Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 136

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 136
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015136 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA Umræða um nauðsyn þess að bjóða fram skipulagt doktorsnám við deildir Háskólans varð einnig áberandi á árunum rétt fyrir 1990 (Magnús Guðmundsson, 2011). Rammareglur um skipulag rannsóknartengds meistara- og doktorsnáms voru samþykktar í háskólaráði 14. maí 1998, og voru síðan felldar inn í sameiginlegar regl- ur háskólans nr. 458/2000 (68. gr., sem er 69. gr. í núverandi reglum HÍ, nr. 569/2009). Í dag gilda jafnframt sérstakar reglur um meistara- og doktorsnám fyrir hvert fræða- svið og deildir.2 FÉLAGSVÍSINDADEILD Um 1990 stóð hugur fræðimanna við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands til þess að kanna tækifæri til að bjóða upp á framhaldsnám. Hvatinn var meðal annars sá að slíkt rannsóknarnám yrði lyftistöng fyrir deildina, skólann og allt samfélagið og myndi koma til móts við þá nemendur sem kysu að stunda framhaldsnám hér á landi. Háskólaárið 1990–1991 var Wolfgang Edelstein, prófessor og einn forstjóra Max Planck-stofnunarinnar í Berlín, gestaprófessor við deildina. Honum var falið að vinna að skýrslu um rök, forsendur og framkvæmd slíks náms við deildina sem hann tók saman ásamt þeim Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, dósent í uppeldis- og menntunarfræði, og Gunnari Helga Kristinssyni, dósent í stjórnmálafræði (1991). Á þeim tíma, eða rétt fyrir 1990, höfðu aðeins örfáar greinar innan Háskóla Íslands tekið upp rannsóknar- tengt framhaldsnám (Magnús Guðmundsson, 2011). Í skýrslunni voru meðal annars færð ýmis samfélagsleg rök fyrir því að koma á rannsóknartengdu framhaldsnámi við Félagsvísindadeild svo og akademísk rök fyrir Háskólann í heild og deildina sjálfa, og jafnframt var bent á persónulegan og faglegan ávinning fyrir nemendur. Einnig voru í skýrslunni ábendingar um það sem þyrfti að vera til staðar til að hægt yrði að standa fyrir metnaðarfullu framhaldsnámi við deild- ina. Segja má að þessi skýrsla hafi lagt vissan grunn að skipulagi á rannsóknartengdu framhaldsnámi við Félagsvísindadeild. Í fyrstu var áhersla lögð á meistaranám (1993) en fljótlega eftir það einnig doktorsnám (1997). Í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1993–1994 kom fyrst fram yfirlýsing Félagsvísindadeildar um að stefnt væri að meistaraprófsnámi við deildina. Þar segir meðal annars: Félagsvísindadeild áformar, með fyrirvara um nauðsynlegar fjárveitingar, að gefa kost á meistaraprófsnámi (MA-gráðu) í þeim greinum sem kenndar eru í deildinni. Gert er ráð fyrir meistaraprófsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mann- fræði, sálarfræði, stjórnmálafræði (með áherslu á stefnumótun og stjórnsýslu) og uppeldis- og menntunarfræði. Enn fremur er á næstu árum stefnt að þverfaglegu námi á tilteknum sviðum félagsvísinda og í einhverjum þeirra starfsgreina sem kenndar eru við deild- ina – þ.á m. félagsráðgjöf, kennslufræði og námsráðgjöf – þegar faglegar og fjárhags- legar forsendur eru fyrir hendi. Fjölbreytni námsleiða skólaárið 1993–1994 ræðst af fjármagi og mannafla deildarinnar. (Háskóli Íslands, 1993, bls. 394)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.