Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 62
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201562 ÞVERSTÆÐAN UM LÝÐRÆÐISLEGT SKÓLASTARF Hvað varðar nám í skólum, allt frá leikskóla og upp í háskóla, er vert að spyrja að minnsta kosti þrenns konar spurninga um kennivald: (a) Hvaðan kemur kennivaldið? (b) Hvernig er kennivaldi beitt? (c) Til hvers er kennivald notað? Í hefðbundnu menntuninni sem Sókrates andæfði svo eftirminnilega er (a) uppspretta kennivalds í hefð og stöðu kennarans, (b) því er beitt með því að sá sem hefur þekk- ingu og stöðu (t.d. sófisti) miðlar þekkingu og leitast við að sannfæra þann sem skortir þetta tvennt og (c) beiting þess hefur það markmið að nemendurnir – hinir yngri – læri bæði ýmis fræði en líka að bera virðingu fyrir hinum eldri, að taka upp siði samfélags- ins og feta að því leyti í spor feðranna. Öndvert þessu leit Sókrates svo á að réttmætt kennivald (a) væri afrakstur opinnar rökræðu, (b) því væri beitt með því að láta reyna á staðhæfingar sem settar hafa verið fram og (c) markmiðið með beitingu þess væri leit að sannleika. Mér virðist að sú menntun sem lögð er áhersla á í íslenskum skólum sé oft meira í anda hinnar hefðbundnu menntunar heldur en þeirrar sókratísku menntunar sem Nussbaum kallar eftir. Nemendur í íslenskum skólum þurfa að beygja sig undir kennivald og eru þá jafnan í stöðu þiggjenda frekar en gerenda. Af samtölum mínum við nemendur, kennara og skólastjórnendur virðist mér að nemendur sæki kennivald ekki til skynseminnar – kennivald verður ekki til sem afrakstur af rannsókn, t.d. rök- ræðu – heldur sé það fengið beint úr bókum sem leggja til viðmið um rétt og rangt eða af vörum kennarans sem einnig leggur mat á gildi þekkingar. Ef til vill er þessi skoðun mín óþarflega neikvæð, en að því marki sem þessir hlutir hafa verið rannsakaðir með skipulegum hætti er ljóst að kennarinn og kennslubókin eru ráðandi um efnistök og aðferðir, og það er í kennivald þeirra sem viðmið um rétt og rangt, gott og vont, verðugt og ómerkilegt eru sótt. Að þessu leyti eru nemendur frekar í hlutverki þiggj- enda en gerenda í námsferlinu (Gerður G. Óskarsdóttir, 2014). Utan skóla er kennivald fengið með jafnvel enn ákveðnari hætti úr menningu, tísku og af vörum álitsgjafa. Þegar komið er upp í háskóla eru nemendur upp til hópa orðnir svo handgengnir að- fengnu kennivaldi að þeir verða ráðvilltir ef ekki kemur skýrt fram hvað skipti máli, hvað eigi að lesa, hvað sé til prófs, hvað eigi að koma fram í verkefni o.s.frv. Í há- skólunum heldur leikurinn áfram og þaðan útskrifast fólk sem hefur kannski fengið upp undir 20 ára nám í því að spyrja aðra um hvað sé rétt eða rangt, hvað skipti máli, hvað sé áhugavert og hvað sé til prófs. Páll Skúlason setti fram sumpart sambærilega gagnrýni á íslenskt skólakerfi í greininni Menntun og stjórnmál með þeim orðum að skólakerfið væri fræðslukerfi en ekki menntakerfi (Páll Skúlason, 1987a). Þetta er ekki ný staða. Á 18. öld skrifaði þýski heimspekingurinn Immanuel Kant innblásna og fræga grein um mikilvægi þess sem hann kallaði upplýsingu, Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing? Hann áleit að skortur á hugsun stafaði ekki endi- lega af skorti á vitsmunum heldur væri um siðferðilega bresti að ræða. Greinin hefst á eftirfarandi orðum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.