Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 64

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 64
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201564 ÞVERSTÆÐAN UM LÝÐRÆÐISLEGT SKÓLASTARF í eigin lífi (Nussbaum, 1998, bls. 21) sem hafi birst í því að mikilvægustu athafnir þess og ákvarðanir byggðust á skoðunum sem það þáði af hefðinni án þess að gera þær að sínum í einhverjum bitastæðum skilningi. Með spurningum sínum, einfeldni og einlægni ýtti Sókrates við fólki – hann stakk það eins og broddfluga, jafnvel þar sem mest sveið, þannig að það komst ekki upp með það andlega framtaksleysi sem var svo þægilegt fyrir yfirstéttina. Sókrates lýsir þessu ágætlega á einum stað í Málsvörninni: Þegar ég fór nú að reyna manninn – ég þarf ekki að nafngreina hann, en hann var reyndar stjórnmálamaður – og þegar ég var að rannsaka hann, þá reyndist mér og leizt svo, að bæði mörgum öðrum og þó einkum honum sjálfum þætti hann vera vitur, en hann væri það ekki í raun og veru. Leitaðist ég því næst við að sýna honum fram á, að hann þættist reyndar vera vitur, en væri það ekki. Af þessu lagði hann fæð á mig og margir aðrir, sem við voru staddir. En á leiðinni heim til mín hugsaði ég svo með sjálfum mér: Vitrari er ég þó en þessi maður. Reyndar virðist hvorugur okkar vita neitt fagurt né gott, en hann þykist vita eitthvað, þótt hann viti ekkert, en það er hvorttveggja um mig, að ég veit ekkert, enda þykist ég ekki vita neitt. (Platón, 1990b, 21, bls. 37) Í inngangi að Síðustu dögum Sókratesar, bók sem hefur að geyma þrjár af samræðum Platons, Málsvörn Sókratesar, Krítón og Faídón, fjallar Sigurður Nordal um líf og dauða Sókratesar en einnig um það hvers vegna hann hafi haft jafn mikil áhrif á heimspeki Vesturlanda og raunin er, og hvers vegna hann hafi verið svo hataður af valdamönn- um Aþenu. Sigurður segir m.a.: Það sem ræður aldahvörfum í sögu heimspekinnar, er ekki frumleikur Sókratesar í hugsun, heldur hreinleikur viðleitni hans. Heimspekin fær Sókratesi aldrei fullþakkað, að skapfesta hans og mannkostir vöktu við vöggu hennar. Sókrates setti sér það mark, að leita að sönnum og algildum reglum um breytni manna, í þeirri von, að þá væri allt fengið, því að enginn mundi breyta móti betri vitund. Honum kom ekki til hugar að kenna, sem sjálfur var síleitandi, hvað þá að taka gjald af mönnum fyrir að tala við þá. Ekkert leiddi hann því til þess, líkt og sófistana, að tala eins og hver vildi heyra. Yfirlætisleysi hans og vantraust á þekkingu sinni lagði honum rannsóknar- aðferðina upp í hendur: Hann spurði jafnan til þess að fræðast af öðrum. (Sigurður Nordal, 1990, bls. 12–13) Sigurður leggur hér megináherslu á aðferð Sókratesar og víst er að einmitt með þeirri aðferð að spyrja opinna spurninga, vera leitandi og umfram allt fullkomlega einlægur í þekkingarleit sinni, var Sókrates hinum bestu heimspekingum frábær fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að Nussbaum segir að nútíminn þurfi svo sárlega á sókratískri menntun að halda er sú að góður borgari – borgari sem er fær um að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að búa í lýðræðislegu samfélagi – þarf að hafa til að bera þá eiginleika sem Sókrates lagði svo ríka áherslu á; hæfileikann til að spyrja spurninga og leita sannleika í fullkominni einlægni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.