Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 15
helgarblað 6. nóvember 2009 föstudagur 15 að gert meira til að hjálpa honum að komast yfir þessa hrikalegu lífsreynslu. „Mér líður ekki vel í höfð- inu. Ég þarf einhvern til að tala við en ég hef engan,“ segir Mor- ten. Mennirnir á bak við árás- ina ganga enn lausir og vita hvar hann býr. Samt sem áður hafa yf- irvöld ekki útvegað honum hús- næði þar sem honum finnst hann öruggur. Hann býr í dag á leyni- legum stað en er enn skráður til heimilis þar sem hann var skot- inn. „Mér voru boðnar tvær íbúð- ir. Á öðrum staðnum var eng- in dyrabjalla og hin íbúðin var í miðju innflytjendahverfi. Ég get ekki lifað við það.“ Helmingslíkur á að lifa Morten var milli heims og helju í fjórtán daga. Hann lifði skotárásina af en þarf meiri hjálp frá yfirvöldum. Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, sólundaði tæplega 8,2 milljónum króna, á nú- verandi gengi, á nokkrum klukku- stundum á næturklúbbabrölti sínu í Zürich í Sviss árið 2005. Pálmi notaði meðal annars kreditkort KSÍ til að greiða fyrir hundrað þúsund króna kampavínsflöskur. Frá þessu greindu svissneskir fjölmiðlar í gær. KSÍ segir Pálma hafi orðið fórnarlamb skipu- lagðrar glæpastarfsemi þar ytra, en hann beri allan skaðann sjálfur af tapinu og hafi verið gert að endur- greiða þann hlut sem féll á kort KSÍ. Sambandið beri engan fjárhagsleg- an skaða af málinu. Pálmi höfðaði mál gegn forsvarsmanni Moulin Rouge-skemmtistaðarins í Zürich þar sem hann taldi að okrað hefði verið á sér en bótakröfu hans var vís- að frá dómi í vikunni. KSÍ sendi frá sér tilkynningu eftir að blaðamaður DV spurðist fyrir um málið þar sem segir að skemmtistaðurinn hafi tek- ið 3,5 milljónir króna, á þáverandi gengi, út af kortum Pálma án hans vitundar. Á svissneska fréttavefnum 20 Minuten í gær er þó eilítið önnur og skrautlegri saga sögð af málinu en þar segir að fjármálastjórinn hafi ásamt þremur ungum rússnesk- um dömum, sem nafngreindar eru sem Eva, Lora og Carmen í fréttinni, heimsótt fjölmarga næturklúbba í Zürich umrætt kvöld. Í morgunsárið hafi þau endað á Moulin Rouge þar sem Pálmi er sagður hafa slegið um sig og pantað kampavín í massa- vís. Hver flaska kostaði um 800 svissneska franka, eða tæpar hundrað þúsund krónur. Dag- inn eftir hafi hann uppgötvað að kreditkortareikningurinn nam 67 þúsund svissnesk- um frönkum. Fjármálastjór- inn kærði í kjölfarið for- svarsmann staðarins fyrir okur. Var það niðurstaða dómsins að vísa bótakröfu Pálma frá því hann hafi kvittað fyrir alla reikninga umrætt kvöld og ábyrgðin væri því hans. Þóttu eng- ar haldbærar sannanir fyr- ir því að okur hefði átt sér stað. Við rannsókn á málinu komst hins vegar upp um stórfellda svikamyllu og fjár- svik á skemmtistaðnum í Zür- ich sem rekstraraðili staðarins var dæmdur fyrir. Samkvæmt frétt 20 Minuten hjálpaði það Íslendingnum ekkert í sínum málarekstri. Pálmi Jónsson starf- ar enn hjá KSÍ samkvæmt upplýs- ingum frá sambandinu. Dýrkeyptir kampavínsdropar á næturrölti í Sviss: Fjármálastjóri KsÍ glataði milljónum Sigurður Mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi. • Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 76 46 1 1/ 09 Dýrir dropar Pálmi Jónsson er sagður hafa sólundað milljónum króna í kampavín á skemmtistað í rauða hverfinu í Zürich.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.