Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 33
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 33
GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR
GRUNNSKÓLA GRUNDARFJARÐAR
AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
BÖRKUR HANSEN
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015
Grunn- og leikskólastjórar á Íslandi –
kulnun í starfi?
Markmiðið rannsóknarinnar var að kanna hvort grunn- og leikskólastjórar á Íslandi upplifðu
kulnun (e. burnout) í starfi. Skoðað var hvort skólastjórarnir upplifðu persónutengda kulnun,
starfstengda kulnun eða kulnun tengda þeim hópum sem eiga aðild að skólastarfinu. Þetta
voru nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna, þ.m.t. kennarar. Notaður var kulnunarmæli-
kvarðinn Copenhagen Burnout Inventory. Spurningalisti var sendur með tölvupósti til allra
leik- og grunnskólastjóra og var svarhlutfall um 50%. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til
þess að talsverður fjöldi skólastjóra upplifi einkenni kulnunar. Munur var á svörum grunn- og
leikskólastjóra. Persónutengd kulnun kom fram hjá 13% grunnskólastjóra og 24% leikskóla-
stjóra, 15% grunnskólastjóra og 28% leikskólastjóra upplifðu starfstengda kulnun og 16%
grunnskólastjóra og 29% leikskólastjóra upplifðu kulnun tengda starfsfólki. Niðurstöðurnar
gefa mikilvægar vísbendingar fyrir fagstéttina. Starfsumhverfi skólastjóra skiptir máli og mikil-
vægt er að koma í veg fyrir kulnun því að hún dregur úr starfsánægju og skilvirkni í starfi.
Efnisorð: Kulnun, leikskólastjórar, grunnskólastjórar
INNGANGUR
Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um tíðni kulnunar (e. burnout)
meðal íslenskra grunn- og leikskólastjóra og hvaða þættir tengdust henni. Starfs-
umhverfi skólastjóra fylgir mikið álag, daglegt starf er tilfinningalega krefjandi og
þetta getur skapað langvarandi streitu en við þær aðstæður getur kulnun átt sér stað
(Friedman, 2002). Kulnun grunnskólastjóra hefur verið rannsökuð víða erlendis, oft
í samhengi við rannsóknir á öðrum þáttum, eins og starfsánægju, trú á eigin getu
(e. self-efficacy) og streitu. Í rannsókn Ólafs Bjarkasonar (2014) þar sem þátttakendur
voru sex leikskólastjórar kom fram að þrír þeirra hefðu upplifað kulnun í starfi og
einn persónutengda kulnun en allir töldu þeir að starfsmannamál væru erfiðasti hluti