Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 11
fréttir 23. október 2009 föstudagur 11
KARL LÁNAÐI SJÁLFUM
SÉR RÚMAN MILLJARÐ
Hluti 104. greinar
hlutafélagalaga:
„Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita
hluthöfum, stjórnarmönnum eða
framkvæmdastjórum félagsins eða
móðurfélags þess lán né setja trygg-
ingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt
að veita þeim lán eða setja fyrir þann
tryggingu sem giftur er eða í óvígðri
sambúð með aðila skv. 1. málsl. eða
er skyldur honum að feðgatali eða
niðja ellegar stendur hlutaðeigandi
að öðru leyti sérstaklega nærri.
Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó
ekki til venjulegra viðskiptalána.“
metra landsvæði í Búkarest, höf-
uðborg Rúmeníu. Félagið skuldar
rúmenska bankanum, Banca Com-
erciale Romania, 13,8 milljónir evra,
rúmlega tvo milljarða króna, sam-
kvæmt ársreikningnum. Lánið gjald-
féll í ágúst og vinnur Downtown nú
að endurnýjun á lánasamningnum
með bankanum.
Af ársreikningum félaganna
tveggja sést hversu staða Karls Wern-
erssonar er slæm eftir íslenska efna-
hagshrunið. Nú þegar er búið að
setja eitt af eignarhaldsfélögum
hans, Milestone, í þrot og framtíð
annarra tveggja lítur ekki vel út því af
ársreikningunum að dæma er óvíst
hvort hann og félög hans geti stað-
ið í skilum, hvort sem er hér heima
eða í Rúmeníu. Spurningin er einn-
ig sú hvort lánveitingarnar frá Karli til
Háttar gætu varðað við lög, eða nán-
ar tiltekið 104. grein hlutafélagalaga.
Fjármálaeftirlitið hefur kært viðskipti
Guðbjargar Matthíasdóttur með hlut
sinn í Glitni til embætti sérstaks sak-
sóknara. Guðbjörg, sem er stærsti
eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morg-
unblaðsins, seldi 1,71 prósents hlut
sinn í Glitni síðasta virka daginn fyrir
þjóðnýtingu hans. Ólafur Þór Hauks-
son, sérstakur saksóknari, staðfestir
í samtali við DV að mál tengt þess-
um viðskiptum sé til rannsóknar hjá
embættinu. Hann gat að öðru leyti
ekki tjáð sig frekar um málið. Guð-
björg seldi sem áður segir rúmlega
1,7 prósenta hlut sinn í Glitni fyrir 3,5
milljarða króna föstudaginn 26. sept-
ember. Mánudaginn 29. september
2008 var tilkynnt að Glitnir hefði ver-
ið þjóðnýttur og hlutafjáreigendur
töpuðu öllu sínu. Þvílík heppni hafði
líklega ekki sést.
Heppnasta kona hrunsins
Samningur sem Guðbjörg hafði gert
ári áður en bankahrunið varð hér á
landi gerði henni kleift að selja hluti
í Glitni fyrir 3,5 milljarða króna á síð-
asta virka degi fyrir hrun. Gengið var
frá kaupum Glitnis á hlutabréfum
Kristins ehf. í eigu Guðbjargar eftir
að 75 prósent bankans voru komin
í hendur ríkisins. Guðbjörg var einn
af tuttugu stærstu hluthöfum Glitnis
fyrir söluna.
Samkvæmt hlutahafayfirliti átti
Kristinn ehf. nærri 254 milljónir
hluta í bankanum miðvikudaginn 24.
september síðastliðinn. Guðbjörg,
eigandi Kristins ehf., hafði hins veg-
ar heimild til að innleysa hluti sína
dagana 25. og 26. september, síð-
ustu virku dagana áður en Glitn-
ir féll í hendur ríkisins mánudaginn
29. september. Sú heimild á rætur að
rekja til kaupa hennar í Glitni með
samningi sem gerður var í september
2007 er hún seldi hlut sinn í Trygg-
ingamiðstöðinni.
Sá samningur fól í sér rétt Guð-
bjargar til þess að selja helming eign-
ar sinnar í bankanum eða um 127
milljónir hluta fyrir nærri 4,1 milljarð
króna. Að frádregnum arðgreiðslum
og þóknun fékk Guðbjörg tæplega
3,5 milljarða króna í sinn hlut. Við-
skiptin hvíldu á kaupréttar- og sölu-
réttarsamningi sem FL-Group, helsti
eigandi Glitnis, hafði gert við Kristin
ehf. um kaup á þriðjungshlut í Trygg-
ingamiðstöðinni hf. Hluti kaup-
verðsins var greiddur Guðbjörgu
með hlutabréfum í Glitni. Sigurbjörn
Magnússon gerði þennan samning
fyrir félag Guðbjargar, en hann er nú
stjórnarformaður Árvakurs, útgáfu-
félags Morgunblaðsins.
Hrein tilviljun
Sala á hlutabréfum Guðbjargar
Matthíasdóttur á hlutum hennar í
Glitni korteri fyrir bankahrunið vakti
mikla tortryggni og var fjallað um
söluna þegar í byrjun október. Sögu-
sagnir voru uppi um upplýsingar um
yfirvofandi þrot Glitnis hefðu lek-
ið til Guðbjargar, einna helst í gegn-
um lögfræðingana Gunnlaug Sæv-
ar Gunnlaugsson eða Sigurbjörn
Magnússon sem báðir hafa starfað
fyrir Guðbjörgu og fyrirtæki hennar
um langt árabil. Báðir eru þeir kunn-
ir sjálfstæðismenn. Því gat það vakið
tortryggni að Guðbjörg skyldi selja
hluti sína í Glitni daginn eftir að Þor-
steinn Már Baldvinsson, formaður
bankaráðs Glitnis, gekk á fund Dav-
íðs 25. október og tjáði seðlabanka-
stjóranum að bankinn rambaði á
barmi greiðsluþrots. Ekki var það til
að draga úr tortryggninni að Seðla-
bankinn og stjórnvöld gerðu ekk-
ert í málum Glitnis fyrr en 29. sept-
ember, á fjórða degi frá því Þorsteinn
Már fór á fund Davíðs. Loks var á
það bent að Einar Sigurðsson, son-
ur Guðbjargar, væri millistjórnandi
hjá Glitni og kynni að búa yfir gagn-
legum upplýsingum. Kristinn ehf.
átti samningsbundinn rétt á því að
selja hlutabréfin með sérstakri inn-
lausnartilkynningu sem bundin var
við dagana 25. til 27. september. En
grunsemdir um leka eða innherja-
viðskipti leiddu til þess að Fjármála-
eftirlitið tók málið til rannsóknar og
hefur það nú verið kært til embættis
sérstaks saksóknara.
mikael@dv.is
Heppnasta kona hrunsins? Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona sætir nú
rannsókn embættis sérstaks saksóknara vegna sölu sinnar á 1,71 prósents hlut í Glitni
korteri fyrir þjóðnýtingu bankans.
Hún var sögð heppnasta kona hrunsins eftir að ljóst varð að hún hefði náð að selja 1,71
prósents hlut sinn í Glitni síðasta virka daginn fyrir þjóðnýtingu bankans. Heppnin
virðist þó hafa yfirgefið Guðbjörgu Matthíasdóttur því embætti sérstaks saksóknara
hefur nú borist kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna sölunnar.
SALA Á GLItNISHLUt
tIL RANNSóKNAR