Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Nýs lífs Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Tjarnarskóla, stundaði nám við Hússtjórnarskólann á Hallorms- stað og stundaði nám í iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Ingibjörg sinnti liðveislu fyrir einstaklinga með fötlun á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík, vann á vegum ÍTR, m.a. með ung- lingum sem áttu við vandamál að stríða, var framkvæmdastjóri Jafn- ingjafræðslunnar 2001-2004, leið- beinandi á Stígamótum frá 2006, var blaðamaður við Mannlíf 2006, var síðan ritstjórnarfulltrúi við tímaritið Ísafold og hefur verið rit- stjóri Nýs lífs frá 2007. Ingibjörg skipulagði alþjóð- lega ungmennaráðstefnu, Euro- pean Cities Agains Drugs, á vegum Reykjavíkurborgar en frú Vigdís Finnbogadóttir var verndari ráð- stefnunnar og tók þátt í stofnun og uppbyggingu Europian Youth Against Violence Network, regn- hlífarsamtaka fyrir verkefni og ein- staklinga sem berjast gegn ofbeldi og var samstarfsverkefni evrópskra æskulýðsleiðtoga. Fjölskylda Unnusti Ingibjargar er Darri Jo- hansen, f. 4.1. 1974, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni TBWA Pip- ar. Synir Ingibjargar og Darra eru Lúkas Emil Johansen, f. 5.3. 2005; Daníel Elí Johansen, f. 17.11. 2008. Systkini Ingibjargar eru Lúðvík Emil Arngrímsson Kjerúlf, f. 2.3. 1975, sjómaður, búsettur á Nes- kaupstað; Stefán Ágúst Hafsteins- son, f. 23.11. 1981, nemi í læknis- fræði við HÍ; Agnes Þorsteinsdóttir, f. 3.2. 1985, ljósmyndari, búsett á Selfossi; Aðalsteinn Kjartansson, f. 27.1. 1990, dansari og nemi í heim- speki við HÍ. Foreldrar Ingibjargar eru Kjart- an Rolf Árnason, f. 13.9. 1957, raf- magnsverkfræðingur hjá RARIK, og Þórný Óskarsdóttir, f. 5.12. 1956, búsett á Neskaupstað. Uppeldis- móðir Ingibjargar er Alda Agnes Sveinsdóttir, f. 3.5. 1961, leikskóla- stjóri. 30 ára á föstudag 70 ára á laugardag Eiður Guðnason seNdiherra Eiður fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum 1960- ‘61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962, lauk BA- prófi í ensku og enskum bókmennt- um við HÍ 1967 og stundaði nám í sjónvarpsfræðum og upptökustjórn hjá ITV í London 1967 og hjá sænska sjónvarpinu 1968. Eiður var blaðamaður og síð- ar ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublað- inu 1962-‘67, var yfirþýðandi og fréttamaður Sjónvarpsins 1967-‘78 og varafréttastjóri 1971-‘78, skrif- aði reglulega fréttapistla í American Scandinavian Review 1962-‘72, var fréttaritari vikuritsins Time 1965- ‘78, fréttaritari CBS útvarpsstöð- anna 1970-‘76, alþm. Alþýðuflokks- ins í Vesturlandskjördæmi 1978-‘93, þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins 1983-‘91, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991-‘93, sendiherra Íslands í Osló í Noregi 1993-‘98 og fleiri umdæm- islöndum sendiráðsins, fyrsti skrif- stofustjóri Auðlinda- og umverfis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002 og sendiherra Íslands í Kína og um- dæmislöndum þess sendiráðs með aðsetur í Beijing 2002-2006 og skrif- stofustjóri menningarmálaskrifstofu utanríkisráðueytisins 2006 og var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007, en lét af störfum í utanríkisþjónustunni í ársbyrjun 2009. Fyrsti diplómatíski embættis- maður annars ríkis í Færeyjum. Eiður stjórnaði gerð fjölda heim- ildarkvikmynda og þýddi útvarps- leikrit og útvarpssögur. Hann sat í stjórn Skátafélags Reykjavíkur 1959- ‘60, Stúdentafélags Reykjavíkur 1962-64, Fulbright stofnunarinnar 1964-‘69, Blaðamannafélags Íslands 1968-‘73 og formaður þess 1971- ‘72, í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1964-‘69 og 1978-‘93, var varaborg- arfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-‘70, sat í útvarpsráði 1978-‘87, var formaður fjárveitinganefndar Al- þingis 1979-‘80, sat í harðindanefnd 1979, í viðræðunefnd við aðildar- ríki EFTA 1979, sat í Norðurlanda- ráði 1978-‘79 og 1981-‘89, formað- ur Íslandsdeildar ráðsins 1978-‘79 og í forsætisnefnd Norðurlandaráðs 1978-‘79, aðalmaður í Norðurlanda- ráði 1981-‘89, formaður menningar- málanefndar þess 1981-‘87, og laga- nefndar 1987-‘89, sat í fjárlaganefnd þess 1981-‘89, var fulltrúi á ráðgjafa- þingi Evrópuráðs 1989-‘91, fulltrúi á allsherjarþingi Sþ 1980, sat í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1982 og varaformaður þeirra, í ráð- gjafarnefnd Pósts og síma 1980-‘83, í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál 1984-‘86,var formað- ur þjóðarátaksnefndar um umferð- aröryggi 1988-‘89, formaður Skáta- sambands Reykjavíkur 1988-‘89 og formaður stjórnar Sementsverk- smiðju ríkisins 1989-‘91. Fjölskylda. Eiður kvæntist 16.3. 1963 Eygló Helgu Haraldsdóttur, f. 19.1. 1942, píanókennara. Hún er dóttir Har- alds Gíslasonar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Þórunnar Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga Þóra, f. 4.10. 1963, viðskiptafræð- ingur MBA í Hafnarfirði , gift Ingv- ari Erni Guðjónssyni rafmagns- og tölvuverkfræðingi og eiga þau þrjár dætur; Þórunn Svanhildur, f. 19.2. 1969, viðskiptafræðingur MBA, bú- sett í Mosfellsbæ en maður hennar er Gunnar Bjarnason framkvæmda- stjóri og eiga þau tvö börn; Haraldur Guðni, f. 24.5. 1972, MBA í Reykjavík en kona hans er Ragnheiður Jóns- dóttir, sérkennslustjóri og eiga þau tvö börn. Systkini Eiðs: Ingigerður Þórey, f. 29.12 1940, d. 17.12. 1982, handa- vinnukennari í Reykjavík, var gift Bjarna Þjóðleifssyni lækni; Guðmundur Brynjar, f. 15.5. 1942, gæðaeftirlitsfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Guðríði Eygló Þórðardóttur. Bræður Eiðs, samfeðra, voru Tryggvi, f. 17.11. 1930, d. 19.10. 1952, múrari í Reykjavík; Sverrir, f. 23.12. 1937, d. 13.8. 1988, skrifstofumaður á Höfn í Hornafirði, var kvæntur Erlu Ásgeirsdóttur bankastarfsmanni. Foreldrar Eiðs: Guðni Guð- mundsson, f. 14.6. 1904, d. 17.11. 1947, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Þóranna Lilja Guðjónsdóttir, f. 4.6. 1904, d. 17.3. 1970, húsmóðir. Ætt Guðni var sonur Guðmundar, b. á Þverlæk í Holtum, bróður Margrét- ar, ömmu Þórðar Einarssonar sendi- herra. Guðmundur var sonur Jóns, b. í Hreiðri í Holtum Guðmundssonar, b. í Steinkrossi Oddssonar, bróður Eyjólfs, langafa Odds, föður Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Móðir Guðmundar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöll- um Bjarnasonar, ættföður Víkings- lækjarættar Halldórssonar. Móðir Jóns var Kristín Jónsdóttir, systir Þor- gils, föður Þuríðar, langömmu Guð- rúnar Erlendsdóttur, fyrrv. hæsta- réttardómara. Móðir Guðna var Ólöf Árna- dóttir, b. á Skammbeinsstöðum, langafa Svanfríðar, móður Signýj- ar Sæmundsdóttur óperusöngkonu. Bróðir Árna var Jón, langafi Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Árni var sonur Árna, b. á Galtalæk á Landi Finnbogasonar, bróður Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs veðurfræðings og Jökuls rithöf- undar Jakobssona og Boga Ágústs- sonar fréttastjóra. Jón var einnig faðir Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs- sonar rithöfundar. Móðir Árna var Helga Teitsdóttir. Móðir Helgu var Jarþrúður Jónsdóttir, systir Einars, langamma Guðlaugar, langömmu Karitasar, móður Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Móðir Árna á Skammbeinsstöðum var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu Þorsteins- sonar, og Guðrúnar Brandsdóttur, b. í Rimhúsum Bjarnasonar, bróður Ólafs á Fossi. Móðir Ólafar var Ingi- ríður, systir Jóns, afa Jóns Helgason- ar, prófessors og skálds; systir Árna, langafa Árna Sigurðar Árnasonar sendiherra og Einars Ágústssonar, ráðherra og sendiherra; systir Páls, langafa Helga Gíslasonar sendi- herra, og systir Júlíu, móður Helga Ingvarssonar læknis, afa Júlíusar Vífils borgarfulltrúa. Ingiríður var dóttir Guðmundar, ríka á Keldum Brynjólfssonar, b. í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. á Árbæ Bjarnasonar, bróður Brands í Rimhúsum. Þóranna var dóttir Guðjóns, rennismiðs og sjómanns í Réttar- holti í Garði Björnssonar, b. á Íma- stöðum í Vöðlavík Jónssonar, b. á Ímastöðum Þorgrímssonar í Skógar- gerði Þórðarsonar. Móðir Þorgríms var Guðrún Þorgímsdóttir, systir Ill- uga, langafa Friðjóns, föður skáld- anna Guðmundar á Sandi og Sig- urjóns á Laugum. Móðir Guðjóns var Svanhildur Magnúsdóttir. Móðir Svanhildar var Valgerður Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli Vilhjálmssonar. Móðir Valgerðar var Valgerður Sveinsdóttir, systir Halldóru, langömmu Stefaníu, ömmu Ármanns Snævarr hæstarétt- ardómara, föður Sigríðar sendiherra og Stefáns heimspekings. Móðir Þórönnu var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Réttarholti í Garði Grímssonar, bróður Guðrúnar, lang- ömmu Sigurlaugs Þorkelssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Þor- kelsdóttir, b. á Grímsstöðum í Með- allandi Þorkelssonar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Vilborg Karen Hjartardóttir bóNdi á skjöldólfsstöðum í breiðdal Vilborg fæddist í Eyjum en ólst upp í foreldrahúsum á Lágafelli sem var nýbýli frá Eyjum. Hún gekk í farskóla í Breiðdal og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað veturinn 1955-‘56. Vilborg vann við bú foreldra sinna og var matráðskona við vega- gerð sumarið 1956. Hún og maður hennar hófu búskap sinn 1959 að Gljúfraborg í Breiðdal þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Þau fluttu siðan að Ósi þar sem þau bjuggu í þrjú ár, bjuggu eitt ár að Lágafelli í félagi við foreldra hennar en festu siðan kaup á jörðinni Skjöldólfsstöðum og hófu þar búskap 1967 þar sem þau hafa verið með fjárbúskap síðan. Vilborg og maður hennar tóku við Skjöld- ólfsstöðum húsalausum og ræktun- arlausum en hafa byggt þar upp öll útihús og byggt við íbúðarhúsið og margfaldað ræktað land þar. Vilborg hefur unnið um árabil í sláturhúsinu á Breiðdalsvík á haust- in og sat í stjórn Sláturfélags Suður- fjarða í nokkur ár. Fjölskylda Vilborg giftist 7.2. 1958 Gesti Reim- arssyni, f. 28.6. 1940, bónda. Hann er sonur Reimars Magnússonar og Stefaníu Jónsdóttur, bænda í Víði- nesi og í Keldu- skógum í Beru- neshreppi. Fósturdæt- ur Vilborgar og Gests eru Hrefna O‘Conn- or, f. 18.10. 1958, en hún ólst upp hjá Vilborgu og Gesti frá sex ára aldri. Hún er snyrtifræðingur í New York og er sonur hennar Hafþór Hilm- arsson; Sigrún Ragna Rafnsdóttir, f. 8.6. 1975, búsett á Egilsstöðum en maður hennar er Björn Jónsson frá Laugum, bílstjóri, og eru dætur hennar Guðný Ósk Friðriksdóttir, f. 16.9. 1997, og Sunneva Rós Björns- dóttir, f. 12.7. 2004. Auk þess hafa mörg önnur börn og unglingar dvalið hjá Vilborgu og Gesti um lengri eða skemmri tíma. Systir Vilborgar er Þórey Erna Hjartardóttir, f. 7.2. 1945, skrifstofu- maður í Reykjavík, en maður henn- ar er Birgir Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Foreldrar Vilborgar: Hjörtur Ein- arsson, f. 16.3. 1913, d. 27.2. 1979, bóndi á Lágafelli í Breiðdal, og k.h., Jónína Þórhalla Bjarnadóttir, f. 9.11. 1917, d. 25.6. 2002, húsfreyja. 70 ára á föstudag 38 föstudagur 6. nóvember 2009 ættfræði Eiður Guðnason og kona hans, Eygló Helga Haraldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.