Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 15
helgarblað 6. nóvember 2009 föstudagur 15 að gert meira til að hjálpa honum að komast yfir þessa hrikalegu lífsreynslu. „Mér líður ekki vel í höfð- inu. Ég þarf einhvern til að tala við en ég hef engan,“ segir Mor- ten. Mennirnir á bak við árás- ina ganga enn lausir og vita hvar hann býr. Samt sem áður hafa yf- irvöld ekki útvegað honum hús- næði þar sem honum finnst hann öruggur. Hann býr í dag á leyni- legum stað en er enn skráður til heimilis þar sem hann var skot- inn. „Mér voru boðnar tvær íbúð- ir. Á öðrum staðnum var eng- in dyrabjalla og hin íbúðin var í miðju innflytjendahverfi. Ég get ekki lifað við það.“ Helmingslíkur á að lifa Morten var milli heims og helju í fjórtán daga. Hann lifði skotárásina af en þarf meiri hjálp frá yfirvöldum. Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, sólundaði tæplega 8,2 milljónum króna, á nú- verandi gengi, á nokkrum klukku- stundum á næturklúbbabrölti sínu í Zürich í Sviss árið 2005. Pálmi notaði meðal annars kreditkort KSÍ til að greiða fyrir hundrað þúsund króna kampavínsflöskur. Frá þessu greindu svissneskir fjölmiðlar í gær. KSÍ segir Pálma hafi orðið fórnarlamb skipu- lagðrar glæpastarfsemi þar ytra, en hann beri allan skaðann sjálfur af tapinu og hafi verið gert að endur- greiða þann hlut sem féll á kort KSÍ. Sambandið beri engan fjárhagsleg- an skaða af málinu. Pálmi höfðaði mál gegn forsvarsmanni Moulin Rouge-skemmtistaðarins í Zürich þar sem hann taldi að okrað hefði verið á sér en bótakröfu hans var vís- að frá dómi í vikunni. KSÍ sendi frá sér tilkynningu eftir að blaðamaður DV spurðist fyrir um málið þar sem segir að skemmtistaðurinn hafi tek- ið 3,5 milljónir króna, á þáverandi gengi, út af kortum Pálma án hans vitundar. Á svissneska fréttavefnum 20 Minuten í gær er þó eilítið önnur og skrautlegri saga sögð af málinu en þar segir að fjármálastjórinn hafi ásamt þremur ungum rússnesk- um dömum, sem nafngreindar eru sem Eva, Lora og Carmen í fréttinni, heimsótt fjölmarga næturklúbba í Zürich umrætt kvöld. Í morgunsárið hafi þau endað á Moulin Rouge þar sem Pálmi er sagður hafa slegið um sig og pantað kampavín í massa- vís. Hver flaska kostaði um 800 svissneska franka, eða tæpar hundrað þúsund krónur. Dag- inn eftir hafi hann uppgötvað að kreditkortareikningurinn nam 67 þúsund svissnesk- um frönkum. Fjármálastjór- inn kærði í kjölfarið for- svarsmann staðarins fyrir okur. Var það niðurstaða dómsins að vísa bótakröfu Pálma frá því hann hafi kvittað fyrir alla reikninga umrætt kvöld og ábyrgðin væri því hans. Þóttu eng- ar haldbærar sannanir fyr- ir því að okur hefði átt sér stað. Við rannsókn á málinu komst hins vegar upp um stórfellda svikamyllu og fjár- svik á skemmtistaðnum í Zür- ich sem rekstraraðili staðarins var dæmdur fyrir. Samkvæmt frétt 20 Minuten hjálpaði það Íslendingnum ekkert í sínum málarekstri. Pálmi Jónsson starf- ar enn hjá KSÍ samkvæmt upplýs- ingum frá sambandinu. Dýrkeyptir kampavínsdropar á næturrölti í Sviss: Fjármálastjóri KsÍ glataði milljónum Sigurður Mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi. • Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 76 46 1 1/ 09 Dýrir dropar Pálmi Jónsson er sagður hafa sólundað milljónum króna í kampavín á skemmtistað í rauða hverfinu í Zürich.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.