Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn n Ólgan vegna Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis í Fjarðabyggð, er síst í rénun. Hannes hefur verið borinn þungum sökum af Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra Heilbrigð- isstofnun- ar Austur- lands, sem vék honum tímabund- ið úr starfi fyrir 9 mánuðum. Síðan hafa lögregla, saksóknari og Ríkis- endurskoðun hjakkað í mál- inu en jafnharðan vísað því frá. Allt stendur því fast. Nú heyrist að það eigi að neyða Hannes til að segja upp. Það skondna er að honum mun bjóðast staða læknis á Horna- firði. n Einn helsti stuðningsmað- ur Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis er verka- lýðshetj- an Björn Grétar Sveinsson sem flutti til Eskifjarð- ar eftir að honum var ýtt út úr forystu verkafólks. Hann starfar nú sem verka- maður í álverinu á Reyðar- firði. Björn Grétar er grjót- harður á því að það eigi að reka Einar Rafn Haraldsson og alla stjórn Heilbrigðis- stofnunar Austurlands fyrir spillingu í tengslum við yfir- læknismálið og raunar fleiri mál. n Uppistandari Íslands núm- er eitt, Jóhannes Kristjáns- son, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið nýtt hjarta. Jóhannes fékk fyrir nokkrum mánuðum alvarlegt hjartaáfall sem eyði- lagði hjarta hans. Nokkrum mánuðum síðar fékk hann nýtt hjarta í Svíþjóð. Aðgerð- in tókst einstaklega vel og er hann nú í endurhæfingu. Bati Jóhannesar hefur verið öruggur og er hann óðum að ná upp fyrri styrk. Sjálf- ur mun kappinn vonast eftir að hefja störf að nýju upp úr áramótum og skemmta land- anum með hárnákvæmum eftirhermum af Ólafi Ragn- ari Grímssyni forseta og fleiri þjóðþekktum Íslendingum. 4 föstudagur 6. nóvember 2009 fréttir Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Ný könnun bendir til þess að um fjórðungur áskrifenda hafi sagt upp áskrift sinni að Morgunblaðinu eftir að Davíð Oddsson tók við ritstjórn þess. Fáir ætla að ger- ast áskrifendur aftur að óbreyttu. Heimildir eru fyrir því að stærstu hluthafar hafi neyðst til að leggja blaðinu til hundruð milljóna í síðasta mánuði. 11 þúsund sögðu upp MogganuM Morgunblaðið hefur tapað um fjórðungi áskrifta það sem af er ár- inu. Flestar hafa uppsagnir áskrifta verið eftir að nýir ritstjórar tóku við blaðinu í lok september síðastlið- ins eða um 11 þúsund. Samkvæmt heimildum DV kannaði Rannsóknarmiðstöð Há- skólans á Bifröst uppsagnir áskrifta á Morgunblaðinu og viðhorf til áskriftarsjónvarps Skjás eins fyrir um viku síðan. Könnunin var gerði fyrir fyrirtækið Auglýsingamiðlun ehf. DV hefur upplýsingar um nið- urstöður könnunarinnar. Á grund- velli þeirra má áætla að Morgun- blaðið hafi tapað um 10 þúsund áskriftum eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen tóku sæti ritstjóra á Morgunblaðinu í lok september. Könnunin leiðir jafnframt í ljós að Morgunblaðið tapaði að minnsta kosti 2.500 áskriftum fram að ritstjóraskiptum á árinu. Fáir vilja snúa til baka Áætlað er að snemma árs hafi áskrifendur Morgunblaðsins los- að 40 þúsund og blaðið náð inn á 38 prósent heimila í landinu. Þess- ar tölur voru nefndar í tengslum við eigendaskiptin á Árvakri. Mið- að við niðurstöður könnunarinnar er varlega áætlað að blaðið nái nú inn á 28 prósent heimila og áskrif- endur séu komnir vel niður fyrir 30 þúsund, líklega 27 til 28 þúsund. Kannað var hversu líklegir þeir væru til þess að hefja áskrift á ný sem sagt höfðu upp áskrift sinni að Morgunblaðinu. Um 15 prósent töldu það frekar ólíklegt og 76 pró- sent mjög ólíklegt. Þetta merkir að níu af hverjum tíu sem sagt hafa upp áskrift að Morgunblaðinu ger- ast að líkindum ekki áskrifendur að blaðinu að óbreyttu. Stjórnendur Árvakurs hf., út- gáfu Morgunblaðsins, gripu til þess ráðs að bera blaðið út allan októbermánuð til þeirra sem sagt höfðu upp áskrift sinni. Undan- farna daga hafa starfsmenn blaðs- ins haft samband við þennan hóp símleiðis og kannað vilja hans til þess að halda áskriftinni áfram. Ofangreind könnun bendir til þess að endurheimt áskrifenda sé í lág- marki. Fyrir utan hundruð millj- óna króna beint tekjutap vegna fjöldaupp- sagna á áskrift- um hefur fækkun- in einnig neikvæð áhrif á sölu og verð- lagningu auglýsinga í Morgunblaðinu, en útbreiðsla fjölmið- ils og auglýsingaverð helst í hendur. Fyrri kannan- ir markaðsfyr- irtækisins MMR benda til þess að traust, sem menn hafa borið til Morgunblaðs- ins, hafi minnkað verulega eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Jo- hannessen hófu þar störf. Í könn- un sem gerð var 20. september síð- astliðinn sögðust um 57 prósent aðspurðra bera frekar eða mjög mikið traust til Morgunblaðsins. Í sambærilegri könnun seint í októ- ber sögðust aðeins um 39 prósent bera frekar eða mjög mikið traust til blaðsins. Hluthafar í kröppum dansi DV hefur einnig heimildir fyrir því að tveir stórir hluthafar í Ár- vakri hafi lagt útgáfunni til um 260 milljónir króna seint í síðasta mánuði þegar í óefni stefndi með rekstrarfé. Líklegt þykir að Íslands- banki, viðskiptabanki Árvakurs, sé ekki viljugur til þess að leggja útgáf- unni til meira fé en almennt gerist, sér- staklega í ljósi þess að bankinn afskrifaði á þriðja milljarð króna þegar nýir hluthafar tóku við út- gáfunni snemma árs. Landsbank- inn afskrifaði einnig umtalsvert fé í útgáfunni. Engar upplýsingar er að hafa um það hvort um sé að ræða nýtt hlutafé eða lán. Einn af stærri hlut- höfunum taldi í samtali við DV ólíklegt að um formlega hlutafjár- aukningu væri að ræða hvað svo sem síðar yrði. Mikillar óánægju gætir meðal nýrra hluthafa samkvæmt heim- ildum DV. Í þeim hópi eru meðal annars Þorsteinn Már Baldvins- son í Samherja og Bolli Kristinsson í Sautján. Mest mæðir á stærstu hluthöfunum sem Óskar Magn- ússon útgáfustjóri og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Ár- vakurs, tala fyrir innan stjórnar- innar. Stærsti hluthafinn í Árvakri er félag í eigu Guðbjarg- ar M. Matthí- asdóttur, sem á og rekur með- al annars Ísfélag- ið í Vest- manna- eyjum. JóHann HaukssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ritstjórinn Um 90 prósent þeirra sem sagt hafa upp áskrift telja ólík- legt að þeir hefji aftur áskrift meðan Davíð Oddsson ritstýrir blaðinu. MynD siguRðuR gunnaRssOn Útgáfustjórinn Óskar Magnússon útgáfu- stjóri sagði í Kastljósviðtali að Davíð hefði lag á að draga til sín athygli og það væri eftirsóknarvert fyrir Morgunblaðið. Annað er að koma á daginn. MynD sigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.