Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 57

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 57
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 57 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Þverstæðan um lýðræðislegt skólastarf Flest sem skólar gera nú þegar virðist tilheyra lýðræðislegu skólastarfi en jafnframt virð- ast skólar vera svo langt frá því að lúta lýðræðislegu stjórnskipulagi eða hafa rými fyrir val og sjálfsákvörðun að útilokað sé að þeir séu raunverulega lýðræðislegir. Þetta er þver- stæðan um lýðræðislegt skólastarf. Ég færi rök fyrir því að hvorug þessara fullyrðinga fái staðist: Hefðbundin kennsla er hvorki lýðræðisleg né góður undirbúningur fyrir lýð- ræði, og skólar geta verið lýðræðislegir þrátt fyrir ólýðræðislegt stjórnskipulag þeirra. Lykilatriði í lýðræðislegu skólastarfi er að nemendur séu þátttakendur í starfi skólans sem siðferðis- og vitsmunaverur. Þetta felur í sér að lögð sé rækt við að nemendur séu álitnir dóm- bærir á hvað sé verðug þekking, áhugavert, gott og fagurt. Til að það sé mögulegt má nem- endum ekki vera uppálagt að lúta aðfengnu kennivaldi heldur verður kennivald skólans að vera stutt skynsamlegum rökum og vera afrakstur af sameiginlegri leit að sannleika eða skilningi. Í þessu tilliti er iðja Sókratesar, sem á sínum tíma reis öndverður gegn aðfengnu kennivaldi, góð fyrirmynd. Skóli sem er byggður á kennivaldi skynseminnar, frekar en kennivaldi hefða eða stöðu, og leggur sig fram um að gefa nemendum fulla hlutdeild í starfinu sem siðferðis- og vitsmunaverur, er líklegur til að verða lærdómssamfélag þar sem saman fer rækt við siðferðileg og vitsmunaleg gildi. Slíkur skóli er lýðræðislegur um leið og hann undirbýr nemendur fyrir líf og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi. Efnisorð: Lýðræði, menntun, lærdómssamfélag, Sókrates I ÞVERSTÆÐAN Frá árinu 1974 hafa lög um grunnskóla kveðið á um að skólar skuli bæði starfa lýð- ræðislega og undirbúa nemendur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í aðalnámskrá frá árinu 2011 er þetta orðað með eftirfarandi hætti: „Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði“ (Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið, 2012). Eftir hrunið haustið 2008 fékk lýðræðislegt hlutverk skól- anna aukið vægi, bæði í almennri umræðu og opinberri stefnumótun, eins og sést á Uppeldi og menntun 24. árgangur 2. hefti 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.