ur tegundin íslenskt heiti sitt af ljós- týrunni. Tegundin lifir í Suður-Evr- ópu og á Englandi eftir að hafa borist þangað með mönnum á 19. öld. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að týrusporðdreki haldi sig þar sem rakt er og hlýtt, í skógum, görðum og skrúðgörðum. Hann er á ferli allt árið og finnst mjög gjarnan í göml- um húsum og rústum, þar sem hann heldur sig í sprungum í veggjum og öðrum fylgsnum. Hann getur náð nokkurra ára aldri. Týrusporðdreki er felugjarn og bíður bráðar í fylgsni sínu í stað þess að leita hana uppi. Hann hremmir bráðina, til dæmis skordýr, köngul- ær, gráloddur og jafnvel aðra sporð- dreka, og deyðir með gripklónum en beitir ekki eiturstingnum. Hann er talinn beita stingnum afar sjaldan og er tiltölulega meinlaus þar sem eitr- ið er vægt. Ofnæmisviðbrögð geta þó reynst hættuleg. erla@dv.is Móðir með unga Sporðdrek- inn með ungana á bakinu. Mynd eRling ólafssOn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.