Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 24
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201524
VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS
Í rannsóknum þarf oftast að þrengja sjónarhorn og t.d. að einbeita rannsókn að
ákveðnum þætti vegferðar, svo sem námsframvindu, vinnu með námi eða leið
ungmenna inn á vinnumarkað, eins og gert var í þremur íslenskum doktorsritgerðum
árið 2014. En saga vegferðarrannsókna sýnir að lykilspurningum um menntun,
atvinnuþátttöku og menningu ungmenna verður ekki svarað án þess að skoða samspil
á milli þeirra mörgu sviða þar sem ungmenni lifa og hrærast. Ekki er síst þörf á að
samþætta athuganir á hlutlægri þróun og hinni huglægu sýn þátttakenda, þar með
þeirri menningu sem þeir móta í glímu við aðstæður. Íslenskar ungmennarannsóknir
þurfa í ríkari mæli að tengjast alþjóðlegum hefðum ungmennarannsókna, þar á meðal
vegferðarrannsóknum, nota þær til að brýna hugtök sín og aðferðir og til að gera
frjóan samanburð við vegferð ungmenna í öðrum löndum.
Í menntarannsóknum eiga nálganir vegferðarrannsókna að geta nýst vel við rann-
sóknir á brotthvarfi, námsvali, vinnu með námi og endurkomu fullorðinna í nám, svo
og við rannsóknir á atvinnuleysi ungmenna og öðrum atriðum sem snerta samspil
menntunar og vinnu. Þær geta nýst enn betur við rannsóknir þar sem reynt er að finna
námshvata, við framtíðaráætlanir og við rannsóknir á öðrum þáttum í hugsunarhætti
ungmenna. Vegferðarrannsóknir fjalla ekki bara um ungmenni og mismunandi leiðir
þeirra frá barnæsku til fullorðinsaldurs heldur takast þær á við margar helstu spurn-
ingar um þróun samfélaga og um frumkvæði einstaklinga og hópa.
ATHUGASEMD
1 Greinarhöfundur vinnur að rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn
atvinnuleysi ungmenna og skoðar þær í samhengi við framhaldsskólagöngu,
atvinnuþátttöku og fleiri þætti í vegferð íslenskra ungmenna til fullorðinsaldurs.
Til að setja rannsókn sinni skýran fræðilegan ramma hefur hann talið nauðsynlegt
að greina meginstrauma í alþjóðlegri vegferðarumræðu og þessi grein er samantekt
á þeirri greiningu. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.
HEIMILDIR
Alheit, P. og Dausien, B. (2000). „Biographicity“ as a basic resource of lifelong learning.
Í P. Alheit, J. Beck, E. Kammler, R. Taylor og H. S. Olesen (ritstjórar), Lifelong learning
inside and outside schools: Contributions to the Second European Conference on Lifelong
Learning, Bremen, 17–25 February 1999, 2. bindi (bls. 400–422). Hróarskeldu: RUC.
Ariès, P. (1962). Centuries of childhood: A social history of family life. New York: Vintage
Books.
Arnett, J. J. (2004). Emerging adulthood: The winding road from late teens through the twen-
ties. Oxford: Oxford University Press.
Baethge, M. (1985). Individualization as hope and disaster: Contradictions and para-
doxes of adolescence in Western societies. International Social Science Journal, 37(4),
441–454.