Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 34
34 föstudagur 23. október 2009 helgarblað
„Auðvitað dregur svona lífsreynsla úr manni
vissan styrk á meðan sárin eru enn þá opin. En
um leið og þau fara að gróa og um leið og mað-
ur tekur meðvitaða ákvörðun um að vinna úr
reynslunni getur hún raunverulega snúist upp
í styrk. Þegar fólk er komið á þann stað getur
það hugsað með sér: Ég hef sannað fyrir sjálfri
mér að ég gat lifað af þessa lífsreynslu og fund-
ið hamingjuna á ný þannig að það hlýtur að
vera ansi mikið í mig spunnið,“ segir Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir, leikskáld og rithöfundur.
Þórdís gaf nýverið út bókina „Á manna-
máli“ þar sem hún fjallar um kynbundið of-
beldi á Íslandi og brotalamir í íslensku dóms-
kerfi þegar kemur að kynferðisbrotamálum.
Þórdís talar í bókinni af eigin reynslu þar sem
henni varð nauðgað þegar hún var sextán ára.
Hún hefur síðan unnið mikið með þá reynslu
og finnst hún í dag hafa lagt hana að baki sér.
Fráhrindandi merkimiðar
Að mati Þórdísar er líf eftir ofbeldi vanrækt-
ur vinkill í samfélagsumræðu um kynferðis-
ofbeldi. „Ég skammast út í fjölmiðla því mér
finnst þeir reyna að gera sér mat úr ofbeldi
sem fólk er beitt. Ofbeldi er samfélagsmein og
að vissu leyti af því góða þegar slík þögn er rof-
in en mig óar við því þegar það er gert í æsi-
fréttastíl. Ofbeldi hefur verið söluvara. Lífs-
reynsla fólks hefur verið sett fram á neikvæðan
og einstrengingslegan hátt sem býður í raun
ekki upp á að lesandinn eða áhorfandinn sjái
fyrir sér að viðkomandi geti öðlast hamingju á
ný eða öðlast líf eftir ofbeldi. Ég held að þetta
auki á vandann.
Ég ákvað í bókinni að stíga fram fyrir
skjöldu og segja frá reynslu minni af kynferðis-
legu ofbeldi. Í mörg ár hafði opinber umræða
hins vegar mikinn fælingarmátt fyrir mann-
eskju eins og mig, því ég vil meina að ég sé
sterk manneskja, hafi bein í nefinu og skoðan-
ir á hlutunum. Hið týpíska fórnarlamb, sem er
reyndar orð sem ég forðast að nota, er birt sem
manneskja sem búið er að murka sálartóruna
úr, er lifandi dáin og nánast hulstur utan um
eitthvað sem var. Í öll þau ár sem ég var að
gera upp hug minn og var að vinna úr minni
reynslu langaði mig ekkert að ganga í þann
hóp. Mér fannst lýsingin mjög fráhrindandi.
Lýsingin hefur í gegnum tíðina verið á einn
veg. Ég held að það geri það að verkum að fólk
sem upplifir sig ekki sem sálarmyrt og örkuml-
að eigi til að þegja og stíga ekki fram því það
vill ekki láta flokka sig á þennan hátt. Það leið-
ir til þess að við missum af þeirra sjónarmiði,
við missum af þessum mikilvæga vinkli og ég
myndi segja að fyrir þá sem verða fyrir ofbeldi
er miklu mikilvægara að heyra um hvernig fólk
vinnur úr slíkri reynslu en að heyra um niður-
læginguna, þótt það selji kannski fleiri tíma-
rit.“
algjör vanmáttur
Þekkt er að þeir sem verða fyrir ofbeldi upp-
lifa gríðarlegan vanmátt og segir Þórdís orð-
ræðuna í samfélaginu
skipta máli fyrir hvern-
ig fólk upplifir sig sem
brotaþola. „Fyrir marga
er það erfiðasta hindr-
unin að komast yfir
vanmáttinn, að öðlast
aftur sjálfstraust og trú á því að maður stjórni
eigin lífi og aðstæðum. Ég held að orð eins og
„fórnarlamb“ auki á þennan vanmátt. Orð-
ið lýsir umkomulausu, varnarlausu ungviði,
skepnu sem er bundin á altari. Það er ekki til
varnarlausari mynd. Vanmátturinn er algjör.
Ef svona orð eru notuð til að lýsa manneskju
sem hefur unnið sigra, unnið úr ofbeldinu sem
hún var beitt og er komin á góðan stað í lífinu
ertu í raun að setja hana aftur í aðstæður van-
máttar.“
Þórdís vill því frekar nota orðið „brotaþoli“
yfir þolanda kynferðisofbeldis. „Enginn sem
heldur áfram með lífið í kjölfar ofbeldis er
fórnarlamb. Maður er fórnarlamb á meðan á
ofbeldinu stendur, á meðan maður er í þeim
aðstæðum að geta enga björg sér veitt. En um
leið og ofbeldinu lýkur og viðkomandi tek-
ur ákvörðun um að halda áfram með líf sitt er
maður strax hættur að vera fórnarlamb.“
Páskaungi og bílasölumaður
Þórdís segir brotaþola óttast þann merkimiða
sem oft fylgir því að greina frá ofbeldi, að fólk
sé hrætt um að verða skilgreint út frá ofbeldinu
frekar en manneskjan sem það er. „Hér er ég
sjálf sek. Ég datt í þá gryfju að fara að skilgreina
mig út frá því sem henti mig. Einn daginn var
ég á slæmum stað hvað það varðar og langaði
mikið að losna við þessa ranghugmynd, því
innst inni vissi ég að þetta var ranghugmynd.
Ég var svo miklu meira en þessi atburður. Ég
ákvað því að setjast niður og gera lista yfir það
sem ég hef upplifað og það sem einkennt hef-
ur líf mitt. Þetta voru bæði stórir atburðir og
litlir og ómerkilegir.
Ég byrjaði á því að skrifa niður nokkur störf
sem ég hef unnið. Ég hef verið páskaungi í
Hagkaupum, ég hef verið barþjónn, ég hef
verið glasabarn, ég hef verið bílasölumaður.
Þórdís elva Þorvaldsdóttir er ákveðin og sterk ung kona. Henni
var nauðgað þegar hún var unglingur en hefur síðan unnið mikið
með þá reynslu og finnst hún hafa lagt hana að baki. Í viðtali
við erlu hlynsdóttur segir Þórdís Elva frá því hversu mikið það
hjálpaði henni að gera lista með 100 atriðum sem einkennt hafa
líf hennar og að í kjölfarið hætti hún að skilgreina sig út frá of-
beldinu sem hún var beitt.
„Ég er löngu komin yfir það að finn-
ast þetta eitthvert feimnismál sem
Ég þarf að skammast mín fyrir.“
margbrotin Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur
hjálpað lambi að fæðast, drukkið Manhattan á
Manhattan og þurft að biðjast afsökunar eftir að
hafa hagað sér eins og fáviti. Hún er því miklu meira
en brotaþoli kynferðisofbeldis. mynd kristinn magnússon
„Ég er ekki
fÓrnarlamb“