Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 15
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 15 GESTUR GUÐMUNDSSON VEGFERÐ, LÍFSHLAUP OG LÍFSSAGA Áðurnefndri félagslegri verkfræði fylgdu talsverðar rannsóknir á frávikum og frístundum ungs fólks fyrstu tvo áratugina eftir stríð (Ungdomskommissionen, 1952; Cohen, 1955; Cloward og Ohlin, 1960) og þær urðu hvatning og leiðsögn fyrir ýmiss konar æskulýðsstarf. Athygli rannsakenda færðist þó í vaxandi mæli að félagslegum hreyfanleika og þeir skoðuðu tækifæri ungs fólks til að nýta sér nám til að afla sér betri samfélagsstöðu en foreldrar þeirra (Svalastoga og Wolf, 1961). Slíkar rannsóknir voru hvað skipulegastar á Norðurlöndum, þar sem þær fylgdu skólaumbótum sem opnuðu lengri menntaleiðir fyrir þorra ungs fólks. Bæði varð aðgangur að menntaskólum greiðari, og margs konar iðnmenntun var efld og möguleikar auknir á tæknilegu framhaldsnámi. Norrænar rannsóknir sýndu að vissulega fékk verkalýðsæskan aukin menntatækifæri en að stéttamunur í skólakerfinu var þó áfram mikill (Hansen og Jørgensen, 1966; Hansen, 1973, 2003; Hernes 1975; Husén, 1977; Sigurjón Björnsson, Wolfgang Edelstein og Kreppner 1977; Sigurjón Björnsson 1980; Hansen, Nord-Larsen, Mærkedahl, Kjøller og Schwedler, 1983). Þróun efnahags- og atvinnulífs frá olíukreppunni 1973 og næstu tvo áratugi þar á eftir fylgdi aukið atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks. Menn voru lengi ekki vissir um það hvort þetta væru einungis tímabundnar efnahagssveiflur eða hvort dýpri eðlisbreyting væri að verða á atvinnulífi. Smám saman kom í ljós að störfum í iðnaði var að fækka til langframa, einkum einföldum störfum sem ekki kröfðust fagþekkingar, og að það bitnaði harðast á ungu fólki sem fór út á vinnumarkað eftir skyldunám. Fram á áttunda áratuginn höfðu langflest ungmenni getað farið beint úr skóla til að vinna í verksmiðju. Árið 1977 höfðu 72% ungmenna í Skotlandi sem kvöddu skólana eftir skyldunám fengið fasta vinnu innan fárra vikna en árið 1991 hafði þetta hlutfall lækkað niður í 28% (Furlong og Cartmel, 1997, bls. 29). Þessi þróun hratt af stað bylgju rannsókna á vegferð ungs fólks frá skóla og til vinnu, og ákveðnar rannsóknarhefðir og kenningar tóku að mótast. Stóraukning varð nú á sókn í lengra nám, og bentu rannsóknir til þess að bæði ættu táningar æ minni kost á vinnu, og að þeir teldu sig þurfa meiri menntun en skyldunám til að eiga sæmilega kosti á vinnumarkaði (Dwyer og Wyn, 2001). Sú spurning vaknaði hvort þær lengri námsleiðir sem minnihluti ungs fólks hafði áður farið myndu nú skila meirihlutanum störfum við hæfi og öryggi á vinnumarkaði. Í umfangsmestu rannsóknunum á ungu fólki í helstu iðnríkjum Evrópu, Bretlandi og Þýskalandi, snerust lykilspurningarnar um það hvort samsvörun væri á milli þeirrar menntunar sem ungt fólk lagði stund á og nýrra atvinnutækifæra sem í boði voru (Roberts, 1968). Margar rannsóknir bentu til þess að örar breytingar á atvinnuháttum hefðu oft í för með sér að gjár mynduðust milli þarfa atvinnulífsins og menntunar ungs fólks. Aðrar rannsóknir sýndu að bil hefði myndast á milli starfa í boði og þeirra gilda sem ungt fólk lagði áherslu á (Inglehart, 1977; Baethge, Schomburg og Voskamp, 1983). Á níunda áratugnum lögðu bresk stjórnvöld megináherslu á að skoða hvað yrði um þau ungmenni sem hurfu úr skóla eftir skyldunám; þau virtust eiga fárra kosta völ á almennum vinnumarkaði og voru send í ýmiss konar starfsþjálfunarúrræði (Wallace og Cross, 1990).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.