Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 16
16 föstudagur 23. október 2009 fréttir
Allt bendir til að Baldur Guðlaugsson
láti senn af störfum sem settur ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu. Meint innherjasvik hans með
hlutabréf í Landsbankanum skömmu
fyrir fall bankans eru til rannsókn-
ar hjá sérstökum saksóknara. Fleira
er til athugunar. Rannsóknin þykir
nægjanleg ástæða til þess að hann
hverfi að minnsta kosti tímabund-
ið úr embætti. Málið verður til lykta
leitt innan fjármálaráðuneytisins fyr-
ir helgi, líklega með starfslokasamn-
ingi.
Um áramótin rennur út sá tími
sem hann var settur ráðuneytis-
stjóri í menntamálaráðuneytinu og
var ráð fyrir því gert að hann hyrfi til
fyrri starfa sem ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu. Þar er fyrir á fleti
Guðmundur Árnason, hinn raun-
verulegi ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.Ætlunin var að
þeir hefðu aftur sætaskipti um næstu
áramót eins og áður segir.
Báðir eru þeir sjálfstæðismenn
og voru mjög handgengnir Davíð
Oddssyni í forsætisráðherratíð hans.
Guðmundur starfaði í forsætisráðu-
neytinu hjá Davíð frá því snemma á
níunda áratugnum og Baldur hefur
verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu síðan árið 2000.
Vinirnir
Vinir Baldurs Guðlaugssonar bera
honum ákaflega vel söguna. Segja
hann strangheiðarlegan heilinda-
mann. Þeir undrast jafnvel að hann
skuli ekki grípa til vopna þegar að
honum er sótt nú. Pólitískir skoð-
anabræður Baldurs í vinahópnum
fullyrða að Baldur myndi aldrei vilja
misnota stöðu sína sjálfum sér til
hagsbóta. Þvert á móti sé hann lík-
legri til þess að forðast það alveg sér-
staklega.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttardómari er gamall vinur Bald-
urs, skólabróðir og viðskiptafélagi,
en þeir ráku saman lögmannsstofu á
Skólavörðustíg í Reykjavík í fyrri tíð.
„Baldur er gegnheill sómamaður.
Ég þekki hann náið og tel hann með
heiðarlegustu mönnum sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Það er með sorg
í hjarta sem ég fylgist með því nú sem
yfir hann gengur. Ég held ég geti sagt
með sanni að Baldur er einn af þess-
um mönnum sem maður myndi geta
treyst fyrir lífi sínu,“ segir Jón Steinar.
Lítil þúfa veltir þungu hlassi
Þær létu lítið yfir sér í fyrstu smáfréttir
í október 2008 – skömmu eftir banka-
hrunið – um að Baldri Guðlaugs-
syni hefði tekist að selja hlutabréf
sín í Landsbankanum skömmu fyrir
hrunið. Það átti eftir að vinda utan
á sig og grunur vaknaði fljótlega um
innherjasvik; að Baldur hefði búið
yfir upplýsingum sem hann hefði
hagnýtt sér til þess að forðast stór-
fellt tap.
Þeir sem gerst fylgjast með hluta-
bréfamarkaðnum hafa bent á að
löngu hafi verið fyrirséð að Lands-
bankinn ætti eftir að lenda í ógöng-
um og furða sig á því hvers vegna
Baldur hafði ekki selt hlutabréfin
miklu fyrr. Þeir sjá með öðrum orð-
um ekkert saknæmt við athæfi Bald-
urs að þessu leyti.
Hvað sem því líður er talið vafa-
samt að hátt settir embættismenn,
eins og Baldur, hafi fjárhagslegra
hagsmuna að gæta í þessa veru.
Embættismenn verði að minnsta
kosti að gera grein fyrir þeim opin-
berlega á gagnsæjan hátt.
Tvíþætt rannsókn?
Grunsemdir um innherjasvik
urðu svo háværar að Baldur sá sitt
óvænna, gaf út yfirlýsingu og skrif-
aði varnargrein í Morgunblaðið 19.
október í fyrra. Fjölmiðlar höfðu
beint sjónum sínum að fundi sem
Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi
viðskiptaráðherra, hafði átt með
Alasdair Darling, fjármálaráðherra
Breta, í London 2. september, um
mánuði fyrir hrunið. Með Björgvin í
för voru meðal annarra Baldur Guð-
laugsson. Þess má geta að mjög hafði
verið þrýst á Landsbankann að flytja
Icesave-reikningana úr íslenskri í
breska lögsögu og var Icesave-vand-
inn meginviðfangsefni fundarins
með Darling og breskum embættis-
mönnum þennan dag. Baldur hafði
þó gert lítið úr því viðfangsefni fund-
arins í fjölmiðli.
Í þessa umræðu hefur síðan of-
ist þátttaka Baldurs í samráðshópi
á vegum Seðlabankans snemma árs
í fyrra. Í hópnum voru auk Baldurs
ráðuneytisstjórar forsætis- og við-
skiptaráðuneytisins og forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins sem lét af störfum
snemma árs.
Haldið hefur verið fram í fjöl-
miðlum að hópnum hafi verið kynnt
skýrsla Andrews Gracie, sérfræðings
um fjármálastöðugleika, þar sem
dregin var upp dökk mynd af yfirvof-
andi falli íslensku bankanna.
Í anda skýrslunnar hóf hópurinn
undirbúning að viðbragðsáætlun og
lagasetningu sem unnt yrði að grípa
til í neyð, rétt eins og gert var með
setningu neyðarlaganna.
Fréttablaðið sagðist í vikunni
hafa heimildir fyrir því að þátttaka
Baldurs í þessu starfi hefði komið til
skoðunar hjá sérstökum saksóknara.
Þannig eru álitamálin tvö sem tengj-
ast Baldri; meint innherjasvik með
sölu á hlutabréfum í Landsbankan-
um um miðjan september í fyrra og
framangreind þátttaka í gerð við-
bragðsáætlunar gegn yfirvofandi
áföllum í bankakerfinu snemma árs
í fyrra.
Baldur andmælir
Baldur andmælti ýmsu af því sem
sagt hafði verið um ofangreind-
an samráðshóp í Fréttablaðinu síð-
astliðinn fimmtudag. Hann sagði
meðal annars að samráðshópnum
hefðu ekki verið kynnt nein gögn um
rekstur eða útlán einstakra banka.
Auk þess hefðu störf samráðshóps-
ins aldrei verið neitt leyndarmál og
greint hefði verið frá þeim á vefsíðu
forsætisráðuneytisins.
Baldur segir jafnframt að sam-
ráðshópnum hafi aldrei verið kynnt
skýrsla erlends fjármálastöðug-
leikasérfræðings um yfirvofandi fall
bankanna og vísar til rannsóknar
„Ég þekki hann náið og
tel hann með heiðar-
legustu mönnum sem
ég hef kynnst á lífsleið-
inni.“
Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri lætur
að líkindum af störfum á næstunni meðan
mál hans eru til rannsóknar hjá sérstökum
saksóknara. Líkur eru til þess að hann kjósi
að hætta störfum innan stjórnarráðsins.
Starfsferill hans er sléttur og felldur en sam-
ofinn Sjálfstæðisflokknum og fyrirtækjum
sem staðið hafa nálægt honum um langa hríð.
Í nærmynd DV lýsir Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttardómari Baldri sem gegnheil-
um sómamanni. Pólitískir andstæðingar
lýsa honum einnig sem heilindamanni.
Valdamikill
sómamaður
á hægriVæng
nærmynd