Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Side 4
Sandkorn n Á næstunni mun koma til kasta Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra að ákveða hvort tveir háttsettir embættismenn verði endurráðnir eða hvort fimm ára reglan verði látin gilda. Georg Lárusson, forstjóri Gæslunn- ar, nálgast þau mörk en ráðning- artími hans rennur út 1. janúar 2010. Georg hefur notið náðar Sjálfstæðisflokksins en gæti lent á berangri vinstriflokkanna. Georg er raunar mágur Davíðs Oddssonar í krafti þess að kona hans er Vala Oddsdóttir. Hugs- anlegt er að Ragna muni nota tækifærið til að sameina stofn- anir og hagræða. n Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi er ævareiður eftir að Frjálslyndi flokkurinn þjóf- kenndi hann vegna þriggja milljóna króna sem flokkurinn telur sig eiga. Ólafur hefur lýst yfir því að hann muni lögsækja Ríkisútvarp- ið vegna vanvirðingar og rudda- legrar fram- komu í sinn garð. Þar vísar hann sérstaklega til frétta- stofunnar, Kastljóss og Silfurs Egils og klykkir út með að Ríkis- útvarpið sé spillingarbæli. Ekki er vitað hvort hann vísar þar til ofurlauna og bruðls Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra. n Fyrsta tölublað tímaritsins Júlíu kemur út 24. september og er efnt til forsíðusamkeppni í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn klukkan 11 af því tilefni. Þar stendur til að finna góðar fyrirmyndir ungra stúlkna og verða fimm tíu til fimmtán ára stúlkur valdar úr hópnum til að birtast á forsíðu Júlíu í vetur. Tímaritið er gefið út af Birtíngi, útgáfufélagi DV og er hugsað fyrir hressar, kát- ar og snjallar unglingsstúlkur og frekar horft til innri feg- urðar en ytri. Nokkur umræða varð um forsíðusamkeppnina í síðdegisútvarpi Rásar 2 á dög- unum þegar Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri Júlíu, og Elín Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Birtíngs, ræddu blaðið ásamt Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa. Sóley gagn- rýndi forsíðusamkeppnina í fyrstu en virtist síðan sætta sig betur við hana þegar útskýrt var fyrir henni eftir hverju væri leitað. 4 föstudagur 4. september 2009 fréttir Eftir að skemmdarverk voru unnin á glæsilegu heimili Rannveigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, í síðasta mánuði hefur hún gripið til þess ráðs að láta vakta húsið. Ómerktri Citroën-bifreið hefur verið lagt við húsið við Háhæð í Garðabæ í nokkrar vikur og þar vinna verðir á vöktum. Verðir Við heimili rannVeigar rist Í kjölfar þess að skemmdarverk voru unnin á glæsilegu heimili Rann- veigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, að Háhæð í Garðabænum hefur ómerktri Citroën-bifreið verið lagt á grasbletti við götuna. Í þessum bíl skiptast verðir á að vakta heimili for- stjórans. Það var þann 5. ágúst síð- astliðinn sem skemmdarvargar fóru í skjóli nætur og skvettu grænni máln- ingu á heimili Rannveigar að Háhæð 2 í Garðabæ og skrifuðu „Hér býr ill- virki“ og „illvirki“ utan á húsið með svartri málningu. Nú hefur Rannveig ákveðið að taka málin í sínar hendur svo atvikið endurtaki sig ekki. Heimili forstjórans vaktað Eftirlitið með heimili Rannveigar og fjölskyldu hennar hefur ekki far- ið fram hjá nágrönnum hennar í Hæðahverfinu. Íbúi í götunni sem DV ræddi við segir hins vegar að hann skipti sér ekkert af bílnum en hann hafi vissulega tekið eftir hon- um þarna og hann sæju allir sem ættu leið þarna um. Tilgangur veru hans þarna væri sömuleiðis öllum ljós. Það væri búið að vera að vinna skemmdarverk á húsum, eins og víð- ar á höfuðborgarsvæðinu, og þarna væru menn af og til sem skiptust á að vakta svæðið. Hann bætti því við að hann skildi ekkert hvað skemmdar- vargar hefðu við Rannveigu að sak- ast, hún væri að koma með gjaldeyri inn í landið sem forstjóri Alcan á Ís- landi og það væri vel. Samkvæmt heimildum DV er hús Rannveigar og fjölskyldu hennar að Háhæð 2 vaktað svo til allan sólar- hringinn og öryggisverðirnir skipta með sér vöktum. Ofsóttir auðmenn Björgólfur Thor, Bjarni Ármannsson, Birna Einarsdóttir, Hannes Smára- son, Steingrímur Wernersson og Már Sigurðsson eru meðal þeirra sem orðið hafa fyrir því undanfarn- ar vikur að málningu hefur verið skvett á heimili þeirra og eignir. Þessi skemmdarverk, sem unnin hafa ver- ið með rauðri lakkmálningu, virðast hafa beinst að útrásarvíkingum og bankastjórnendum. En forstjórar stóriðjufyrirtækja hafa ekki far- ið varhluta ósómanum heldur. Aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí síðastliðinn var grænni málningu skvett á heim- ili Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Það var síðan rúmri viku síðar, 5. ágúst, sem hús Rannveigar varð fyr- ir sambærilegri árás. Í báðum þessum til- fellum var notast við græna málningu. Ekki náðist í Rannveigu Rist við vinnslu þessarar fréttar. Á vaktinni Öryggisvörður situr í bílnum og passar að enginn fari að sinna málning- arvinnu sem ekki var beðið um. Mynd KRistinn MagnússOn Vel vöktuð glæsivilla Eins og sjá má á myndinni er lítilli, svartri Citroën-bifreið lagt við vegkant skammt frá heimili Rannveigar. Mynd KRistinn MagnússOn Ver sig frekari árásum Rannveig Rist lætur vakta heimili sitt að Háhæð í Garðabæ eftir árás skemmdarvarga. siguRðuR MiKael jónssOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Týrusporðdreki fannst í Kópavoginum eftir ferð til Suður-Frakklands: Sporðdreki elur unga á Íslandi Tveir sporðdrekar fundust nýverið í farangri íslenskra ferðalanga sem voru að koma frá Suður-Frakklandi. Annar þeirra var orðinn fullþroska og hefur síðan hann kom til landsins alið af sér hóp lifandi unga. Ungarnir voru tuttugu talsins og höfðust fyrstu vikuna við á baki móð- urinnar. Nú um mánaðamótin tóku þeir hins vegar að yfirgefa móður- ina. Sporðdrekarnir fundust innan um köngla sem ferðamennirnir höfðu með sér heim í Kópavoginn en ann- ar þeirra var nýdauður þegar þangað var komið. Ferðalangarnir fóru með sporð- drekana á Náttúrufræðistofnun Ís- lands þar sem sá eftirlifandi og ungar hans hafast nú við en mánuður er frá heimkomunni. Sporðdrekarnir voru greindir til tegundarinnar Euscorpius flavicau- dis, eða týrusporðdreka. Týrusporðdreki nær 35 til 45 millimetra lengd. Bolurinn og hal- inn er dökkur, næstum svartur, en fætur ljósari. Endaliður halans með eiturstingnum er gulleitur og dreg- ur tegundin íslenskt heiti sitt af ljós- týrunni. Tegundin lifir í Suður-Evr- ópu og á Englandi eftir að hafa borist þangað með mönnum á 19. öld. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að týrusporðdreki haldi sig þar sem rakt er og hlýtt, í skógum, görðum og skrúðgörðum. Hann er á ferli allt árið og finnst mjög gjarnan í göml- um húsum og rústum, þar sem hann heldur sig í sprungum í veggjum og öðrum fylgsnum. Hann getur náð nokkurra ára aldri. Týrusporðdreki er felugjarn og bíður bráðar í fylgsni sínu í stað þess að leita hana uppi. Hann hremmir bráðina, til dæmis skordýr, köngul- ær, gráloddur og jafnvel aðra sporð- dreka, og deyðir með gripklónum en beitir ekki eiturstingnum. Hann er talinn beita stingnum afar sjaldan og er tiltölulega meinlaus þar sem eitr- ið er vægt. Ofnæmisviðbrögð geta þó reynst hættuleg. erla@dv.is Móðir með unga Sporðdrek- inn með ungana á bakinu. Mynd eRling ólafssOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.