Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 24
Varúð: Súlur Svarthöfði er sleginn eftir að hafa lesið frétt um hrakfar-ir útsendara KSÍ sem tapaði rúmum átta milljónum á næturrölti sínu í Sviss. Samkvæmt þarlendum miðlum villtist hann inn á hættulegar brautir með þeim Evu, Loru og Carmen sem virðast vera hin- ar skæðustu tálkonur vegna þess að þær drekka bara kampavín sem kostar hundrað þúsund kall flaskan. Skynsamir menn vita að aldrei borgar sig, hvorki fjárhags-lega né siðferðislega, að reyna að skemmta sér með konum með svona dýran smekk og Svarthöfði prísar sig nú sælan að hafa ekki þurft að leggja út fyrir nema þremur tvö- földum vodka í kók til þess að krækja í hana Svarthöfðu sína. Þessi sexfaldi vodki er einhver besta fjárfesting sem Svart-höfði hefur gert vegna þess að alla tíð síðan hefur Svarthöfða haldið honum góðum og glöðum og hann hefur því ekki þurft að leggjast svo lágt að lokka til sín súlustúlkur með ómerkilegu Asti Gancia á svívirði- legu verði. Svarthöfði veit líka upp á sína tíu fingur að það borgar sig aldrei að spóka sig í rauðum hverfum, hvorki í Amster- dam, Sviss né Kópavogi. Reikningur- inn verður alltaf svimandi hvort sem maður fær allt sem maður greiðir fyrir eða lendir í klónum á skipulögðum glæpamönnum sem smyrja vel ofan á hverja VISA-færslu. Þeir vesalingar sem villast út á þessa braut eiga heldur aldrei neinar varnir en sjálfsagt er ekkert verra að vísa á skipu- lagða krimma en reyna að halda því fram að manni hafi verið byrluð ólyfj- an eins og ólánssámur súlustaða- gestur reyndi fyrir nokkrum árum. Sá virtist þó alveg pollróleg-ur yfir óförum sínum við súluna þangað til konan hans sá VISA-reikning- inn. Þá rifjaðist skyndilega upp fyrir honum að hann hafði líklega drukk- ið smjörsýru með freyðivíninu og óprúttnir aðilar (skipulagðir glæpa- menn væntanlega) hefðu gert sér það að leik að strauja kortið hans í gríð og erg þar til dagur reis á meðan okkar maður svaf hinn rólegasti lyfjasvefni í örmum Evu, Loru eða Carmenar. Maðurinn bar harm sinn á torg í fylgd eiginkonunn-ar sem virtist meira mis-boðið yfir því að mann- inum skyldi hafa verið byrluð ólyfjan en að honum hefði dottið það í fyrsta lagi til hugar að spóka sig vopnaður greiðslukorti í súlufrumskógi holdsins lystisemda. Kannski slapp þessi fyrir horn og kannski sleppur íslenski boltakallinn með skrekkinn líka og feitan bakreikning en burtséð frá því sitja báðir uppi með að hafa farið með fúsum og frjálsum vilja inn á vafasamar brautir þar sem menn mega eiga á öllu von. Og í því sambandi stoðar lítið að ætla að fegra sinn hlut með smjörsýru og atvinnu- glæpamönnum. Bömmer beggja virðist því ekki vera að þeir eyddu pening í freyðivín með súludömum, heldur hversu miklu þeir eyddu. Þetta er aumt og svona gaurum væri hollast að taka Svarthöfða sér til fyrirmyndar og halda sig heima við þegar löngunin til að bregða undir sig miðfætinum blossar upp. Sandkorn n Tómas Ingi Olrich, sendi- herra og fyrrverandi mennta- málaráðherra, lét nýverið af störfum eftir áralanga dvöl í sendiráðinu í París. Eitt af hans síðustu verkum var að ávarpa fund á veg- um OECD, Efnahags- og fram- farastofn- unarinnar í París. Þar talaði hann hástöfum gegn Evrópusambandinu. Ýmsir er- lendir embættismenn urðu víst hálf kindarlegir: Voru Íslend- ingar ekki að sækja um aðild? Er þetta fulltrúi utanríkisráð- herrans sem lagði inn um- sóknina? Þykir ýmsum býsna skondið að sjálfstæðismaður- inn Tómas Ingi hafi hraunað yfir ESB í boði Össurar Skarp- héðinssonar. n Fréttablaðið hefur síðustu misserin ekki látið mikið að sér kveða í umræðunni og verið fremur rýrt. Það á sér ör- ugglega þær skýringar að Jón Kaldal ritstjóri hefur tekið til í rekstrinum með blóðugri hag- ræðingu. Að baki liggur sú von að fríblaðið lifi Moggann og sigri í einvígi risanna tveggja. Fátt hefur verið um breyting- ar á Fréttablaðinu en þó hefur það nýmæli verið tekið upp að afnema Bakþankana af baksíðu blaðsins og taka upp skemmti- mola. Þar apa þeir reyndar eftir DV. n Fréttablaðið, með rekstur sinn í járnum, þykir eiga frá- bæra möguleika í samkeppn- inni við Moggann sem að sögn glímir við tap sem slagar í það mesta sem heyrst hefur af í sögu pappírsmiðla. Það mun á næstunni reyna á ekkjuna Guð- björgu Matthíasdóttur í Vest- mannaeyjum að leggja til meiri peninga í hítina. Þá er spurn- ing hvort Birna Einarsdótt- ir, bankastjóri Íslandsbanka, treysti sér til að hleypa Árvak- ursmönnum í meiri skuldir eftir að hafa afskrifað þúsundir milljóna til að selja núverandi eigendum blaðið. n Ýmislegt bendir til þess að Samfylking og vinstri-grænir muni ná meirihluta í borgar- stjórn. Þar með yrði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að nýju eft- ir stuttan sprett sem hann átti í samvinnu við Fram- sókn, frjáls- lynda og vinstri-græna. Ólafur F. Magn- ússon stútaði því samstarfi til að vinna með Sjálfstæðis- flokknum sem svo sló hann eftirminnilega af. Sjálfstæðis- menn mega ekki til þess hugsa að verða í stjórnarandstöðu, bæði í borginni og á landsvísu. Það verður því allt lagt undir í slagnum um stjórn Reykja- víkur. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Næsta ár verður afar erfitt fyrir mjög mörg heimili.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um horfur heimilanna vegna mjög mikillar kaupmáttarrýrnunar sem spáð er á næsta ári. - DV.is „Sigmundur Davíð í 2007 gírnum.“ Bloggarinn Jens Guð um að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, hafi ekki mætt á 26 af þeim 46 fundum sem haldnir hafa verið í skipulagsráði Reykjavíkurborgar þar sem hann á sæti. - jensgud.blog.is „Þetta er lítil hreyfing í rétta átt.“ Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stýrivaxta- ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Nefndin ákvað að lækka stýrivextina úr tólf prósentum niður í ellefu prósent. - DV.is „Það skyldi þó aldrei vera að gamli góði Lenín hafi verið framsóknarmað- ur?“ Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, um þau ummæli Höskuldar Þórhallssonar að Lenín ætti að vísa ríkisstjórninni veginn. Björn segir leitun að öðrum eins stóriðjusinna og Lenín. - visir.is Hundadagar Íslands Leiðari Afleiðing óráðsíunnar í undanfara hrunsins er sú að íslenska þjóð-in hefur misst fjárhagslegt forræði sitt. Það þýðir að þjóðin er búin að glutra niður þeim árangri sem náðist með fullu sjálfstæði landsins. Það hvarflar ekki að nokkrum manni í dag að ríkisstjórnarflokk- arnir ráði för hvað varðar útgjöld ríkisins. Þvert á móti er landinu stjórnað af illræmd- um öflum, kenndum við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Á þeim bænum er mönnum sama um afkomu Íslendinga. Það skiptir þá engu hvort velferðarkerfið virkar í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja í versta ástandi sem myndast hefur á síðari tímum. Sjónar- mið þessa sjóðs eru þau ein að blóðmjólka þjóðina til að borga skuldir í útlöndum sem eiga tilurð sína í því að kjörnir fulltrúar Ís- lands og allt embættiskerfið brást. Icesave- málið er þannig ekki bankamönnum einum að kenna. Rónarnir drekka á meðan eitthvað er að hafa. Óreiðumennirnir eyða á meðan þeir komast upp með það. Þeir veðsetja börn Íslands á meðan enginn grípur í taumana. Og það greip enginn í taumana. Fjármálaeft- irlitið reyndi í einhverjum tilvikum að halda aftur af mönnum í ruglinu. Úrskurðarnefnd ógilti í fjölda tilvika það sem gert var. Seðla- bankinn steinsvaf á sinni vakt með pólitísk- an, sjálfskipaðan og spilltan varðhund við stýrið. Og pólitíkusarnir höfðu fátt annað fram að færa en að þvælast um heiminn til að þræta fyrir réttmætar ábendingar um að þjóðarbúið íslenska væri að fara til fjand- ans. Hjá þeim liggur stærsta sökin. Fólkið sem þjóðin kaus lét það gerast að allt sigldi í strand. Og það er þeim að kenna að útlend- ingasveit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stjórn- ar lýðveldinu Íslandi. Jörundur hundadaga- konungur gengur aftur rétt eins og danska nýlenduveldið sem arðrændi þjóðina áður en Ísland lýsti yfir sjálfstæði sínu. Nú eru hundadagar á Íslandi í boði Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Það hlýtur að vera forgangs- verkefni að losa sig við það hyski úr landi og taka upp sjálfsstjórn að nýju. Verst er að núverandi stjórnvöldum er illa treystandi til að halda á fjöreggi Íslands. Það er nefni- lega ástæða til að ætla að þau hafi lítið lært af hrunadansinum. Kannski höfum við enga burði til sjálfsstjórnar eftir allt saman og eig- um skilið að lifa hundadaga hina síðari. reynir TrauSTaSon riTSTjóri Skrifar. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að losa sig við það hyski. bókStafLega HÁLFDAUÐIR ÞJÓFAR Í HÁDEGISMÓA Það var rétt um það leyti sem Davíð Oddsson, blaðburðardrengur, átti að vera að troða síðasta McDon- alds-hamborgaranum inn um þver- rifuna, að okkur bárust þau tíðindi að skósveinar þessa sama Davíðs hefðu látið gera skoðanahönnun. Eft- ir að sérvaldir álitsgjafar höfðu tekið þátt í hönnuninni, kom í ljós að flest- ir þeirra sem afstöðu tóku, treysta Davíð Oddssyni, fyrrverandi banka- starfsmanni, best allra til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Þessi þvættingur er birtur í fréttum einsog um alvöru könnun væri að ræða. En hér er það náhirðin sem er að reyna með öllum tiltækum ráðum að fegra ímynd þeirra sem eyðilögðu allt. Í pistli sem þessi Davíð ritaði um dag- inn reyndi hann að mæra hinn óláns- sama formann Sjálfstæðisflokksins. Enn einn kjáninn hafði nefnilega hellt sér yfir vini okkar á Norðurlönd- um og sýnt þeim hvar Davíð keypti ölið. Enn einn kjáninn stökk fram og reyndi á hjákátlegan hátt að tala nið- ur til þeirra sem hann ætti að líta upp til. Hann hefði þó frekar átt að þegja og skammast sín fyrir afglöp sinna manna. Það er ekki hægt að neyða heilu þjóðirnar til að treysta helm- ingaskiptapakki sem arðrænt hefur alla sem hægt var að ræna. Uppgangurinn, á þeim árum þeg- ar sjálfstæðismenn græddu og grill- uðu, var svo magnaður að græðgin kallaði á barnalán. Fólk var tilbúið til allra illra verka. Að selja sálir barn- anna og leyfa þeim að brenna á alt- ari Mammons þótti náttúrlega bara nauðsyn ein. Þarna voru ónýttar sál- ir sem urðu að fá virkni. Og jafnvel þótt allir gjörningarnir væru ólögleg- ir þá skipti það engu máli. Siðblind- ir stjórnmálamenn, reyndar fullkom- lega daufdumbir á réttlæti, sleiktu hér millana alla og gerðu þeim hátt undir höfði. Nú hefur uppgangurinn breyst í niðurgang og auðvitað á Davíð Odds- son, blaðsöludrengur, að taka þátt í því að hreinsa upp þann óþverra sem hann ataði. En þá refsingu tek- ur hann út eftir að menn lesa honum réttlátan dóm. Já, allt er þetta eins. Endalaust reyna þeir sem hér hraunuðu yfir þjóðina að eyða umtali um hroðann og í stað þess að skammast sín þá skamma menn jafnvel þá sem síst skyldi skamma. Sá sem át fyrsta ham- borgarann hjá McDonalds er búinn að koma okkur útaf lista yfir þjóðir sem fá að selja ekta ameríska ham- borgara. Við erum á bekk með Norð- ur-Kóreu og Simbabve. Æstu menn, við illan leik nú auðvitað þið dæsið því feita karlsins fagra steik farin er í ræsið. kristján hreinsson skáld skrifar „Nú hefur upp- gangurinn breyst í niðurgang.“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 6. nóvember 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.