Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 44
BrimaBorgarengillinn Gesche, eða Gesina, Gottfried var þýskur raðmorðingi sem hafði að minnsta kosti fimmtán mannslíf á sam- viskunni. Fórnarlömb Gesinu voru frá Brimaborg og Hannover og morðin framdi hún á árunum 1813 til loka 1827. Morðvopn Gesinu var eitur, blanda af arseniki og fitu. Eitrið var kallað „músasmjör“ því það var alla jafna notað til að fyrirkoma músum. Fórnarlömb Gesinu voru samt ekki mýs heldur að stærstum hluta ættingjar og vinir. Gesina Gottfried fékk viðurnefnið Brimaborgarengillinn. Lesið um Brimaborgarengilinn og músasmjörið í næsta helgarblaði DV. sápugerðarkonan Að baki morðunum sem Leonarda Cianciulli framdi bjó ekki mannvonska heldur takmarkalaus ást á syni sem var á leið til vígvalla síðari heimsstyrjaldarinnar. Morðin voru fórnir sem tryggja áttu syni Leonördu líf, en hún gekk enn lengra og nýtti lík fórnarlamba sinna á óhugnanlegan máta. Bernska Leonördu Cianciulli var ekki hamingjurík. Hún fædd- ist í Montella di Avellino á Ítalíu 1893. Fæðing hennar var afleiðing nauðgunar og fékk hún litla ástúð frá móður sinni. Árið 1914 giftist Leonarda Raffa- ele Pansardi, ritara á skráningar- skrifstofu, og settust hjónakornin að í Lariano í Alta Irpina. Árið 1930 fluttu þau til Corregio í Reggio Em- ilia-héraði eftir að heimili þeirra jafnaðist við jörðu í jarðskjálfta. Þrátt fyrir að Leonarda yrði barnshafandi sautján sinnum komust ekki nema fjögur barna hennar á legg. Hún missti fóstur þrisvar og tíu barna hennar létust á barnsaldri. Því var ekki að undra að þau fjögur börn hjónanna sem lifðu nytu mikillar verndar. En fleira kom til því Leonarda var minn- ug orða sígaunakonu einnar sem mörgum árum áður hafði spáð Leonördu hryllilegum örlögum: „Þú munt giftast og eignast börn, en engu barna þinna verður lífs auðið.“ En sígaunakonan sá ýmis- legt fleira í lófa Leonördu. „Í hægri lófa sé ég fangelsi, í þeim vinstri geðveikrahæli.“ Fórn til bjargar syni Árið 1939, þegar yfir vofði að Ít- alía myndi taka þátt í síðari heims- styrjöldinni, heyrði Leonarda að elsti og uppáhaldssonur hennar, Giuseppe, yrði að ganga í herinn. Í huga Leonördu var bara eitt til ráða til að bjarga lífi Giuseppes; mannfórn. Leonarda átti þrjár vinkon- ur sem allar voru miðaldra og einmana og myndu láta einskis ófreistað til að komast burt frá Cor- regio og einsemdinni og tilbreyt- ingarleysinu sem einkenndi líf þeirra. Allar þrjár höfðu leitað til Leonördu um hjálp og ráð vegna þessa, og hún komst að þeirri nið- urstöðu að tími athafna væri runn- inn upp. Sú fyrsta til að falla í gildru Leonördu var Faustina Setti. Faust- ina var elst vinkvenna Leonördu og taldi sig himin höndum hafa tekið þegar Leonarda sagðist hafa fund- ið mannsefni handa henni í bæn- um Pola. Leonarda sagði Faustinu að hafa ekki hátt um tíðindin en á brottfar- ardag fór Faustina og kvaddi vini sína og ættingja. Leonarda hvatti Faustinu til að skrifa bréf og póst- kort sem hún gæti póstlagt um leið og hún kæmi til Pola þannig að ættingjar hennar vissu að allt væri í sómanum. Faustina verður tekex En Faustina Setti komst aldrei til Pola. Leonarda myrti hana með öxi, dró líkið inn í lítið herbergi og hlutaði það niður í níu hluta. Blóð- inu safnaði Leonarda í bala. Síðan, eins og Leonarda lýsti síðar ítarlega í yfirlýsingu, „setti ég líkamshlutana í pott, bætti við sjö kílóum af vítis- sóda, sem ég hafði keypt til að búa til sápu, og hrærði í þangað til allt var orðið að þykkum, dökkum vell- ingi sem ég hellti í nokkrar fötur sem ég tæmdi í nálæga rotþró.“ Leonar- da beið þar til blóðið hafði hlaupið og þurrkaði það síðan í ofni, malaði það og blandaði saman við hveiti, sykur, súkkulaði, mjólk og egg, auk smjörklípu, og hnoðaði vel. „Ég bjó til mikið af stökku tekexi sem ég bauð upp á þegar konur komu í heimsókn, reyndar neyttum ég og Giuseppe þess einnig,“ sagði Leon- arda í yfirlýsingu sinni. Önnur konan til að falla fyr- ir hendi Leonördu var Francesca Soavi. Leonarda lofaði henni starfi við stúlknaskóla í Piacenza. Að morgni 5. september 1940 kvaddi Francesca vini sína áður en haldið skyldi til Piacenza. Aðferð Leonördu var hin sama. Hún hvatti Francescu til að skrifa tvö póstkort og segja kunningja- fólki sínu að hún væri á förum, en ekki hvert, og sagði henni að póst- leggja þau í Corregio. Þegar Franc- esca hafði skrifað póstkortin myrti Leonarda hana og önnur „fórnin“ var fullkomnuð. „Virkilega sæt“ Lítið vissi Virginia Cacioppo hvað beið hennar þegar Leonarda sagð- ist hafa útvegað henni ritarastarf í Flórens, hjá dularfullum umboðs- manni við leikhús þar í borg. Svo dularfullur var umboðsmaðurinn að brýnt var að Virginia segði eng- um frá. Virginia, 53 ára fyrrverandi óp- erusöngkona, lifði í heimi fátækt- ar og gamalla minninga um betri tíð, og taldi sig eflaust hafa dottið í lukkupottinn og geymdi leyndar- málið. Þann 30. september 1940 fór Virginia heim til Leonördu, en það var allt annað en lukkupottur sem hún hafði dottið í. „Hún endaði í pottinum eins og hinar tvær […] hold hennar var feitt og hvítt, þegar ég hafði brætt það bætti ég einni flösku af köln- arvatni saman við og eftir lang- an suðutíma gat ég gert þessa líka fínu sápu. Ég gaf nágrönnum og kunningjum sápustykki. Og einnig kökurnar voru betri: Þessi kona var virkilega sæt.“ Grunsamlegt og skyndilegt hvarf En tengdasystur Virginiu var ekki rótt vegna skyndilegs brotthvarfs hennar og hafði reyndar séð þeg- ar Virginia fór inn í hús Leonördu. Tengdasystirin hafði samband við lögregluna og viðraði grunsemd- ir sínar og skýrði frá staðreyndum sem hún taldi máli skipta. Aðstoðaryfirlögregluþjónn- inn í Reggio Emilia gat fylgt fjölda vísbendinga sem Leonarda hafði skilið eftir sig og á endanum svipti hann hulunni af „sápugerðarkon- unni“ í Corregio. Leonarda Cianci- ulli viðurkenndi án nokkurra víf- ilengja að hafa myrt konurnar þrjár. Hún var sakfelld fyrir hroða- lega glæpi sína og dæmd til þrjátíu ára fangelsisvistar og þriggja ára dvalar á geðveikrahæli. Leonarda Cianciulli lést á geðveikrahæli fyr- ir glæpakvendi í Pozzuoli þann 15. október 1970 eftir heilablóðfall. UMsjón: koLBEinn þorstEinsson, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 6. nóvember 2009 sakamál Leonarda beið þar til blóðið hafði hlaupið og þurrkaði það síðan í ofni, malaði það og blandaði saman við hveiti, sykur, súkku- laði, mjólk og egg, auk smjörklípu, og hnoð- aði vel. Sápugerðarkonan frá Corregio Lét einskis ófreistað til að tryggja líf sonar síns. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.