Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Þóra Karitas Árnadóttir leikkona í Reykjavík Þóra fæddist í London en ólst upp undir Eyjafjöllum og í Reykjavík. Hún var í Grunnskólanum að Skóg- um undir Eyjafjöllum, í Æfinga- deild KHÍ í einn vetur, í Austurbæj- arskólanum, á Laugum í Reykjadal í tvo vetur, lauk stúdentsprófi frá MR 1998, BA-prófi í guðfræði við HÍ 2003 og lauk prófum í leiklist frá Webber Douglas Academy of Dra- matic Art í London 2006. Þóra var dagskrárgerðarkona á Skjá einum 1999-2003, var blaða- maður við Fréttablaðið 2003-2004, var skrifta við kvikmyndina Kalda- ljós 2003 og hefur síðan starfað sem leikkona. Fyrsta hlutverk Þóru var í Svört- um ketti hjá LA. Þá lék hún í Fool for Love og var tilnefnd til Grím- unnar fyrir hlutverk sitt þar. Hún lék m.a. í Engilsprettunum og Hart í bak í Þjóðleikhúsinu í fyrra og hefur leikið í ýmsum barnaleikrit- um. Hún lék í einleiknum Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleikhús- inu 2009 og leikur nú í framhalds- gamanþáttunum Ástríði á Stöð 2. Þá hefur hún leikið í nokkrum af þáttunum Stelpurnar á Stöð 2, lék í Rétti, þætti um lögfræðileg álita- mál og leikur í Spaugstofunni nú um helgina. Þóra sat í stjórn UNIFEM á Ís- landi og var ritstjóri ársrits félags- ins. Fjölskylda Kærasti Þóru er Sigurður Guðjóns- son, f. 6.10. 1975, myndlistarmað- ur. Sonur Sigurðar er Flóki Hrafn Sigurðsson, f. 18.8. 2004. Albróðir Þóru eru Einar Árna- son, f. 24.5. 1978, myndatökumað- ur í Reykjavík. Hálfsystur Þóru eru Erla Rut Árnadóttir, f. 6.12. 1995, grunn- skólanemi; Anna Rós Árnadóttir, f. 14.4. 1998, grunnskólanemi. Stjúpsystir Þóru er Ása Lind Finnbogadóttir, f. 6.2. 1972, kenn- ari í Reykjavík. Foreldrar Þóru: Árni Blandon Einarsson, f. 23.12. 1950, kennari á Selfossi, og Guðbjörg Þórisdóttir, f. 25.3. 1952, skólastjóri í Reykjavík. Kona Árna er Guðrún Einars- dóttir, f. 14.9. 1954, skólasálfræð- ingur. 30 ára á föstudag 50 ára á sunnudag Skúli Gautason leikaRi, hljómlistaRmaðuR og viðbuRðastjóRi Skúli fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum, á Ásvallagöt- unni. Hann gekk i Vesturbæjarskóla, Melaskólann, í Barnaskóla Vestur- Landeyja einn vetur, var í Hagaskól- anum, var eitt ár skiptinemi á vegum AFS í Texas, lauk stúdentsprófi frá MR 1979, hóf síðar nám við Leiklist- arskóla íslands og lauk þaðan próf- um 1986. Skúli lagðist í ferðalög eftir stúd- entspróf, stundaði síðan ýmis störf, s.s. sjómennsku og byggingarvinnu og starfaði um skeið við tölvudeild Olíufélagsins hf. Skúli var fastráð- inn leikari við Leikfélag Akureyrar hjá LA 1986-88, lausráðinn 1991-93, þá fastráðinn 1995-98 og aftur 2000- 2005. Hann hefur auk þess leikið með Möguleikhúsinu og nokkrum frjálsum atvinnuleikhópum, m.a. Kaþarsis, Regínu og fjöllistahópnum Hey. Meðal eftirminnilegra sýninga sem Skúli hefur leikið í eru Hvenær kemurðu aftur, Rauðhærði ridd- ari?, Ó muna tíð og Tartuffe. Hjá LA lék hann m.a. Guðmund á Búrfelli í Pilti og stúlku, rússneska herfor- ingjann í Slövum! og séra Jens Skúla í Nönnu systur. Þá lék hann söngv- arann og flagarann Sonny Carlsson í söngleiknum Tjútti og trega, útfar- arstjórann í Ólíver!, séra Benedikt í Blessuðu barnaláni og bandaríska hermanninn Jim í Ball í Gúttó. Skúli lék slöngu, blóm og fleira í fallegri sýningu á Litla prinsinum í Norræna húsinu og Ref í sýningunni Draum- sólir vekja mig hjá Íslenska leikhús- inu. Skúli hefur einnig leikið í nokkr- um kvikmyndum, Grím í Sómdómu Reykjavík, Gemsum og Nei er ekk- ert svar. Hann lék í áramótaskaupinu árin 2001-2003 og þótti m.a. takast býsna vel að túlka Boga Ágústsson. Skúli hefur leikstýrt um fjörutíu sýn- ingum hjá leikfélögum víða um land. Má þar nefna Mýs og menn með Freyvangsleikhúsinu, Tobacco Road með Leikfélagi Hólmavíkur og Gull- brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann stýrði FenrisIV-verkefninu sem var samstarfsleikhúsverkefni um sextíu og fimm ungmenna frá öllum Norðurlöndunum og tveim óperu- uppfærslum, Sígaunabaróninum og Helenu fögru. Skúli var dagskrár- gerðarmaður hjá RÚV 1988-89 þar sem hann hafði umsjón með þátt- unum Hvað er á seyði og Á sveimi. Hann hefur einnig starfað sem út- varpsmaður hjá RÚV. Skúli var einn af stofnendum Bif- hjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, enda með ólæknandi mótorhjóla- dellu og ekur jafnan á gömlu BMW- hjóli. Skömmu síðar stofnaði hann hljómsveitina Sniglabandið og hef- ur leikið með henni með hléum til þessa dags. Sniglabandið fór fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna 1989, rétt áður en þau liðu undir lok. Sniglabandið var með eftirminni- lega útvarpsþætti á Rás 2 þar sem hljómsveitin lék óskalög og spjallaði við hlustendur. Skúli hefur sungið og leikið inn á 16 hljómplötur. Hann hef- ur samið fjölmörg lög og texta, þeirra þekktast er hið síunga Jólahjól. Skúli stundar meistaranám í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú að vinna að lokaverkefni þess. Það fjallar um bæjarhátíðir á Íslandi. Skúli hóf störf sem viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu síðla árs 2007. Í því starfi skipuleggur hann margar af helstu hátíðum sem haldnar eru í Reykjavík; nýliðinni Menningarnótt, komandi Safnanótt og Barnalistahá- tíð næsta vor. Fjölskylda Kona Skúla er Þórhildur Örvarsdóttir, f. 18.4. 1976, söngkona og söngkenn- ari. Hún er dóttir Örvars Kristjáns- sonar, tónlistarmanns í Reykjavík, og Hildar Svövu Karlsdóttur, læknarit- ara í Hveragerði. Börn Skúla og Þórhildar eru Véný og Æsa Skúladætur, f. 12.2. 1999 og Brynjólfur Skúlason, f. 25.01.2002. Dóttir Skúla og Halldóru Geir- harðsdóttur leikkonu er Steiney Skúladóttir, f. 7.1. 1990. Systkini Skúla: Nína Gautadóttir, f. 28.6. 1946, myndlistarkona; Brynj- ólfur Gautason f. 29.9. 1947, d. 21.12. 1967. Foreldrar Skúla: Gauti Hannes- son, f. 7.8.1909, d. 4.4.1982, kenn- ari, lengst af við Miðbæjarskólann í Reykjavík, og Elín Guðjónsdóttir, f. 4.5. 1926, húsmóðir. Ása fæddist í Reykjavík og ólst upp í Sigtúninu þar sem hún lék sér við höggmyndir Ásmundar Sveinsson- ar. Hún útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Íslands 1976, stundaði síðar framhaldsnám í París í kennslufræði og leikrænni tjáningu við Nouvelle Sorbonne III, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kennaraprófi 1996 og lauk MA-prófi í Drama and Theater Education frá University of Warwick 2002. Ása starfaði hjá Alþýðuleikhús- inu um skeið og fór í leikferðalag með Leikfélagi Reykjavíkur (Bless- að barnalán). Hún kenndi leiklist við grunnskóla og framhaldsskóla Reykjavíkurborgar í nokkur ár, var með barna- og unglingaþætti í Rík- isútvarpinu og hafði umsjón með Stundinni okkar í Sjónvarpinu í þrjú ár, ásamt Þorsteini Marelssyni rithöf- undi. Hún vann við fararstjórn fyrir Samvinnuferðir-Landsýn í Norm- andí í Frakklandi og var auglýsinga- stjóri hjá tímaritinu Heimsmynd, en kennir nú leiklist á kjörsviðinu tón- list – leiklist – dans við Mennta- og vísindasvið HÍ frá 2005. Fjölskylda Ása giftist 17.7. 1982 Karli Gunnars- syni, f. 20.5. 1950, sjávarlíffræðingi. Foreldrar hans eru Doris Jessen hús- móðir og Gunnar Tómasson verk- fræðingur en hann er látinn.. Synir Ásu eru: Níels Hafsteins- son, f. 2.7. 1968, framleiðslumaður í Reykjavík en kona hans er Lára Gyða Bergsdóttir og eiga þau tvö börn; Trausti Hafsteinsson, f. 5.11. 1973, blaðamaður við DV en kona hans er Rún Kormáksdóttir og eiga þau tvær dætur.. Bræður Ásu eru Sigurður Ragn- arsson, f. 31.3. 1944, sálfræðingur í Reykjavík; Andrés Ragnarsson, f. 7.5. 1954, sálfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Ásu voru Ragnar Sig- urðsson, f. 17.4. 1916, d. 24.8. 1999, læknir í Reykjavík, og Kristrún Níels- dóttir f. 7.6. 1920, d. 20.11. 1994, hús- móðir. Ætt Ragnar var sonur Sigurðar pr. að Ljósavatni Guðmundssonar, b. á Ásum í Gnúpverjahreppi Þormóðs- sonar. Móðir Sigurðar var Ingunn Árnadóttir, b. á Bartakoti í Selvogi Gíslasonar. Móðir Ragnars var Dorothea Bót- hildur Proppé, dóttir Claus Eggerts Diedrich Proppé, bakara í Hafnar- firði, frá Neumünster í Slésvík. Móð- ir Dorotheu var Helga Jónsdóttir, b. á Grjóteyri í Kjós Jónssonar yngra. Móðir Helgu var Bóthildur Bjarna- dóttir, systir Sigurðar, langafa Sig- rúnar, móður Jóns Magnússonar hrl., föður Jónasar, fyrrv. forstöðu- manns Bankaeftirlitsins. Dorothea var systir Jóns, afa Vésteins Lúðvíks- sonar rithöfundar. Annar bróðir var Ólafur, afi Ólafs Proppé, fyrrv. rekt- ors KHÍ. Helga, móðir Dorotheu, var systir Gests, langafa Péturs Björns- sonar, forstjóra Vífilfells. Örnólfur var bróðir Jóns eldra sem var langafi Einars Benediktssonar skálds. Kristrún var dóttir Níelsar, útgerð- armanns á Akranesi Kristmannsson- ar, Tómassonar, hreppstjóra á Bjargi á Akranesi Erlendssonar. Móðir Kristmanns var Kristrún Hallgríms- dóttir. Móðir Níelsar var Helga Níels- dóttir, útvegsbónda í Lambhúsum Magnússonar og Helgu Bjarnadótt- ur. Móðir Kristrúnar var Margrét Jónsdóttir, prófasts á Miðteigi á Akranesi Sveinssonar á Ytri-Löngu- mýri Þorleifssonar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á sunnudag Ása Helga Ragnarsdóttir leikaRi og kennaRi við hí Aðalheiður D. Einarsdóttir húsmóðiR í hafnaRfiRði Aðalheiður fæddist á Hornafirði og ólst þar upp fyrstu sex árin en síðan í Reykjavík. Hún var í Fellaskóla. Aðalheiður vann í frystihúsinu Borgey á Höfn í Hornafirði á ungl- ingsárunum, vann við leikskóla í Reykjavík í þrjú ár og vann á Súfist- anum í Hafnarfirði. Aðalheiður er mikil hestamann- eskja, átti hesta og keppti á hesta- mótum. Fjölskylda Eiginmaður Aðalheiðar er Ágúst Ragnar Reynisson, f. 16.6. 1983, kokkur. Börn Aðalheiðar og Ágústs Ragn- ars eru Erlendur, f. 18.5. 1999; Tinna Rut, f. 10.6. 2001; Hilmar Freyr, f. 25.4. 2009. Alsystkini Aðalheiðar eru Rakel Þóra Einars- dóttir, f. 27.8. 1970, versl- unarmaður á Höfn; Eydís Dóra Einarsdóttir, f. 29.6. 1972, húsmóðir á Höfn; Þórólfur Örn Einarsson, f. 7.3. 1975, starfsmað- ur við fiskmarkaðinn á Höfn. Hálfsystir Aðalheiðar, sam- mæðra, er Katrín Ingólfsdóttir, f. 22.12. 1990, au pair í London. Hálfsystkini Aðalheiðar, sam- feðra, eru Þórdís María Einarsdóttir, f. 14.6. 2000; Kjartan Jóhann Einars- son, f. 1.12. 2003. Foreldrar Aðalheiðar eru Ein- ar Jóhann Þórólfsson, f. 16.4. 1949, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins á Höfn í Hornafirði, og Sigrún Ellen Einarsdóttir, f. 28.2. 1951, húsmóðir. 30 ára á föstudag Guðmundur Steingrímsson PaPa jazz Þau leiðu mistök áttu sér stað í afmælisgrein sem birtist um Guðmund Steingrímsson, Papa Jazz, sl. helgi að kafli um eigin- konu hans féll niður. Eiginkona Guðmund- ar sl. átta ár er Helga Dröfn Zíta Benedikts- dóttir, f. 22.6. 1944, fyrrv. píanókennari. Hún er dóttir Benedikts Guð- mundssonar kjötiðnað- armanns sem er látinn, og k.h., Svandísar Vil- hjálmsdóttur sem einnig er látin, húsmóður. Guðmundur og Helga eru beðin velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting 38 föstudaguR 23. október 2009 ættfRæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.