Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 50
KlúbbKvöld í Smáralind Það er um að gera að skella sér á klúbbkvöld Make Up Store í Smáralind sem haldið verður miðvikudagskvöldið 9. september. Þá verður rússneska línan Czarinna kynnt auk þess sem förðunar- meistari frá Svíþjóð sýnir förðun. Make Up Store heldur klúbbkvöld einu sinni í mánuði og það geta allir gerst með- limir. Um að gera að skella sér, læra og nýta góð tilboð og þiggja léttar veitingar. Fimm ráð til þess að vinna bug á óvini allra kvenna: SigraStu á appelSínuhúðinni UMSjón: Indíana ÁSa HreInSdóttIr Bloggað um eigin klæðnað Nýjasta bólan í bloggheimum tískunnar er að mynda eigin klæðnað fyrir aðra til að skoða og kommenta. Hin unga Jane sem býr í Texas þykir ákaflega smekkleg og er ofsalega vinsæl en síðan hennar er heimsótt af fjöldanum öllum af aðdáendum á hverjum degi. Slóðin er www. seaofshoes.com fyrir þá sem vilja fylgjast með þessari flottu stelpu. Stígvél með opna tá Nýjasta skóæði stjarnanna er stígvél með opna tá. Stjörnur á borð við Victoriu Beckham, Söruh Jessicu Parker og Lindsey Lohan hafa allar sést í slíkum skóm. Það er ekkert skrítið að skórnir séu að slá í gegn þar sem þeir eru eins konar sam- bland af þægilegum sandölum og uppáhaldsstígvélunum þínum. Svo er það spurningin hvort stígvélin henti íslenska vetrinum. HeitaSta trendið 2009 Svokallaðir „studs“ eða gaddar eru að tröllríða allri tísku þessa dagana en það var hönnuðurinn Balmain sem hóf æðið með sínum krist- alsskreyttu sandölum sem meðal annars söngkonan Rihanna hefur sést klæðast. Nú sést fátt annað en silfurhnappaskreyttir skór, töskur, belti eða jakkar en öllu má ofgera og kannski best að nota aðeins einn „stud“-hlaðinn hlut í einu. Ingibjörg Reynisdóttir leikkona var mun meiri villingur þegar hún var unglingur en dóttir hennar Lovísa Rós sem er 16 ára í dag. Þær mæðgur skrifuðu saman bókina Strákarnir með strípurnar en kvikmynd byggð á bókinni er í framleiðslu. 50 föStudagur 4. september 2009 lífSStíll Skemmtilegt en erfitt að vera unglingur Drekktu nóg drekktu sex vatns- glös á dag og haltu þig alveg frá gosinu. ef þú færð leið á vatninu prufaðu þá að skera niður ávexti og setja í glasið. Hættu að reykja appelsínuhúð er enn ein ástæðan fyrir því að hætta að reykja en eiturefnin í sígarettunni skemma teygj- anleika húðarinnar auk þess sem húðin verður hrukkótt og blettótt. Slakaðu á Stress og álag hafa áhrif á hormónaflæðið sem hefur svo áhrif á húðina. ef þú þjáist af stressi skelltu þér þá í jóga, út að hjóla eða farðu út í sveit og njóttu náttúrunnar. Æfðu reglulega Grannar konur eru alveg jafnlíklega með appelsínuhúð en þyngdaraukning getur gert appelsínuhúðina sýnilegri. taktu vel á því og fylgstu með árangrinum. Burstaðu húðina Fjárfestu í góðum bursta og burstaðu dauðu húðfrumurnar í burtu og komdu flæðinu af stað. „Skemmtilegustu ár lífsins hefjast á unglingsaldrinum,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona sem skrifaði bækurnar Strákarnir með strípurn- ar og Rótleysi, rokk og rómantík en kvikmyndin Órói, sem er byggð á bókunum, er í framleiðslu. Ingibjörg skrifaði handritið ásamt leikstjór- anum Baldvin Z og munu aðdáend- ur bókanna mæta persónum og ýms- um uppákomum sem þeir lásu um á hvíta tjaldinu. Ingibjörg segir ungl- ingsaldurinn mikilvægt tímabil í lífi flestra. „Þá eru allir að rembast við að finna sinn „status“ og bera sig saman við aðra. Þetta er því ákveðinn mótun- artími, erfiður, skemmtilegur en líka hættulegur,“ segir hún og bætir við að ein röng ákvörðun geti haft afdrífarík- ar afleiðingar. „Þess vegna er ég alltaf að tyggja ofan í unglinginn minn og aðra unglinga á upplestrum mínum að það sé mikilvægt að hafa myndað sér skoðun á hlutunum áður en stað- ið er frammi fyrir þeim. T.d. ef þú hefur ekkert pælt í eiturlyfjum, afleiðingum þeirra og afstöðu þinni gagnvart þeim er meiri hætta á að þú prófir ef þér er boðið óvænt. Án þess að hugsa hvað þú ert að gera.“ Ingibjörg viðurkennir að hennar kynslóð hafi líklega byrjað fyrr með unglingaveiki en krakkar í dag en hún segir að þá hafi allt verið frjálsara. „Harkan var minni þegar ég var ung og við vinkonurnar vorum ekki nema rétt skriðnar upp úr gaggó þegar við fór- um einar til Spánar. Við vorum ungar og lékum okkur en lentum sem betur fer allar standandi. Í dag er heimurinn harðari og allskyns hryllingur í gangi sem veldur því kannski að við ofvernd- um börnin,“ segir hún og bætir við að hún sé heppin með sinn ungling. „Það er samt skrítin og dálítið óþægileg til- finning að vera hérna megin. Vera mamma unglings. Hvernig á maður að svara spurningunni hvort það sé í lagi að drekka einn Breezer? Ef ég segi já er ég að samþykkja unglingadrykkju en ef ég segi nei þá er ég að bjóða upp á að farið sé á bak við mig,“ segir hún en bætir við að hennni finnist ótrúlega stutt síðan hún hafi verið unglingur. „Tíminn líður alveg hrikalega hratt og því er um að gera að fólk nýti tímann vel og njóti þessara ára. Áður en þú veist af eru gömlu draumarnir óger- legir en það er svolítið það sem ýtti mér út í að skrifa þessar bækur, koma hlutum í verk á blómatíma lífsins og þurfa ekki að sjá eftir því síðar að hafa ekki framkvæmt.“ Lovísa Rós dótt- ir Ingibjargar samdi fyrri bókina með mömmu sinni þegar hún var aðeins 14 ára en hún er nú á sama aldri og krakk- arnir sem þær hófu að skrifa um árið 2006. Hún segir að þær hafi átt auðvelt með að vinna saman. „Mamma þótt- ist vita allt um þetta tímabil enda var hún töluvert meiri villingur en ég get talist vera. Ég kom samt með margar hugmyndir og við gerðum þetta í sam- einingu,“ segir Lovísa og bætir við að það sé skemmtilegt að vera unglingur í dag, „Það er samt líka flókið og erfitt því kröfurnar eru miklar.“ Atli Óskar Fjalarsson leikur Gabríel sem er aðal- hlutverkið í myndinni en Atli er 17 ára. Hann tekur undir orð Lovísu og segir að það geti verið erfitt að vera ungl- ingur í dag. „Við erum á lestarstöð og þurfum að ákveða hvaða lest við ætl- um að taka,“ segir hann. Aðspurð um ráð handa foreldrum unglinga segja Lovísa og Atli að virðing í samskiptum skipti miklu máli. „Við viljum bara láta koma fram við okkur á jafningja- grundvelli,“ segir Atli og Lovísa bætir við: „Það eru ekki allir unglingar vill- ingar, við erum flest ósköp venjulegt fólk.“ Indíana Ása Hreinsdóttir Höfundar og aðalleikari Ingibjörg er móðir Lovísu rósar í raunveruleikanum en í myndinni er hún móðir karaktersins sem atli leikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.