Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 17
FME sem ekki sá neitt athugavert við hlutabréfaviðskipti hans. „Við athugun Fjármálaeftirlitsins var beinlínis horft til þeirra upplýsinga sem ég hefði haft vegna setu í um- ræddum samráðshópi,“ segir Bald- ur. Loks segir Baldur að um fáa fundi hafi verið jafnmikið rætt og fund- inn 2. september í fyrra með breska fjármálaráðherranum og varla geti rannsókn á málum hans byggst á því að FME hafi ekki verið kunnugt um umræddan fund fyrr en í sumar. Traustur og valdamikill Þingmenn Framsóknarflokksins kölluðu Baldur Guðlaugsson yfirráð- herra Sjálfstæðisflokksins á göngum Alþingis árið 2005. Þá hafði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, verið forsætisráðherra frá því haustið 2004. Á þessum tíma var Íbúðalána- sjóður eina fjármálavígi framsókn- armanna í ríkisrekstrinum en fjár- málastjórn ríkisins hafði að öðru leyti verið að mestu á valdi Sjálfstæð- isflokksins. Sjóðurinn heyrði undir Árna Magnússon sem þá var félagsmála- ráðherra og Guðmund Bjarnason, forstjóra sjóðsins og flokksbróður Árna í Framsóknarflokknum. Á þessum tíma höfðu bankarnir hafið innreið sína á íbúðalánamark- aðinn og var vera Íbúðalánasjóðs á þeim markaði mörgum þeirra þyrn- ir í augum. Sjálfstæðismenn sóttust eftir því að ná sjóðnum undir sig og hugðust annaðhvort breyta honum í heildsölubanka fyrir íbúðalánakerf- ið eða einkavæða hann og afhenda hann bönkunum alfarið. Á bak við tjöldin beitti Baldur Guðlaugsson sér í málinu og var það ein ástæða þess að þingmenn Fram- sóknarflokksins höfðu horn í síðu Baldurs og samstarfsflokksins að þessu leyti. Maðurinn Baldur Guðlaugsson fæddist 8. desember 1946 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1967 frá Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1976, sama ár og margir aðrir flokks- bræður hans, þeirra á meðal Davíð Oddsson. Áfram hélt hann á mennta- brautinni og lauk MA-prófi í alþjóða- stjórnmálum frá Fletchers School of Law and Diplomacy í Bandaríkjun- um ári síðar. Baldur hóf störf sem lögfræðing- ur hjá Vinnuveitendasambandi Ís- lands sama ár og hann kom heim frá Bandaríkjunum og var framkvæmda- stjóri þar árin 1977 og 1978. Eiginkona Baldurs er Karítas Kvaran og eiga þau þrjú börn. Allar götur frá árinu 1978 til 2000 starfaði hann sem lögfræðingur og rak meðal annars lögfræðiskrifstofu með góðvini sínum og skólabróður Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæsta- réttardómara. Baldur hafði innsýn í fjár- málmarkaðinn og fer sög- um af því að eignir hans í hlutabréfum séu allnokkrar, meðal annars í Eimskipafélagi Íslands áður en það komst í hendur Björgólfs Guðmundssonar og viðskiptafélaga hans. Baldur var auk þess einn af stofn- endum Kaupþings og fyrsti stjórn- arformaður þess á árunum 1992 til 1996. Hann sat í stjórn Granda og Útvegsbanka Íslands seint á níunda áratug síðustu aldar. Hann stofn- aði Hlutabréfamarkaðinn hf. og var fyrsti stjórnarformaður hans árin 1985 til 1992. Í heilan áratug, eða frá árinu 1991 til 2001, sat hann í stjórn Eimskipafélags Íslands. Nær- fellt jafnlengi sat hann í stjórn Ísfé- lags Vestmannaeyja. Eigandi þess er Guðbjörg Matthíasdóttir sem nú er aðaleigandi Árvakurs, útgáfu Morg- unblaðsins. Baldur er einnig hnútum kunnur í lífeyrissjóðakerfi landsmanna. Hann var meðal annars stjórnarformað- ur Lífeyrissjóðsins Einingar og hef- ur verið stjórnarformaður Söfnunar- sjóðs lífeyrisréttinda frá árinu 2001. 1. janúar 2007 settist Baldur einn- ig í formannsstól framkvæmda- nefndar um einkavæðingu. Frumkvöðullinn Segja má að Baldur hafi verið frum- kvöðull á sviði verðbréfaviðskipta hér á landi. Hann átti frumkvæði að því að stofna Hlutabréfamarkaðinn hf. og Kaupþing eins og áður segir. Aðrir frumkvöðlar um stofnun hluta- bréfamarkaðar hér á landi voru Eyj- ólfur Konráð Jónsson heitinn, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, og Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, en hann var einn af stofn- endum Kaupþings sem hóf starfsemi sem verðbréfafyrirtæki. Einn heimildarmanna DV tel- ur víst að Baldur hafi á sínum tíma eignast nokkurn hlut í Eimskipafé- lagi Íslands. Með eigendaskiptum á Eimskip og dótturfélaginu Burðarási hafi á einhverjum tímapunkti kom- ið til hlutabréfaskipta. Baldur hafi þá orðið hluthafi í Landsbankanum án þess nokkurn tíma að hafa keypt hlut í honum. Það er einmitt sala Baldurs á þessum hlut í Landsbankanum sem vakið hefur grunsemdir um brot gegn ákvæðum laga um innherjaviðskipti. Flokkurinn Nafn Baldurs Guðlaugssonar er sam- ofið Sjálfstæðisflokknum. Hann sat nokkur ár í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á áttunda áratugn- um. Formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, var hann í ellefu ár, frá 1989 til ársins 2000. Staldra má við það að Baldur hef- ur augljóslega sagt af sér helstu trún- aðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyrir einstök einkafyrirtæki þegar hann var skipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu árið 2000. En eins og upptalningin ber með sér um störf hans í atvinnulífinu fyrr og síð- ar eru þau oftast nær á vettvangi þar sem ítök sjálfstæðismanna eru eða voru mikil, eins og hjá VSÍ, Eimskipa- félaginu og Ísfélagi Vestmannaeyja. Baldur var auk þess einn af for- kólfum Eimreiðarhópsins svo- nefnda, sem varð til á áttunda áratug síðustu aldar. Auk Baldurs skipuðu hópinn þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmála- fræði, Þorsteinn Pálsson, fyrrver- andi forsætisráðherra og ritstjóri, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsæt- isráðherra, Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttardómari, Brynjólfur Bjarnason, sem var gerður að for- stjóra Símans á meðan hann var í ríkiseigu, Kjartan Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, og Magnús Gunnarsson, kaupsýslumaður og fyrrverandi for- maður Vinnuveitendasambands- ins. Þór Whitehead sagnfræðipróf- essor og Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, tilheyrðu einnig hópnum. Loks má nefna Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins, sem taldist þó ekki meðal virkustu manna í hópnum. Hópurinn hittist vikulega á skrif- stofu Magnúsar Gunnarssonar sem varð forstjóri Hafskips árið 1973 og síðar vikulega um margra ára skeið í svokölluðu turnherbergi á Hótel Borg, segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson í grein í tímaritinu Vísbend- ingu frá árinu 2006. Eins og mörg nafnanna gefa til kynna er hér um afar valdamikinn hóp að ræða sem hafði meðal annars á dagskrá sinni hugmyndafræðilega endurnýjun á hægrivæng íslenskra stjórnmála í anda nýfrjálshyggjunn- ar. Það má telja þversagnarkennt að þrátt fyrir hugmyndir um einstakl- ingsfrelsi, lágmarks umsvif ríkis- valdsins, einkavæðingu fyrirtækja í almenningseigu og virðingu fyrir sér- eignarrétti, átti það fyrir meirihluta Eimreiðarhópsins að liggja að gerast embættismenn eða stjórnmálamenn á launum hjá hinu opinbera. Réttindin Réttindi opinberra starfsmanna eru rík samkvæmt lögum. Þau koma mjög við sögu nú þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill og þarf að taka ákvörðun um framtíð Bald- urs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og grunsemdirnar sem vakna á meðan henni er ekki lokið. Því má einnig halda til haga að Bald- ur er sagður fastur fyrir og enginn aukvisi um lagaleg málefni yfirleitt. Þótt Baldur og Guðmundur Árna- son séu gegnheilir sjálfstæðismenn og hafi átt starfsframa sinn und- ir Davíð Oddssyni og ráðuneytum hans allt frá árinu 1991 er ekki þar með sagt að ný ríkisstjórn þurfi ekki að virða lög. Líta má á ráðstafanir um tilflutning þeirra milli ráðuneyta fyrr á árinu sem biðleik í málinu. Einnig má telja víst að ráðherrar viðkomandi ráðuneyta, Katrín Jak- obsdóttir í menntamálaráðuneyt- inu og Steingrímur J. Sigfússon í fjár- málaráðuneytinu, kæri sig ekki um að vera sökuð um pólitískar ofsókn- ir eða ósanngirni af pólitískum and- stæðingum með því að hrekja Baldur og Guðmund úr embættum. Auk þess vilja þau varla feta í fót- spor Finns Ingólfssonar, Framsókn- arflokki, sem í ráðherratíð sinni lagði nánast í rúst starfsferil Björns Frið- finnssonar ráðuneytisstjóra í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu. Vont fordæmi Málavextir voru þeir að í desember árið 2005 skipaði Valgerður Sverris- dóttir, þáverandi viðskipta- og iðnað- arráðherra, Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytis- ins án auglýsingar. Kristján er reynd- ur embættismaður og vinur Finns Ingólfssonar, forvera Valgerðar í iðn- aðarráðuneytinu. Þegar Valgerður skipaði Kristján hafði Björn Friðfinnsson, ráðuneyt- isstjóri viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins, beðið þess árum saman að fá að taka á ný við starfi sínu. Björn hafði fengið leyfi frá störfum árið 1993 til þess að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra hjá ESA, Eftirlitsstofn- unar EFTA í Brussel. Finnur Ingólfs- son kallaði Björn heim árið 1996 til að gegna ráðuneytisstjórastarfinu á ný. Björn flutti búferlum heim en þegar til átti að taka þóknaðist Finni ekki að fá hann aftur í ráðuneytið. Þrátt fyrir sérstaka samninga við fjóra ráðherra varð engu um þokað og fór Björn aldrei aftur inn í ráðuneytið. Heimildir eru fyrir því að ráðherr- arnir Finnur Ingólfsson og Valgerð- ur Sverrisdóttir hafi í einkasamtöl- um bæði fullyrt að Björn fengi starfið sitt ekki aftur meðan þau fengju ein- hverju um ráðið. Sem kunnugt er lyktaði málinu með réttarsátt þar sem ríkið var knú- ið til þess að greiða Birni óskert ráðu- neytisstjóralaun til sjötugs, en auk þess tveggja milljóna króna miska- bætur, sem teljast háar. Jakob Möller, lögfræðingur Björns Friðfinnssonar, sagði að lokinni rétt- arsátt, að hvergi væri að finna hnökra á embættisfærslu Björns og því væri málið illskiljanlegt. „Það eina sem ég get látið mér detta í hug er það að Björn hafi það til saka unnið, sem og einnig langstærstur hluti þjóðarinn- ar, að vera ekki framsóknarmaður,“ sagði Jakob. Aðgerðir ráðherranna tveggja gegn Birni Friðfinnssyni eru dæmi um spillt vinnubrögð. „Í réttarríkinu fer stjórnsýslan í einu og öllu að lög- um sem endurspegla almannahags- muni á meðan annarleg sjónarmið ráða ferðinni í spilltu þjóðfélagi,“ rit- aði Páll Þórhallsson, nú embættis- maður í forsætisráðuneytinu, í grein um spillingu sem birt var í Morgun- blaðinu í febrúar árið 2002. fréttir 23. október 2009 föstudagur 17 Menntamálaráðherra Katrín Jakobs- dóttir samdi við Baldur Guðlaugsson um að hann færi í leyfi til áramóta vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málum sem tengjast honum. Starfsbróðir og vinur Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari lýsir Baldri sem heiðarlegum og gegnheilum sómamanni. „Yes Minister“ Því hefur margoft verið haldið fram að í fjármálaráðherratíð Árna Mathiesen hafi Baldur verið hinn raun- verulegi fjármálaráðherra. Þingmenn Framsóknarflokksins kölluðu Baldur yfirráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneytisstjóri án ráðuneytis Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri varð framkvæmdastjóri ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á vegum stjórnvalda árið 1993. Hann átti ekki afturkvæmt í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Æðstráðandinn Mjög náið samband var milli Baldurs og Davíðs Oddssonar í forsætisráðherratíð hans frá árinu 2000 er Baldur varð ráðuneytisstjóri. Báðir eru þeir lögfræðingar, skólabræður, flokksbræður og voru meðlimir í Eimreiðarhópnum svonefnda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.