Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 37
helgarblað 6. nóvember 2009 föstudagur 37 baráttan við ófrjósemi „Ég hætti á pillunni í desember 2005 og varð fljótlega ófrísk en þegar ég var komin sex vikur á leið kom í ljós að um utanlegsfóstur var að ræða,“ segir Árný Eva Sigurvinsdóttir og bætir við að fósturmissirinn hafi verið afar erfiður. „Þetta var mjög sársaukafullt og ég tók missinn mjög nærri mér. Um sumarið var ég svo greind með Pcos sem er fjölblöðru- eggjastokkaheilkenni og veldur því að ég hef ekki eðlilegt egglos nema með lyfjum,“ segir Árný Eva og bæt- ir við að henni hafi eiginlega létt við að fá greiningu. Árný Eva varð aftur ófrísk í maí 2007 og aftur var um ut- anlegsfóstur að ræða. Í það skiptið þurfti hún að fara í aðgerð til að láta fjarlægja fóstrið. „Eftir að hafa misst tvisvar vildi læknirinn að við mynd- um allavega bíða einn tíðahring og ítrekaði að við yrðum að vera til- búin andlega fyrir aðra tilraun. Ég varð hins vegar ófrísk strax aftur en það er víst algengt að konur verði mjög frjóar eftir að þær missa fóst- ur. Fljótlega kom í ljós að enn einu sinni var um utanlegsfóstur að ræða og í þetta skiptið missti ég annan eggjaleiðarann,“ segir Árný Eva en hún og kærastinn ákváðu eftir þetta að taka sér pásu til að jafna sig eftir vonbrigðin. Lét bíða eftir sér Eftir að hafa byggt sig upp aftur lá leiðin í glasameðferð hjá Art Med- ica. „Lyfin fóru ekki vel í mig og ég var veik allan tímann, enda of- örvaðist ég og endaði inni á spítala þar sem ég lá í sex daga. Við feng- um 24 egg úr eggheimtunni og það frjóvguðust 17 en við gátum ekki farið í uppsetningu í þetta skipt- ið vegna oförvunarinnar. Í næsta tíðahring voru settir upp tveir fóst- urvísar með einkunnina 2,5 en við fengum neikvætt út úr þeirri með- ferð milli jóla og nýárs. Einhvern veginn fannst mér nei-ið ekki eins erfitt og ég hafði búist við en nokkr- um dögum síðar þegar við vorum í skírnarveislu skall raunveruleikinn á mér svo ég brotnaði niður og varð að fara heim,“ segir Árný Eva sem hingað til hafði haldið í jákvæðnina, fullviss um að hún yrði mamma á endanum. „Við skelltum okkur strax aftur í uppsetningu á frystum fóst- urvísum og aftur voru þeir með ein- kunnina 2,5. Viku eftir uppsetningu fór ég að hugsa hvað ég hefði verið þreytt upp á síðkastið og fór að gæla við þá hugmynd að meðferðin hefði kannski tekist, manninum mínum til undrunar þar sem ég hafði verið svo neikvæð í þessari meðferð,“ seg- ir Árný Eva sem hafði rétt fyrir sér. Hún segir meðgönguna hafa gengið brösuglega. „Það blæddi frá fimmtu viku að þeirri tólftu og ég átti stundum erfitt og var mjög kvíðin. Í rauninni trúði ég ekki að ég væri að verða mamma fyrr en ég var kom- in með hann í fangið,“ segir hún en sonurinn, Heiðar Rafn, verður eins árs í nóvember. Hún tekur undir að Heiðar Rafn sé sannkallað krafta- verkabarn. „Hann lét heldur betur bíða eftir sér og lét líka hafa fyrir sér því bæði meðgangan og fæðingin var mjög erfið. Það gleymdist hins vegar allt saman um leið og hann var kominn til okkar.“ Misgóð ráð reyna á þolinmæð- ina Árný Eva er aðeins 24 ára í dag og var 21 árs þegar þau byrjuðu að reyna. Hún segir ferlið hafa þroskað hana og hún hugsar með þakklæti til læknanna hjá Art Medica. „Mér sýnist sem pör leiti fyrr til læknis í dag en áður og þar sem vinkona mín hafði reynslu af ófrjósemi sagði hún okkur að vera ekkert að bíða heldur leita okkur hjálpar strax og við gerðum það sem betur fer. Þetta ferli reyndi mikið á okkur sem par en styrkti okkur þó enn meira og þar sem við komumst í gegnum þessa erfiðleika saman þolum við allt,“ segir Árný Eva brosandi og bætir við að hún mæli með spjallsvæðum á vefjunum tilvera.is og draumaborn. is. „Við sem göngum í gegnum svona reynslu fáum oft misgóð ráð frá fólki úti í bæ sem geta heldur betur reynt á þolinmæðina og því er gott að geta rætt við aðra sem þekkja þessa reynslu,“ segir hún. Aðspurð hvort þau séu farin að hugsa um frekari barneignir segir hún það óráðið. „Við eigum eftir að ræða þetta bet- ur við lækninn en ef við verðum að fara í aðra meðferð eigum við marga fósturvísa í frysti.“ indiana@dv.is „Ég er alveg ofboðslega heppin að eiga góða systur að sem bauðst til að gefa mér egg. Ég þurfti ekki að biðja, enda hefði það verið rosalega erfitt,“ segir Petra Sif Gunnarsdóttir en hún og eiginmaður hennar hafa árangurslaust reynt að eignast barn í fimm ár. Petra Sif hefur fimm sinn- um orðið ófrísk á eðlilegan máta en alltaf misst fóstur þegar stutt er lið- ið á meðgöngu. Í eitt skiptið var um utanlegsfóstur að ræða sem olli því að hún missti annan eggjaleiðar- ann. Petra Sif, sem er 34 ára, og Þrá- inn Brjánsson, eiginmaður hennar, sem er 44 ára, eru á leið í sína tíundu tæknimeðferð hjá Art Medica sem verður glasafrjóvgun með gjafaeggi frá systur hennar. „Mig grunaði allt- af að það væri ekki allt með felldu með mín egg þar sem ég missti allt- af fóstur eftir sama vikufjölda,“ seg- ir Petra Sif sem er lífsglöð og jákvæð þrátt fyrir allt sem á þau hjónin hef- ur verið lagt. „Þegar við byrjuðum vorum við full bjartsýni og viss um að þetta tækist í fyrstu tilraun en lærðum fljótt að það er ekkert sjálf- sagt í þessum efnum. Við erum samt voðalega róleg yfir þessu því við vit- um að þetta mun takast á endanum. Eins höfum við passað upp á okk- ur sjálf og ekki verið að fara í hverja meðferðina á fætur annarri heldur tekið okkur góða hvíld inni á milli.“ Þrái að verða mamma Petra Sif segist hafa tekið þá ákvörð- un í upphafi ferlisins að láta ekki deigan síga þótt börnin myndu hlað- ast niður í kringum hana. „Að verða mamma er það sem ég þrái heitast og ég vil ekkert frekar en að þetta takist hjá okkur og auðvitað er þetta stundum ofsalega erfitt. En það að láta biturleikann og reiðina ná yfir- höndinni er verst fyrir mann sjálf- an. Í hvert skipti sem vinkona mín eignast barn hugsa ég um hvað það verði yndislegt þegar röðin kemur að mér. Maðurinn minn á einn 19 ára son sem mér finnst ég eiga mik- ið í og hann hefur fengið að fylgjast með öllu ferlinu og hlakkar mikið til að verða stóri bróðir.“ Petra segir mikilvægt fyrir alla aðila að ræða vel saman um gjafa- egg og hvað það þýði. „Systir mín og hennar maður fóru í viðtal hjá félagsráðgjafa á vegum Art Medi- ca og eru búin að útskýra þetta fyr- ir sínum börnum. Við ætlum ekki að halda þessu leyndu og ef þetta tekst munum við segja barninu frá þessu þegar það hefur þroska til,“ segir Petra og bætir við að það sé heppi- legt að þær systur séu báðar dökk- hærðar með brún augu. „Hún seg- ist ekki vera að gefa mér barn heldur einungis frumu,“ bætir hún bros- andi við. Opin um ferlið Biðin eftir gjafaeggi er löng en þar sem Petra Sif og Þráinn eru með eig- in egggjafa komast þau strax að hjá Art Medica. Petra telur að sér þyki betra að þekkja til gjafans því þá viti hún meira hvað þau hafi í hönd- unum. Aðspurð segir hún feimni í kringum ófrjósemi fara minnkandi. „Ég hef verið opin um allar mín- ar meðferðir og mér finnst betra að segja satt um það sem við erum að ganga í gegnum. Fólk veit samt ekki alveg hvernig það á að ræða þetta en ég hef ekkert að fela. Sum- ar konur blogga um sína reynslu en ég kaus að skrifa allt varðandi ferlið í bók sem vinkona mín gerði handa mér og þar mun barnið geta lesið um það sem við gerðum til að fá það til okkar. Maður er líka fljót- ur að gleyma og ég man nánast ekki hvernig ég á að sprauta mig þegar ég byrja í nýrri meðferð.“ Petra segist oft þurfa hlusta á misgóð ráð hjá fólki sem hún viti að vilji vel. Margir hafi til dæmis bent á að þau ættu að hætta þessum barn- ingi og ættleiða frekar barn. „Ég er mjög jákvæð gagnvart ættleiðingu en ég finn á mér að þetta muni tak- ast hjá okkur á þennan hátt þótt ég viti ekki hvenær. Ég er bjartsýn og bíð spennt eftir eggheimtunni. Von- andi fáum við fullt af eggjum og get- um reynt aftur. Bjartsýnin kemur manni lengra en maður heldur.“ indiana@dv.is Fær gjafaegg frá systur sinni Hann er kraftaverkabarn Kraftaverkabarn „Hann lét heldur betur bíða eftir sér og lét líka hafa fyrir sér því bæði meðgangan og fæðingin var mjög erfið. Það gleymdist hins vegar allt saman um leið og hann var kominn til okkar.“ MYND RaKeL ÓsK Fá gjafaegg „Systir mín og hennar maður fóru í viðtal hjá félagsráðgjafa á vegum Art Medica og eru búin að útskýra þetta fyrir sínum börnum. Við ætlum ekki að halda þessu leyndu og ef þetta tekst munum við segja barninu frá þessu þegar það hefur þroska til,“ segir Petra. MYND ÞÓRhaLLuR PeDROMYNDiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.