Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 6. nóvember 2009 lífsstíll Ofurfyrirsæta eignast erfingja Ofurfyr- irsætan Karolina Kurkova og kvikmyndaframleiðandinn Archie Drury eignuðust sitt fyrsta barn í lok október. Barn- ið með fyrirsætugenin er drengur og hefur hlotið nafnið Tobin Jack Drury. Karolina hefur meðal annars öðlast frægð og frama fyrir fyrirsætustörf fyrir undirfataframleiðandann Victoria´s Secret og vakið athygli heimspressunnar á því að vera ekki með nafla ! Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni á við í tilfelli Georgiu May Jagger. Georgia er dóttir rokkarans Micks Jagger og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall. Með varir föður síns en gullfal- legt ljóst hárið og kropp móður sinnar mun hún án efa ná langt í fyrirsætu- bransanum. Hún byrjar allavega ekki illa, búin að landa sinni fyrstu Vogue- forsíðu og nýlega var tilkynnt að hún yrði næsta andlit snyrtivöruris- ans Rimmel ásamt ofurfyrirsætunni Coco Rocha. Tekur hún meðal ann- ars við af Kate Moss sem andlit fyr- irtækisins. Gallabuxnaframleiðand- inn Hudson fékk Georgiu einnig til liðs við sig en hún sést nakin að ofan í herferð þeirra. Hudson-menn voru svo ánægðir með hana að þeir réðu hana til tveggja ára. Fetar hún í fyr- irsætufótspor móður sinnar og eldri systur, Elizabeth, sem einnig hef- ur getið sér ágætis orð innan brans- ans. Mæðgurnar munu svo fljótlega birtast á skjánum sem kynnar í nýj- um raunveruleikaþætti þar sem þær leita uppi aðrar mæðgur með fyrir- sætugenin vinsælu. Georgia Jagger fékk útlitið og hæfileikann til að pósa í vöggugjöf og slær nú í gegn: dóttir rOllingsins rOkkar UmSJón: HelgA KriSTJánSDóTTir lady gaga fyrir MaC lady gaga er nýtt andlit mAC- snyrtivörufyrirtækisins ásamt Cyndi lauper. Til stendur að framleiða Viva glam gaga og Viva glam Cyndi varaliti sem koma í búðir í mars og eru til styrktar alnæmisamtökum. MadOnna hættir seM andlit lOuis VuittOn Heyrst hefur að fyrirsætan með Brigitte Bardot-lúkkið lara Stone muni taka við af madonnu sem andlit louis Vuitton. Hún mun þurfa að feta í ansi stór fótspor, eða allavega mjög skrautleg. kynnir á ViCtOria’s seCret Ofurfyrirsætan Heidi Klum verður kynnir á árlegri Victoria’s Secret- undirfatasýningu sem fram fer 1. desember. Heidi hefur verið ein af aðalfyrirsætum sýningarinnar undanfarin ár en aðeins eru sex vikur síðan hún eignaðist barn og því gegnir hún þessu hlutverki í ár. Það er spurning hvort hún verði komin aftur í undirfötin á næsta ári. Ridley Scott undirbýr mynd um tískugoðið með Leonardo DiCaprio og Angelinu Jolie í aðalhutverkum. Gucci-morðið í Hollywood-mynd georgiu hefur verið líkt við Brigitte Bardot. Forsíða breska Vogue. mæðgurnar Jerry Hall og elizabeth og georgia Jagger. Hún kann að pósa! Maurizio Gucci sem var barnabarn stofnanda Gucci-veldisins kynntist Patriziu Reggiani á sjöunda áratugn- um. Þrátt fyrir fegurð og litríkan per- sónuleika hennar skapaði hjónaband þeirra Maurizios sundrung innan Gucci-fjölskyldunnar, þar sem hún þótti ekki samboðin honum. Faðir hennar var einungis vörubílstjóri og móðir hennar þvottakona. Þrátt fyrir það sá Maurizio ekki sólina fyrir Patriziu og þau giftu sig í byrjun áttunda áratugarins. Fyrstu tólf ár hjónabandsins voru ham- ingjurík og þau eignuðust tvær dæt- ur. Patrizia tók virkan þátt í rekstri fyrirtækisins og herra Gucci tók mark á því sem hún hafði fram að færa. Þegar halla fór undan fæti var frúin þó dugleg við að rakka eigin- manninn niður og árið 1985 hafði hann fengið nóg. Sagðist ætla út úr bænum í vinnuferð en sendi vin sinn daginn eftir að vitja eiginkonunn- ar með fullt glas af róandi lyfjum og þær fregnir að hann myndi aldrei koma aftur. Þannig hefði saga þeirra getað endað, en eftir langan og erf- iðan feril var skilnaður í höfn og eig- inkonan fékk háa summu í vasann. Patrizia varð þekkt fyrir að segja að hún vildi frekar gráta í Rolls Royce en hlæja á hjóli. Hún var þó aldrei sátt við þessi endalok og enduðu samskipti þeirra yfirleitt í háværu rifrildi og djúpstætt hatur skapaðist hjá henni gagnvart sínum fyrrverandi eiginmanni. Síðasta hálmstráið var þó þegar Maurizio kynntist nýrri konu. Sú var hávaxin, ljóshærð fegurðardís sem hann hafði í hyggju að giftast. Patrizia talaði opinskátt um það hversu heitt hún vildi eiginmann- inn fyrrverandi feigan og skóf ekkert utan af því í lýsingum sínum á hat- rinu gagnvart honum. Svo fór að hún réð menn til að fylgja orðum sínum eftir en Maurizio var skotinn ítrekað í bakið á leið í vinnu árið 1995. Lög- reglan fann dagbók eiginkonunnar fyrrverandi en þar var meðal annars ritað „Það er ekki til sá glæpur sem ekki er falur“ og á dánardegi Maur- izios Gucci er einungis eitt orð ritað, gríska orðið „paradeisos“ sem þýðir paradís. Patrizia Reggiani var dæmd í 26 ára fangelsi árið 1999 en hefur þó reynt að áfrýja síðan sökum veik- inda. Hún hefur einu sinni reynt að stytta sér aldur innan fangelsisveggj- anna. Kvikmyndaframleiðandinn Ridley Scott er með kvikmynd um tragíska sögu Gucci á teikniborðinu sem ætti að hafa allar klisjur góðra Hollywood-mynda að bera. Frægð og frama, græðgi, fegurð, völd og ofbeldi. Ridley Scott á víst að eiga í samningaviðræðum við Leonardo DiCaprio um að leika Gucci-kónginn og Angelinu Jolie um að leika svörtu ekkjuna. Patrizia þótti með fallegri konum Ítalíu og var löngum líkt við Elizabeth Taylor og því ætti Angelina að passa vel í hlutverkið. Gucci-fjöl- skyldan er sögð á nálum yfir tilvon- andi kvikmynd og þeim skandölum sem kunna að koma þar fram. helgak@birtingur.isPatrizia Gucci Þegar hún var handtekin 1997. Maurizio og Patrizia Þegar allt lék í lyndi í kringum 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.