Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is
Þóra Karitas Árnadóttir
leikkona í Reykjavík
Þóra fæddist í London en ólst upp
undir Eyjafjöllum og í Reykjavík.
Hún var í Grunnskólanum að Skóg-
um undir Eyjafjöllum, í Æfinga-
deild KHÍ í einn vetur, í Austurbæj-
arskólanum, á Laugum í Reykjadal
í tvo vetur, lauk stúdentsprófi frá
MR 1998, BA-prófi í guðfræði við
HÍ 2003 og lauk prófum í leiklist frá
Webber Douglas Academy of Dra-
matic Art í London 2006.
Þóra var dagskrárgerðarkona á
Skjá einum 1999-2003, var blaða-
maður við Fréttablaðið 2003-2004,
var skrifta við kvikmyndina Kalda-
ljós 2003 og hefur síðan starfað
sem leikkona.
Fyrsta hlutverk Þóru var í Svört-
um ketti hjá LA. Þá lék hún í Fool
for Love og var tilnefnd til Grím-
unnar fyrir hlutverk sitt þar. Hún
lék m.a. í Engilsprettunum og Hart
í bak í Þjóðleikhúsinu í fyrra og
hefur leikið í ýmsum barnaleikrit-
um. Hún lék í einleiknum Ég heiti
Rachel Corrie í Borgarleikhús-
inu 2009 og leikur nú í framhalds-
gamanþáttunum Ástríði á Stöð 2.
Þá hefur hún leikið í nokkrum af
þáttunum Stelpurnar á Stöð 2, lék
í Rétti, þætti um lögfræðileg álita-
mál og leikur í Spaugstofunni nú
um helgina.
Þóra sat í stjórn UNIFEM á Ís-
landi og var ritstjóri ársrits félags-
ins.
Fjölskylda
Kærasti Þóru er Sigurður Guðjóns-
son, f. 6.10. 1975, myndlistarmað-
ur.
Sonur Sigurðar er Flóki Hrafn
Sigurðsson, f. 18.8. 2004.
Albróðir Þóru eru Einar Árna-
son, f. 24.5. 1978, myndatökumað-
ur í Reykjavík.
Hálfsystur Þóru eru Erla Rut
Árnadóttir, f. 6.12. 1995, grunn-
skólanemi; Anna Rós Árnadóttir, f.
14.4. 1998, grunnskólanemi.
Stjúpsystir Þóru er Ása Lind
Finnbogadóttir, f. 6.2. 1972, kenn-
ari í Reykjavík.
Foreldrar Þóru: Árni Blandon
Einarsson, f. 23.12. 1950, kennari á
Selfossi, og Guðbjörg Þórisdóttir, f.
25.3. 1952, skólastjóri í Reykjavík.
Kona Árna er Guðrún Einars-
dóttir, f. 14.9. 1954, skólasálfræð-
ingur.
30 ára á föstudag 50 ára á sunnudag
Skúli Gautason
leikaRi, hljómlistaRmaðuR og viðbuRðastjóRi
Skúli fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum, á Ásvallagöt-
unni. Hann gekk i Vesturbæjarskóla,
Melaskólann, í Barnaskóla Vestur-
Landeyja einn vetur, var í Hagaskól-
anum, var eitt ár skiptinemi á vegum
AFS í Texas, lauk stúdentsprófi frá
MR 1979, hóf síðar nám við Leiklist-
arskóla íslands og lauk þaðan próf-
um 1986.
Skúli lagðist í ferðalög eftir stúd-
entspróf, stundaði síðan ýmis störf,
s.s. sjómennsku og byggingarvinnu
og starfaði um skeið við tölvudeild
Olíufélagsins hf. Skúli var fastráð-
inn leikari við Leikfélag Akureyrar
hjá LA 1986-88, lausráðinn 1991-93,
þá fastráðinn 1995-98 og aftur 2000-
2005. Hann hefur auk þess leikið
með Möguleikhúsinu og nokkrum
frjálsum atvinnuleikhópum, m.a.
Kaþarsis, Regínu og fjöllistahópnum
Hey. Meðal eftirminnilegra sýninga
sem Skúli hefur leikið í eru Hvenær
kemurðu aftur, Rauðhærði ridd-
ari?, Ó muna tíð og Tartuffe. Hjá LA
lék hann m.a. Guðmund á Búrfelli
í Pilti og stúlku, rússneska herfor-
ingjann í Slövum! og séra Jens Skúla
í Nönnu systur. Þá lék hann söngv-
arann og flagarann Sonny Carlsson
í söngleiknum Tjútti og trega, útfar-
arstjórann í Ólíver!, séra Benedikt í
Blessuðu barnaláni og bandaríska
hermanninn Jim í Ball í Gúttó. Skúli
lék slöngu, blóm og fleira í fallegri
sýningu á Litla prinsinum í Norræna
húsinu og Ref í sýningunni Draum-
sólir vekja mig hjá Íslenska leikhús-
inu.
Skúli hefur einnig leikið í nokkr-
um kvikmyndum, Grím í Sómdómu
Reykjavík, Gemsum og Nei er ekk-
ert svar. Hann lék í áramótaskaupinu
árin 2001-2003 og þótti m.a. takast
býsna vel að túlka Boga Ágústsson.
Skúli hefur leikstýrt um fjörutíu sýn-
ingum hjá leikfélögum víða um land.
Má þar nefna Mýs og menn með
Freyvangsleikhúsinu, Tobacco Road
með Leikfélagi Hólmavíkur og Gull-
brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar.
Hann stýrði FenrisIV-verkefninu sem
var samstarfsleikhúsverkefni um
sextíu og fimm ungmenna frá öllum
Norðurlöndunum og tveim óperu-
uppfærslum, Sígaunabaróninum og
Helenu fögru. Skúli var dagskrár-
gerðarmaður hjá RÚV 1988-89 þar
sem hann hafði umsjón með þátt-
unum Hvað er á seyði og Á sveimi.
Hann hefur einnig starfað sem út-
varpsmaður hjá RÚV.
Skúli var einn af stofnendum Bif-
hjólasamtaka lýðveldisins, Snigla,
enda með ólæknandi mótorhjóla-
dellu og ekur jafnan á gömlu BMW-
hjóli. Skömmu síðar stofnaði hann
hljómsveitina Sniglabandið og hef-
ur leikið með henni með hléum til
þessa dags. Sniglabandið fór fræga
tónleikaferð til Sovétríkjanna 1989,
rétt áður en þau liðu undir lok.
Sniglabandið var með eftirminni-
lega útvarpsþætti á Rás 2 þar sem
hljómsveitin lék óskalög og spjallaði
við hlustendur. Skúli hefur sungið og
leikið inn á 16 hljómplötur. Hann hef-
ur samið fjölmörg lög og texta, þeirra
þekktast er hið síunga Jólahjól. Skúli
stundar meistaranám í menningar-
stjórnun við Háskólann á Bifröst og
er nú að vinna að lokaverkefni þess.
Það fjallar um bæjarhátíðir á Íslandi.
Skúli hóf störf sem viðburðastjóri á
Höfuðborgarstofu síðla árs 2007. Í
því starfi skipuleggur hann margar
af helstu hátíðum sem haldnar eru í
Reykjavík; nýliðinni Menningarnótt,
komandi Safnanótt og Barnalistahá-
tíð næsta vor.
Fjölskylda
Kona Skúla er Þórhildur Örvarsdóttir,
f. 18.4. 1976, söngkona og söngkenn-
ari. Hún er dóttir Örvars Kristjáns-
sonar, tónlistarmanns í Reykjavík, og
Hildar Svövu Karlsdóttur, læknarit-
ara í Hveragerði.
Börn Skúla og Þórhildar eru Véný
og Æsa Skúladætur, f. 12.2. 1999 og
Brynjólfur Skúlason, f. 25.01.2002.
Dóttir Skúla og Halldóru Geir-
harðsdóttur leikkonu er Steiney
Skúladóttir, f. 7.1. 1990.
Systkini Skúla: Nína Gautadóttir,
f. 28.6. 1946, myndlistarkona; Brynj-
ólfur Gautason f. 29.9. 1947, d. 21.12.
1967.
Foreldrar Skúla: Gauti Hannes-
son, f. 7.8.1909, d. 4.4.1982, kenn-
ari, lengst af við Miðbæjarskólann í
Reykjavík, og Elín Guðjónsdóttir, f.
4.5. 1926, húsmóðir.
Ása fæddist í Reykjavík og ólst upp
í Sigtúninu þar sem hún lék sér við
höggmyndir Ásmundar Sveinsson-
ar. Hún útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla Íslands 1976, stundaði síðar
framhaldsnám í París í kennslufræði
og leikrænni tjáningu við Nouvelle
Sorbonne III, stundaði nám við KHÍ
og lauk þaðan kennaraprófi 1996 og
lauk MA-prófi í Drama and Theater
Education frá University of Warwick
2002.
Ása starfaði hjá Alþýðuleikhús-
inu um skeið og fór í leikferðalag
með Leikfélagi Reykjavíkur (Bless-
að barnalán). Hún kenndi leiklist
við grunnskóla og framhaldsskóla
Reykjavíkurborgar í nokkur ár, var
með barna- og unglingaþætti í Rík-
isútvarpinu og hafði umsjón með
Stundinni okkar í Sjónvarpinu í þrjú
ár, ásamt Þorsteini Marelssyni rithöf-
undi. Hún vann við fararstjórn fyrir
Samvinnuferðir-Landsýn í Norm-
andí í Frakklandi og var auglýsinga-
stjóri hjá tímaritinu Heimsmynd, en
kennir nú leiklist á kjörsviðinu tón-
list – leiklist – dans við Mennta- og
vísindasvið HÍ frá 2005.
Fjölskylda
Ása giftist 17.7. 1982 Karli Gunnars-
syni, f. 20.5. 1950, sjávarlíffræðingi.
Foreldrar hans eru Doris Jessen hús-
móðir og Gunnar Tómasson verk-
fræðingur en hann er látinn..
Synir Ásu eru: Níels Hafsteins-
son, f. 2.7. 1968, framleiðslumaður í
Reykjavík en kona hans er Lára Gyða
Bergsdóttir og eiga þau tvö börn;
Trausti Hafsteinsson, f. 5.11. 1973,
blaðamaður við DV en kona hans er
Rún Kormáksdóttir og eiga þau tvær
dætur..
Bræður Ásu eru Sigurður Ragn-
arsson, f. 31.3. 1944, sálfræðingur í
Reykjavík; Andrés Ragnarsson, f. 7.5.
1954, sálfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Ásu voru Ragnar Sig-
urðsson, f. 17.4. 1916, d. 24.8. 1999,
læknir í Reykjavík, og Kristrún Níels-
dóttir f. 7.6. 1920, d. 20.11. 1994, hús-
móðir.
Ætt
Ragnar var sonur Sigurðar pr. að
Ljósavatni Guðmundssonar, b. á
Ásum í Gnúpverjahreppi Þormóðs-
sonar. Móðir Sigurðar var Ingunn
Árnadóttir, b. á Bartakoti í Selvogi
Gíslasonar.
Móðir Ragnars var Dorothea Bót-
hildur Proppé, dóttir Claus Eggerts
Diedrich Proppé, bakara í Hafnar-
firði, frá Neumünster í Slésvík. Móð-
ir Dorotheu var Helga Jónsdóttir, b.
á Grjóteyri í Kjós Jónssonar yngra.
Móðir Helgu var Bóthildur Bjarna-
dóttir, systir Sigurðar, langafa Sig-
rúnar, móður Jóns Magnússonar
hrl., föður Jónasar, fyrrv. forstöðu-
manns Bankaeftirlitsins. Dorothea
var systir Jóns, afa Vésteins Lúðvíks-
sonar rithöfundar. Annar bróðir var
Ólafur, afi Ólafs Proppé, fyrrv. rekt-
ors KHÍ. Helga, móðir Dorotheu, var
systir Gests, langafa Péturs Björns-
sonar, forstjóra Vífilfells. Örnólfur
var bróðir Jóns eldra sem var langafi
Einars Benediktssonar skálds.
Kristrún var dóttir Níelsar, útgerð-
armanns á Akranesi Kristmannsson-
ar, Tómassonar, hreppstjóra á Bjargi
á Akranesi Erlendssonar. Móðir
Kristmanns var Kristrún Hallgríms-
dóttir. Móðir Níelsar var Helga Níels-
dóttir, útvegsbónda í Lambhúsum
Magnússonar og Helgu Bjarnadótt-
ur.
Móðir Kristrúnar var Margrét
Jónsdóttir, prófasts á Miðteigi á
Akranesi Sveinssonar á Ytri-Löngu-
mýri Þorleifssonar.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
60 ára á sunnudag
Ása Helga Ragnarsdóttir
leikaRi og kennaRi við hí
Aðalheiður D. Einarsdóttir
húsmóðiR í hafnaRfiRði
Aðalheiður fæddist á
Hornafirði og ólst þar
upp fyrstu sex árin en
síðan í Reykjavík. Hún
var í Fellaskóla.
Aðalheiður vann í
frystihúsinu Borgey á
Höfn í Hornafirði á ungl-
ingsárunum, vann við
leikskóla í Reykjavík í
þrjú ár og vann á Súfist-
anum í Hafnarfirði.
Aðalheiður er mikil hestamann-
eskja, átti hesta og keppti á hesta-
mótum.
Fjölskylda
Eiginmaður Aðalheiðar er Ágúst
Ragnar Reynisson, f. 16.6. 1983,
kokkur.
Börn Aðalheiðar og Ágústs Ragn-
ars eru Erlendur, f. 18.5. 1999; Tinna
Rut, f. 10.6. 2001; Hilmar Freyr, f.
25.4. 2009.
Alsystkini Aðalheiðar
eru Rakel Þóra Einars-
dóttir, f. 27.8. 1970, versl-
unarmaður á Höfn; Eydís
Dóra Einarsdóttir, f. 29.6.
1972, húsmóðir á Höfn;
Þórólfur Örn Einarsson,
f. 7.3. 1975, starfsmað-
ur við fiskmarkaðinn á
Höfn.
Hálfsystir Aðalheiðar, sam-
mæðra, er Katrín Ingólfsdóttir, f.
22.12. 1990, au pair í London.
Hálfsystkini Aðalheiðar, sam-
feðra, eru Þórdís María Einarsdóttir,
f. 14.6. 2000; Kjartan Jóhann Einars-
son, f. 1.12. 2003.
Foreldrar Aðalheiðar eru Ein-
ar Jóhann Þórólfsson, f. 16.4. 1949,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins
á Höfn í Hornafirði, og Sigrún Ellen
Einarsdóttir, f. 28.2. 1951, húsmóðir.
30 ára á föstudag
Guðmundur Steingrímsson
PaPa jazz
Þau leiðu mistök áttu sér
stað í afmælisgrein sem
birtist um Guðmund
Steingrímsson, Papa Jazz,
sl. helgi að kafli um eigin-
konu hans féll niður.
Eiginkona Guðmund-
ar sl. átta ár er Helga
Dröfn Zíta Benedikts-
dóttir, f. 22.6. 1944, fyrrv.
píanókennari. Hún er
dóttir Benedikts Guð-
mundssonar kjötiðnað-
armanns sem er látinn,
og k.h., Svandísar Vil-
hjálmsdóttur sem einnig
er látin, húsmóður.
Guðmundur og Helga
eru beðin velvirðingar á
þessum mistökum.
Leiðrétting
38 föstudaguR 23. október 2009 ættfRæði