Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 129

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 129
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 129 GUÐNÝ S. GUÐBJÖRNSDÓTTIR Inngangur að uppeldisfræði 7e, Þroski barna og unglinga A 5e, Saga og félagsfræði menntunar A 5e. Hugfræði I 3e, Nám og hugsun eða Nám og námsáhugi 5e, Upp- eldisleg samskipti og leiðsögn 6e, Umræðufundir um uppeldisfræði 3e, Aðferðafræði 1 4e, Aðferðafræði II 4e, Aðferðafræði III 4e, Forspjallsvísindi 3e, Íslenska þjóðfélagið A 3e, BA ritgerð 6e. Valnámskeið í uppeldisfræði amk. 18e; (Frjálst val 14e). (HÍ. Námsnefnd í uppeldisfræði, Gjörðabók I; Háskóli Íslands, 1981) Það er athyglisvert hve valið er mikið, enda var það eitt af því sem gerði uppeldis- fræðina vinsæla að nemar gátu hagað námi sínu í samræmi við eigin áhugasvið og það sem þeir ætluðu að gera í námi eða starfi eftir útskrift. Þeir sem luku BA-námi í greininni gátu farið í margs konar framhaldsnám og viðbótarnám á sviði menntavísinda, meðal annars í náms- og starfsráðgjöf, eða í kennsluréttindanám, en einnig í öðrum greinum og deildum háskóla. Einnig var aukagreinin uppeldisfræði (30e) lengi vinsæl, ekki síst vegna skörunar við kennslu- réttindanámið í kennslufræði um tíma. Kennsluskráin í uppeldisfræði þróaðist frá ári til árs, í takt við hræringar í fræð- unum og rannsóknarsvið kennara. Uppeldis- og menntunarfræðin var skilgreind sem fræðin sem fjalla um uppeldi og menntun, en stoðgreinar uppeldisfræðinnar eru margar, svo sem kennslufræði, sálfræði, heimspeki, mannfræði, félagsfræði og stjórn- málafræði. Áherslan var alls ekki síður á fræðin en á hagnýtingu. Þetta kom meðal annars fram í mikilli áherslu á aðferðafræði og tölfræði og á rannsóknarþátttöku nem- enda. Samsetning námsins tók mið af þessu. Einnig tók kennslan mið af reynslu og rannsóknarsviðum kennara þar sem tengsl kennslu og rannsókna voru í fyrirrúmi. Í bæklingi um námið frá árinu 2000 segir svo um rannsóknarsvið kennara: Í uppeldis- og menntunarfræðiskor starfa átta fastráðnir kennarar sem vinna að fjöl- breytilegum rannsókna- og fræðistörfum. Sem dæmi um rannsóknarsvið kennara má nefna: Áhættuhegðun unglinga, menntun og kynferði, þróun menntakerfa, minnihlutahópar í íslensku samfélagi, kynjafræðilegt sjónarhorn á uppeldi og fjöl- skyldumál, menningarlæsi ungs fólks, samskiptahæfni, félagsþroski, siðgæðisþroski, vitrænn þroski og skapandi starf, sjálfsmyndir ungs fólks, mat á félags- og heilbrigðis- þjónustu, tengsl hugarfars og heilsufars, fagmennska og fagvitund kennara, þróun framhaldsskóla, starfsmenntunar, háskólamenntunar og símenntunar, nýbreytni í skólastarfi, menningarlegur margbreytileiki, starfsval ungs fólks, konur í minni- hlutahópum, atvinnumál fatlaðra, fjölskyldur fatlaðra barna, samkynhneigð og fjöl- skyldulíf. (Uppeldis- og menntunarfræði, 2000) Til samanburðar við árið 1981 var samsetning námsins til 90e eftirfarandi háskólaárið 2000–2001: Skyldunámskeið (48–49e): Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði (5e). Vinnulag í uppeldis- og menntunarfræði í B.A. námi (3e). Kenningar í uppeldis- og mennt- unarfræði (5e). Þroski barna og unglinga (5e). Aðferðafræði I (4e). Aðferðafræði II (4e). Aðferðafræði III (4e). Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (4e). B.A. ritgerð (6e). Tvö af eftirtöldum námskeiðum: Almenn félagsfræði 1(4e). Almenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.