Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 4
Sandkorn
n Staða Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, er ekk-
ert sérstök um þessar mundir.
Forsetinn liggur fremur lágt í
umræðunni og hann virð-
ist hafa misst bakland sitt að
mestu. Þá
þykja yf-
irlýsingar
hans vera í
hæsta máta
undarleg-
ar. Í viðtali
á Skjá ein-
um lýsti
hann yfir
væntumþykju í garð fjandvin-
ar síns Davíðs Oddssonar og
virðist vera að leita skjóls þar.
Þá veittist hann að Agli Helga-
syni sjónvarpsmanni með
óljósum yfirlýsingum og fetar
þannig sömu slóð og Davíð og
félagar.
n Ólafur Ragnar Grímsson er
á meðal þeirra sem koma við
sögu í bók Jónasar Kristjáns-
sonar ritstjóra, Frjáls og óháð-
ur. Þar lýsir Jónas því hvernig
hann sem formaður í heldri-
manna-
klúbbi á Sel-
tjarnarnesi
reyndi að fá
menn til að
samþykkja
að ungur og
árásargjarn
maður, Ól-
afur Ragnar,
yrði tekinn í klúbbinn. Því var
alfarið hafnað. Seinna hringdi
Ólafur, þá fjármálaráðherra, í
ritstjórann með þjósti og vildi
segja Jónasi fyrir verkum. „Ég
vinn ekki hjá þér, Óli minn,
gerðu þig breiðan annars stað-
ar,“ svaraði Jónas. Þar með lauk
samskiptum þeirra fyrir fullt
og allt.
n Annar ritstjóri, Styrm-
ir Gunnarsson, kenndur við
Morgunblaðið, er einnig með
bók fyrir þessi jól. Hann er þó
ekki að fjalla um líf sitt og starf
heldur hrun Íslands. Bókin
heitir, Um-
sátrið – Fall
Íslands og
endurreisn.
Helsta
skúbb
henn-
ar virðist
vera það
að Bjarni
Benediktsson alþingismaður
hafi í janúar tilkynnt formanni
sínum, Geir Haarde, að hann
ætlaði í framboð gegn honum.
Fáir reikna með því að bók
Styrmis sé hlutlaus úttekt á því
sem gerðist. En það á eftir að
koma í ljós.
4 föstudagur 23. október 2009 fréttir
Eigendur World Class, Björn Leifs-
son og Hafdís Jónsdóttir, hafa stofn-
að nýja kennitölu undir reksturinn,
samkvæmt heimildum DV. Þegar
hefur eignum verið skotið inn í hið
nýja félag og skuldirnar skildar eft-
ir í því gamla. Þær skuldir eru nærri
milljarði íslenskra króna.
Nú þegar er búið að breyta ýmsum
rekstrarsamningum yfir á nýja félag-
ið, sem stofnað var um miðjan mán-
uðinn, og eignir verið fluttar á milli
án þess að greiðsla hafi komið yfir í
gamla félagið í staðinn. Nýja félagið
getur þannig tekið yfir reksturinn en
milljarðurinn liggur eftir í skel gömlu
kennitölunnar. Samkvæmt heimild-
um DV eru einnig uppi grunsemdir
um að kennitölubreytingin og færsla
eigna hafi verið framkvæmd með
aðstoð lánadrottins. Stærstur hluti
skulda þeirra World Class-eigenda
er til kominn vegna misheppnaðs
útrásarævintýris World Class í Dan-
mörku. Takist að færa eignirnar yfir
á nýtt félag sleppa eigendurnir við
milljarð í skuldir.
Engin niðurfelling
Á haustmánuðum árið 2006 fjár-
festi World Class í keðju heilsurækt-
arstöðva í Danmörku. Keðjan heitir
Equinox og þá voru starfræktar þrett-
án stöðvar undir því heiti, tólf stöðv-
ar á Jótlandi og ein risastöð í Kaup-
mannahöfn. Þá lýsti Björn yfir mikilli
trú á danska heilsuræktarmarkaðn-
um og að danska keðjan yrði stækk-
uð fljótt. Það gekk ekki eftir og nýver-
ið ákváðu eigendur World Class að
hætta starfseminni og selja dönsku
keðjuna.
Straumur viðskiptabanki tók til
sín Equinox og líkamræktarhjónin
skulda bankanum hátt í milljarð eft-
ir ævintýrið. Straumur hefur nú náð
að selja keðjuna til erlendra aðila en
skuldin stendur eftir. Í fyrstu fékk DV
ábendingu þess efnis að til stæði að
fella milljarðinn niður og að hjónin
slyppu þannig með skrekkinn. Þegar
það var borið undir talsmenn bank-
ans fengust þau svör að allar vanga-
veltur um niðurfellingu skuldanna
væru algjörlega úr lausi lofti gripnar.
Neita alfarið
Helstu lánardrottnar hafa ekki tek-
ið ákvörðun um hvernig aðgerðir
hjónanna, kennitölubreytingin og
færsla eigna, verða með-
höndlaðar. Heimildir DV herma
að málssókn komi þar sterklega til
greina. Hafdís vísaði málinu alfarið
yfir á Björn. Í samtali við DV byrjaði
Björn á því að neita því að nokkur
rekstur yrði undir hinu nýja félagi og
að félagið væri einfaldlega stofnað
því það væri alltaf gott að eiga félög.
Síðar í samtalinu sagði hann að ein-
vörðungu snyrti- og nuddþjónusta
fyrirtæksins yrði færð þangað. Það
stangast á við heimildir DV
sem herma að nú þegar hafi
eignir og helstu rekstrar-
samningar líkamsrækt-
arstöðvarinnar World
Class verið færð-
ir yfir. Aðspurð-
ur segist Björn
ekki vera að
losna undan
skuldum
en viður-
kennir að
þær séu
talsverð-
ar. „Stofn-
un hins nýja félags er algjörlega
óviðkomandi dæminu í Danmörku.
Þetta nýja félag hefur aldrei tengst,
og mun aldrei tengjast, heilsurækt-
arrekstrinum. Skuldin er hjá Straumi
og hvílir enn á okkur. Þetta er ágætis
summa en ég veit ekki betur en verið
sé að innheimta hana gagnvart okk-
ur. Ég yrði auðvitað mjög ánægður ef
þessar skuldir yrðu felldar niður. Að
öðru leyti vil ég ekki tjá mig um mál-
ið,“ segir Björn.
Á góðri stundu Björn og Hafdís hafa
lengi verið í fararbroddi í heilsurækt-
armálum á Íslandi. Hér er Björn á góðri
stundu í World Class.
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, eru að færa eignir yfir
á nýja kennitölu eftir misheppnað útrásarverkefni. Skuldir þeirra vegna ævintýris-
ins nema nærri milljarði íslenskra króna og herma heimildir DV að þær verði eftir á
gömlu kennitölunni. Lánveitendur óttast um sinn hag og íhuga málsókn.
SLEPPA VIÐ MILLJARÐ
TrausTi HafsTEiNssoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Þetta nýja félag hefur
aldrei tengst, og mun
aldrei tengjast, heilsu-
ræktarrekstrinum.“
Ævintýrið á enda Mis-
heppnuðu útrásarævintýri
í Danmörku er lokið og
eigendur World Class kljást
við miklar skuldir.
Miklar skuldir
Samkvæmt
heimildum
DV eru
skuldir
heilsurækt-
arhjón-
anna nærri
milljarði
króna.
Davíð Viðarsson hefur verið dæmd-
ur til tólf mánaða fangelsisvistar fyr-
ir kynferðisbrot gegn átta ára telpu.
Davíð var fjölskylduvinur stúlkunnar
og misnotaði það traust sem hún bar
til hans. Davíð var fundinn sekur um
að hafa þuklað á kynfærum stúlkunn-
ar utanklæða og í fjögur skipti nuddað
þau innan klæða með fingrum sínum.
Upp komst um brot Davíðs í
desember á síðasta ári þegar móð-
ir stúlkunnar spurði hana hvort ein-
hver hefði komið við „einkastaðina
hennar“. Það var á aðfangadag sem
telpan sagði móður sinni að „...mað-
ur hefði snert kynfæri hennar, troðið
fingri upp í leggöng hennar og sleikt
hana að neðan. Einnig hefði hann
klætt hana úr nærbuxunum“ eins og
segir í dómstexta.
Foreldrar stúlkunnar fóru í kjölfar-
ið með hana á Barnaspítala Hringsins
til skoðunar og þann 29. desember
beindi Barnavernd Reykjavíkur kæru
til lögreglunnar vegna gruns um að
Davíð hefði brotið gegn stúlkunni.
Hún hafði þá undanfarna mánuði
grátið mikið, sagst vera hrædd, verið
með magaverk og gengið illa að sofna.
Faðir stúlkunnar sagði fyrir dómi
að hann hefði ekkert samband haft
við Davíð í fjölda ára en þeir hefðu
tekið upp samband sumarið áður.
Þá hefði Davíð farið að eyða miklum
tíma með stúlkunni og bróður hen-
ar, sótt þau í skólann, farið með þau í
sund og gefið þeim gjafir.
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur segir að stúlkan sé óttaslegin á
kvöldin og þurfi að sofa með kveikt
ljós og opnar dyr. Þá býr hún við mik-
inn kvíða sem kemur fram í líkam-
legri spennu og magaverk. „Afleið-
ingar verknaðarins séu alvarlegar og
til þess fallnar að hafa áhrif á andlega
og líkamlega heilsu brotaþola um
ókomna framtíð,“ segir í dómnum.
Davíð þarf að greiða fjölskyldu
stúlkunnar 600 þúsund krónur í
miskabætur. Þar sem Davíð neitaði
því staðfastlega að hafa kysst eða
sleikt kynfæri telpunnar og sett fing-
ur inn í leggöng hennar var hann
sýknaður af þeim ákærulið.
erla@dv.is
Á leið í fangelsi Davíð Viðarsson
misnotaði traust stúlkunnar og braut á
henni kynferðislega. Við honum blasir nú
fangavist. MyNd rakEL Ósk
davíð Viðarsson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að þukla á barnungri telpu:
Misnotaði traust átta ára stúlkuSmíðum allar gerðir
lykla , smíðum og
forritum bíllykla.
Verslun og verkstæði
Grensásvegi 16
Sími: 511 5858