Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 38
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201538
GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ?
þeim sem svöruðu spurningunni um kyn voru 39 karlar og 145 konur en tveir grunn-
skólastjórar og þrír leikskólastjórar svöruðu ekki þar um. Kynjaskiptingu svarenda
má sjá í töflu 1. Þar sést að hlutfall kvenna meðal leikskólastjóra er mun hærra en
karla, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofunni (e.d.).
Þegar spurt var um aldur voru svarmöguleikarnir fjórir. Flestir sem svöruðu voru á
aldrinum 46–55 ára eða 43% í báðum hópum og aðeins 2% voru 35 ára og yngri (tafla
1). Samkvæmt svörum þátttakenda starfa um 44% skólastjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Haft var samband við formenn skólastjórafélaganna í febrúar 2013 og sendu þeir
í apríl vefpóst til skólastjóranna með kynningarbréfi ásamt hvatningarbréfi um þátt-
töku. Í kynningarbréfinu fengu grunn- og leikskólastjórar meðal annars upplýsingar
um tilgang rannsóknarinnar og yfirlýsingu um trúnað. Í samráði við formenn SÍ og
FSL var ítrekunarbréf sent tveimur vikum síðar. Spurningalistinn var unninn í for-
ritinu SurveyLime.
Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar um skólastjóra1
Grunnskólastjórar
Fjöldi (%)
Leikskólastjórar
Fjöldi (%)
Allir
Fjöldi (%)
Kyn
Karl 37 (46) 2 (2) 39 (21)
Kona 43 (54) 102 (98) 145 (79)
Alls 80 (43) 104 (57) 184 (79)
Aldur
35 ára eða yngri 4 (5) 0 (0) 4 (2)
36–45 ára 14 (17) 29 (27) 43 (23)
46–55 ára 35 (43) 46 (43) 81 (43)
56 ára eða eldri 29 (35) 32 (30) 61 (32)
1 Tveir leikskólastjórar og þrír grunnskólastjórar svöruðu ekki spurningu um kyn
Mælitæki
Undanfarin ár hafa margvísleg mælitæki verið hönnuð og þróuð til að mæla kulnun.
Í þessari rannsókn var notað mælitækið Copenhagen Burnout Inventory (CBI). CBI
er unnið upp úr rannsókn sem nefnist Project on Burnout, Motivation and Job Satis-
faction (PUMA), sem hófst árið 1999 og stóð yfir í fimm ár í þeim tilgangi að kanna
útbreiðslu, orsakir og afleiðingar kulnunar og mögulegt inngrip til að draga úr henni
(Det Nationale Forskningscenter for Arbejdsmiljø, 2006; Kristensen o.fl., 2005). CBI-
mælitækið var sérstaklega hannað til að mæla kulnun á Norðurlöndum og miðast
þannig við það menningarumhverfi (Kristensen o.fl., 2005). CBI var þróað með það
í huga að auka val rannsakenda og til þess að bæta fyrir suma vankanta sem eru
í mest notaða mælitækinu, Starfsþrotalista Maslach (Kristensen o.fl., 2005). Í CBI er
lögð áhersla á ofþreytu og örmögnun starfsmannsins á tilteknum sviðum í lífi hans
(Kristensen o.fl., 2005). Hér á landi hefur CBI-mælitækið verið lagt fyrir starfsmenn
fyrirtækja (sjá t.d. Ástu Sigríði Skúladóttur, 2011; Kristínu Björgu Jónsdóttur, 2012). Í
þessari rannsókn var þýðing Völu Jónsdóttur (Kristín Björg Jónsdóttir, 2012) notuð að