Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 57
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 57
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Þverstæðan um lýðræðislegt skólastarf
Flest sem skólar gera nú þegar virðist tilheyra lýðræðislegu skólastarfi en jafnframt virð-
ast skólar vera svo langt frá því að lúta lýðræðislegu stjórnskipulagi eða hafa rými fyrir
val og sjálfsákvörðun að útilokað sé að þeir séu raunverulega lýðræðislegir. Þetta er þver-
stæðan um lýðræðislegt skólastarf. Ég færi rök fyrir því að hvorug þessara fullyrðinga
fái staðist: Hefðbundin kennsla er hvorki lýðræðisleg né góður undirbúningur fyrir lýð-
ræði, og skólar geta verið lýðræðislegir þrátt fyrir ólýðræðislegt stjórnskipulag þeirra.
Lykilatriði í lýðræðislegu skólastarfi er að nemendur séu þátttakendur í starfi skólans sem
siðferðis- og vitsmunaverur. Þetta felur í sér að lögð sé rækt við að nemendur séu álitnir dóm-
bærir á hvað sé verðug þekking, áhugavert, gott og fagurt. Til að það sé mögulegt má nem-
endum ekki vera uppálagt að lúta aðfengnu kennivaldi heldur verður kennivald skólans að vera
stutt skynsamlegum rökum og vera afrakstur af sameiginlegri leit að sannleika eða skilningi.
Í þessu tilliti er iðja Sókratesar, sem á sínum tíma reis öndverður gegn aðfengnu kennivaldi,
góð fyrirmynd. Skóli sem er byggður á kennivaldi skynseminnar, frekar en kennivaldi hefða
eða stöðu, og leggur sig fram um að gefa nemendum fulla hlutdeild í starfinu sem siðferðis- og
vitsmunaverur, er líklegur til að verða lærdómssamfélag þar sem saman fer rækt við siðferðileg
og vitsmunaleg gildi. Slíkur skóli er lýðræðislegur um leið og hann undirbýr nemendur fyrir
líf og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi.
Efnisorð: Lýðræði, menntun, lærdómssamfélag, Sókrates
I ÞVERSTÆÐAN
Frá árinu 1974 hafa lög um grunnskóla kveðið á um að skólar skuli bæði starfa lýð-
ræðislega og undirbúa nemendur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í aðalnámskrá
frá árinu 2011 er þetta orðað með eftirfarandi hætti: „Gert er ráð fyrir því að börn og
ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði“ (Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, 2012). Eftir hrunið haustið 2008 fékk lýðræðislegt hlutverk skól-
anna aukið vægi, bæði í almennri umræðu og opinberri stefnumótun, eins og sést á
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015