Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 90

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 90
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201590 SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU sýni sveigjanleika og leiti nýrra leiða ef kennsluaðferðir henta ekki nemendum (Hafdís Guðjónsdóttir, 2008). Ætla má að jákvæð viðhorf og skilningur séu forsenda þess að svo geti orðið þótt auðvitað þurfi fleira að koma til, svo sem tími, úrræði og fjármagn. Athyglisvert er að í þessari rannsókn töldu afar fáir foreldrar viðmót og hegðun kenn- ara hindra þátttöku barna sinna. Hins vegar taldi aðeins helmingur foreldra getu- mikilla barna með einhverfu að viðmót og hegðun kennara og annars starfsfólks stuðl- aði að þátttöku barnanna eða hefði ekki áhrif og rúmlega 40% foreldranna töldu þessa þætti stundum stuðla að og stundum draga úr þátttöku. Niðurstöðurnar eru ekki síður athyglisverðar þegar litið er til þess að íslenskir kennarar telja þekkingu sína og getu til að sinna þörfum nemanda með einhverfu vera góða (Björn Gauti Björnsson, 2012; Reykjavíkurborg, Menntasvið, 2010). Því virðist það vera nokkuð ljóst að ekki er hægt að leggja að jöfnu þekkingu á þörfum og einkennum einhverfu annars vegar og hins vegar það hvernig stuðlað er að þátttöku nemenda með einhverfu í skólanum í reynd. Íslensk samanburðarrannsókn á þátttöku nemenda með hreyfihömlun og nemenda með sálfélagslegan vanda leiddi í ljós að algengara var að komið væri til móts við þarfir nemenda með hreyfihömlun með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Höfundar veltu fyrir sér hvort ástæða þess væri skortur á skilningi á þörfum nemenda með vanda af sálfélagslegum toga (Snæfríður Þóra Egilson og Hemmingsson, 2009) eins og einhverfu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að markvissra úrbóta sé þörf til að tryggja betur skólaþátttöku nemenda með einhverfu. Styrkur og takmarkanir Meginstyrkleiki rannsóknarinnar felst í nýmæli hennar og vali á þátttakendum. Úrtak rannsóknarhóps samanstóð af foreldrum allra 8–17 ára barna sem greinst höfðu með einhverfu og voru með greindartölu yfir 80 stigum. Gerð var pörun við jafnaldra barna í rannsóknarhópi sem fædd voru í sama mánuði og búsett í sama bæjarfélagi. Hlutfall drengja og stúlkna í báðum hópum var sambærilegt. Svarhlutfall rannsóknarhóps var einungis tæp 35% en þar sem úrtakið náði til þýðis foreldra getumikilla barna með einhverfu sem höfðu hlotið greiningu árið 2013 má telja að svarhlutfall sé viðunandi. Óvenju hátt hlutfall foreldra var með háskólapróf. Vert er að taka fram að rannsóknin endurspeglar fyrst og fremst sjónarhorn mæðra en þær voru í miklum meirihluta svarenda og ekki er vitað hvort feður meta þátttöku barnanna á sambærilegan hátt. Við túlkun niðurstaðna ber einnig að hafa í huga að börn og foreldrar kunna að leggja ólíkt mat á reynslu og aðstæður barnanna. Í rannsókn á lífsgæðum íslenskra barna með einhverfu voru börnin almennt sátt við þátttöku sína í skólastarfi en töldu hana þó minni en fram kom meðal jafnaldra í samanburðarhópi. Foreldrar upplifðu hins vegar meiri erfiðleika hjá einhverfum börnum sínum (Linda Björk Ólafsdóttir o.fl., 2014).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.