Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 129
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 129
GUÐNÝ S. GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Inngangur að uppeldisfræði 7e, Þroski barna og unglinga A 5e, Saga og félagsfræði
menntunar A 5e. Hugfræði I 3e, Nám og hugsun eða Nám og námsáhugi 5e, Upp-
eldisleg samskipti og leiðsögn 6e, Umræðufundir um uppeldisfræði 3e, Aðferðafræði
1 4e, Aðferðafræði II 4e, Aðferðafræði III 4e, Forspjallsvísindi 3e, Íslenska þjóðfélagið
A 3e, BA ritgerð 6e. Valnámskeið í uppeldisfræði amk. 18e; (Frjálst val 14e). (HÍ.
Námsnefnd í uppeldisfræði, Gjörðabók I; Háskóli Íslands, 1981)
Það er athyglisvert hve valið er mikið, enda var það eitt af því sem gerði uppeldis-
fræðina vinsæla að nemar gátu hagað námi sínu í samræmi við eigin áhugasvið og
það sem þeir ætluðu að gera í námi eða starfi eftir útskrift.
Þeir sem luku BA-námi í greininni gátu farið í margs konar framhaldsnám og
viðbótarnám á sviði menntavísinda, meðal annars í náms- og starfsráðgjöf, eða
í kennsluréttindanám, en einnig í öðrum greinum og deildum háskóla. Einnig var
aukagreinin uppeldisfræði (30e) lengi vinsæl, ekki síst vegna skörunar við kennslu-
réttindanámið í kennslufræði um tíma.
Kennsluskráin í uppeldisfræði þróaðist frá ári til árs, í takt við hræringar í fræð-
unum og rannsóknarsvið kennara. Uppeldis- og menntunarfræðin var skilgreind
sem fræðin sem fjalla um uppeldi og menntun, en stoðgreinar uppeldisfræðinnar eru
margar, svo sem kennslufræði, sálfræði, heimspeki, mannfræði, félagsfræði og stjórn-
málafræði. Áherslan var alls ekki síður á fræðin en á hagnýtingu. Þetta kom meðal
annars fram í mikilli áherslu á aðferðafræði og tölfræði og á rannsóknarþátttöku nem-
enda. Samsetning námsins tók mið af þessu. Einnig tók kennslan mið af reynslu og
rannsóknarsviðum kennara þar sem tengsl kennslu og rannsókna voru í fyrirrúmi.
Í bæklingi um námið frá árinu 2000 segir svo um rannsóknarsvið kennara:
Í uppeldis- og menntunarfræðiskor starfa átta fastráðnir kennarar sem vinna að fjöl-
breytilegum rannsókna- og fræðistörfum. Sem dæmi um rannsóknarsvið kennara
má nefna: Áhættuhegðun unglinga, menntun og kynferði, þróun menntakerfa,
minnihlutahópar í íslensku samfélagi, kynjafræðilegt sjónarhorn á uppeldi og fjöl-
skyldumál, menningarlæsi ungs fólks, samskiptahæfni, félagsþroski, siðgæðisþroski,
vitrænn þroski og skapandi starf, sjálfsmyndir ungs fólks, mat á félags- og heilbrigðis-
þjónustu, tengsl hugarfars og heilsufars, fagmennska og fagvitund kennara, þróun
framhaldsskóla, starfsmenntunar, háskólamenntunar og símenntunar, nýbreytni
í skólastarfi, menningarlegur margbreytileiki, starfsval ungs fólks, konur í minni-
hlutahópum, atvinnumál fatlaðra, fjölskyldur fatlaðra barna, samkynhneigð og fjöl-
skyldulíf. (Uppeldis- og menntunarfræði, 2000)
Til samanburðar við árið 1981 var samsetning námsins til 90e eftirfarandi háskólaárið
2000–2001:
Skyldunámskeið (48–49e): Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði (5e). Vinnulag
í uppeldis- og menntunarfræði í B.A. námi (3e). Kenningar í uppeldis- og mennt-
unarfræði (5e). Þroski barna og unglinga (5e). Aðferðafræði I (4e). Aðferðafræði II
(4e). Aðferðafræði III (4e). Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (4e).
B.A. ritgerð (6e). Tvö af eftirtöldum námskeiðum: Almenn félagsfræði 1(4e). Almenn