Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 24
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201524 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS Í rannsóknum þarf oftast að þrengja sjónarhorn og t.d. að einbeita rannsókn að ákveðnum þætti vegferðar, svo sem námsframvindu, vinnu með námi eða leið ungmenna inn á vinnumarkað, eins og gert var í þremur íslenskum doktorsritgerðum árið 2014. En saga vegferðarrannsókna sýnir að lykilspurningum um menntun, atvinnuþátttöku og menningu ungmenna verður ekki svarað án þess að skoða samspil á milli þeirra mörgu sviða þar sem ungmenni lifa og hrærast. Ekki er síst þörf á að samþætta athuganir á hlutlægri þróun og hinni huglægu sýn þátttakenda, þar með þeirri menningu sem þeir móta í glímu við aðstæður. Íslenskar ungmennarannsóknir þurfa í ríkari mæli að tengjast alþjóðlegum hefðum ungmennarannsókna, þar á meðal vegferðarrannsóknum, nota þær til að brýna hugtök sín og aðferðir og til að gera frjóan samanburð við vegferð ungmenna í öðrum löndum. Í menntarannsóknum eiga nálganir vegferðarrannsókna að geta nýst vel við rann- sóknir á brotthvarfi, námsvali, vinnu með námi og endurkomu fullorðinna í nám, svo og við rannsóknir á atvinnuleysi ungmenna og öðrum atriðum sem snerta samspil menntunar og vinnu. Þær geta nýst enn betur við rannsóknir þar sem reynt er að finna námshvata, við framtíðaráætlanir og við rannsóknir á öðrum þáttum í hugsunarhætti ungmenna. Vegferðarrannsóknir fjalla ekki bara um ungmenni og mismunandi leiðir þeirra frá barnæsku til fullorðinsaldurs heldur takast þær á við margar helstu spurn- ingar um þróun samfélaga og um frumkvæði einstaklinga og hópa. ATHUGASEMD 1 Greinarhöfundur vinnur að rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn atvinnuleysi ungmenna og skoðar þær í samhengi við framhaldsskólagöngu, atvinnuþátttöku og fleiri þætti í vegferð íslenskra ungmenna til fullorðinsaldurs. Til að setja rannsókn sinni skýran fræðilegan ramma hefur hann talið nauðsynlegt að greina meginstrauma í alþjóðlegri vegferðarumræðu og þessi grein er samantekt á þeirri greiningu. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. HEIMILDIR Alheit, P. og Dausien, B. (2000). „Biographicity“ as a basic resource of lifelong learning. Í P. Alheit, J. Beck, E. Kammler, R. Taylor og H. S. Olesen (ritstjórar), Lifelong learning inside and outside schools: Contributions to the Second European Conference on Lifelong Learning, Bremen, 17–25 February 1999, 2. bindi (bls. 400–422). Hróarskeldu: RUC. Ariès, P. (1962). Centuries of childhood: A social history of family life. New York: Vintage Books. Arnett, J. J. (2004). Emerging adulthood: The winding road from late teens through the twen- ties. Oxford: Oxford University Press. Baethge, M. (1985). Individualization as hope and disaster: Contradictions and para- doxes of adolescence in Western societies. International Social Science Journal, 37(4), 441–454.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.