Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 88
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201588
SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU
Hönnun og skipulag rýmis
Veðurfar
Líkamlegar kröfur athafna
Vitrænar kröfur athafna
Félagslegar kröfur athafna
Viðmót og viðhorf
Samband við jafnaldra
Samgöngutæki í einkaeigu
Almenningssamgöngur
Þjónusta og úrræði
Stefna og verklag skólans
Búnaður
Upplýsingar
Tími
Fjárráð Skynáreiti
Öryggismál
Rannsóknarhópur Samanburðarhópur
Mynd 4. Hlutfall foreldra sem telja þætti í umhverfinu hindra þátttöku barna sinna í athöfnum sem fara
fram í skólanum
Fylgni (Pearson r) var reiknuð út frá heildarsummu stiga (POMP) á milli mats for-
eldra á þörf á breytingu á þátttöku barna sinna og áhrifum umhverfisins. Foreldrar
sem upplifðu að umhverfisþættir torvelduðu þátttöku töldu meiri þörf á breytingu á
þátttöku í skólanum (r = –0,49, p <0,001).
UMRÆÐUR
Töluvert bar á milli í svörum hjá hópunum tveimur og mátu foreldrar nemenda með
einhverfu þátttöku barna sinna takmarkaðri en foreldrar jafnaldra þeirra þegar kom
að fjölda athafna, tíðni þátttöku og hlutdeild barnanna. Fleiri foreldrar barna með
einhverfu töldu jafnframt þörf á breytingu á þátttöku barna sinna í skólanum. Mestur
reyndist munurinn í athöfnum tengdum samskiptum við jafnaldra utan kennslustof-
unnar og var hann tölfræðilega marktækur á öllum kvörðum. Niðurstöðurnar eru
að þessu leyti í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýnt hafa takmarkaða þátt-
töku barna með einhverfu í félagslegum samskiptum miðað við jafnaldra (Hilton
o.fl., 2008; Solish o.fl., 2010). Hins vegar var meiri munur á hlutdeild barnanna og
ánægju foreldra en tíðni þátttöku. Kvarðarnir tíðni og hlutdeild veita ólíkar upplýs-
ingar um þátttöku. Tíðni snýst um það hversu oft barnið tekur þátt í athöfnum við
sömu aðstæður og jafnaldrar (Snæfríður Þóra Egilson og Guðrún Pálmadóttir, 2006;
World Health Organization, 2001). Hlutdeild vísar hins vegar til ánægju, áhuga og
almennrar upplifunar barnsins (Maxwell, Alves og Granlund, 2012). Sumar tegundir
athafna sem spurt er um í matslistanum, svo sem þær sem fara fram í kennslustofu,
vettvangsferðir og aðrir viðburðir á skólatíma, eru ekki valkvæðar og getur það skýrt
minni mun á milli hópanna hvað varðar tíðni en mikinn mun á hlutdeild barnanna og
ánægju foreldra.