Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 136
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015136
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
Umræða um nauðsyn þess að bjóða fram skipulagt doktorsnám við deildir
Háskólans varð einnig áberandi á árunum rétt fyrir 1990 (Magnús Guðmundsson,
2011). Rammareglur um skipulag rannsóknartengds meistara- og doktorsnáms voru
samþykktar í háskólaráði 14. maí 1998, og voru síðan felldar inn í sameiginlegar regl-
ur háskólans nr. 458/2000 (68. gr., sem er 69. gr. í núverandi reglum HÍ, nr. 569/2009).
Í dag gilda jafnframt sérstakar reglur um meistara- og doktorsnám fyrir hvert fræða-
svið og deildir.2
FÉLAGSVÍSINDADEILD
Um 1990 stóð hugur fræðimanna við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands til þess að
kanna tækifæri til að bjóða upp á framhaldsnám. Hvatinn var meðal annars sá að slíkt
rannsóknarnám yrði lyftistöng fyrir deildina, skólann og allt samfélagið og myndi
koma til móts við þá nemendur sem kysu að stunda framhaldsnám hér á landi.
Háskólaárið 1990–1991 var Wolfgang Edelstein, prófessor og einn forstjóra Max
Planck-stofnunarinnar í Berlín, gestaprófessor við deildina. Honum var falið að vinna
að skýrslu um rök, forsendur og framkvæmd slíks náms við deildina sem hann tók
saman ásamt þeim Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, dósent í uppeldis- og menntunarfræði,
og Gunnari Helga Kristinssyni, dósent í stjórnmálafræði (1991). Á þeim tíma, eða rétt
fyrir 1990, höfðu aðeins örfáar greinar innan Háskóla Íslands tekið upp rannsóknar-
tengt framhaldsnám (Magnús Guðmundsson, 2011).
Í skýrslunni voru meðal annars færð ýmis samfélagsleg rök fyrir því að koma á
rannsóknartengdu framhaldsnámi við Félagsvísindadeild svo og akademísk rök fyrir
Háskólann í heild og deildina sjálfa, og jafnframt var bent á persónulegan og faglegan
ávinning fyrir nemendur. Einnig voru í skýrslunni ábendingar um það sem þyrfti að
vera til staðar til að hægt yrði að standa fyrir metnaðarfullu framhaldsnámi við deild-
ina. Segja má að þessi skýrsla hafi lagt vissan grunn að skipulagi á rannsóknartengdu
framhaldsnámi við Félagsvísindadeild. Í fyrstu var áhersla lögð á meistaranám (1993)
en fljótlega eftir það einnig doktorsnám (1997).
Í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 1993–1994 kom fyrst fram yfirlýsing
Félagsvísindadeildar um að stefnt væri að meistaraprófsnámi við deildina. Þar segir
meðal annars:
Félagsvísindadeild áformar, með fyrirvara um nauðsynlegar fjárveitingar, að gefa
kost á meistaraprófsnámi (MA-gráðu) í þeim greinum sem kenndar eru í deildinni.
Gert er ráð fyrir meistaraprófsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mann-
fræði, sálarfræði, stjórnmálafræði (með áherslu á stefnumótun og stjórnsýslu) og uppeldis- og
menntunarfræði. Enn fremur er á næstu árum stefnt að þverfaglegu námi á tilteknum
sviðum félagsvísinda og í einhverjum þeirra starfsgreina sem kenndar eru við deild-
ina – þ.á m. félagsráðgjöf, kennslufræði og námsráðgjöf – þegar faglegar og fjárhags-
legar forsendur eru fyrir hendi. Fjölbreytni námsleiða skólaárið 1993–1994 ræðst af
fjármagi og mannafla deildarinnar. (Háskóli Íslands, 1993, bls. 394)