Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað Helga fæddist í Reykjavík. Hún lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1963, lauk Künstlerische Staatsprüfung með semballeik sem aðalgrein frá Staatliche Hochschule für Musik í München í Þýskalandi 1968, fyrst Ís- lendinga, stundaði framhaldsnám í semballeik, m.a. hjá Gustav Leon- hardt, Kenneth Gilbert, Jill Severs, Ton Koopman og Alan Curtis. Þá stundaði hún nám í barokktúlkun hjá Jesper Bùje Christensen 1978-’79. Helga var stundakennari í píanó- og semballeik við Tónlistarskóla Kópavogs 1972-’78, var kennari í hlutastarfi í semballeik, barokktúlk- un, hljómfræði og hljómborðsleik við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1972 og í nær þrjá áratugi. Helga var brautryðjandi í sembal- leik á Íslandi og í túlkun barokktón- listar með upprunalegum hætti. Hún stofnaði Bach-sveitina í Skálholti 1980 sem var lengi eina sérhæfða hljómsveitin í barokk hér á landi. Helga hélt fjölda tónleika inn- anlands og á Norðurlöndunum, í Austurríki, Bandaríkjunum og víð- ar og lék fyrir útvarpsupptökur, m.a. í Noregi og í Hollandi. Leikur Helgu á verkum Jóhanns Sebastians Bachs hlaut mikið lof, ekki síst á Goldberg- tilbrigðunum, auk sónötusyrpu sem hún lék með hinum heimsþekkta barokkfiðluleikara Jaap Schröder. Aðalstarfsvettvangur Helgu var í Skálholti en hún stofnaði þar til sumartónleika 1975 og leiddi síðan tónlistarhátíðina í Skálholtskirkju í þrjátíu sumur, m.a. sem listrænn stjórnandi, eða til 2004 er hún varð að hætta sökum veikinda. Hún var þó formaður stjórnar Sumartón- leikanna þar næstu fjögur ár. Undir stjórn Helgu varð hátíðin í Skálholti miðstöð fyrir túlkun barokktónlist- ar og smiðja fyrir ný íslensk tónverk. Hún hvatti tónskáld til að leggja út af fornum íslenskum söngarfi en í hennar tíð voru frumflutt nær hundr- að og fimmtíu tónverk á hátíðinni eftir meira en fjörutíu tónskáld, oft- ast fyrir hennar tilstilli og mörg fyrir hana sérstaklega. Í kjölfarið á tón- leikahaldinu í Skálholtskirkju fylgdu svo hljóðritanir á plötum og geisla- diskum. Helga var ritari Kennarafélags Tónlistarskólans í Reykjavík 1985-’86, formaður Félags íslenskra tónlistar- manna 1985-’87, formaður Collegi- um Musicum, samtaka um tónlistar- starf í Skálholtskirkju, frá 1986, sat í Skálholtsskólaráði frá 1993. Helga hlaut, ásamt Manuelu Wies- ler, Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir tónlist 1980, Menningarverð- laun DV í tónlist 1994 fyrir sembal- leik og framlag sitt til tónleikahalds í Skálholti, riddarakross íslensku fálkaorðunnar 2001, heiðursverð- laun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004, var útnefnd heiðurssveitungi á Álftanesi þar sem hún bjó lengst af auk þess sem síðasti geisladisk- ur hennar, Frá strönd til fjarlægra stranda, var kjörinn klassíska plata ársins 2005. Fjölskylda Helga giftist 11.4. 1963 Þorkeli Helga- syni, f. 2.11. 1942, stærðfræðingi, fyrrv. ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og fyrrv. orku- málastjóra. Hann er sonur Helga Þorlákssonar, f. 31.10. 1915, d. 18.10. 2000, skólastjóra, og Gunnþóru Kristmundsdóttur, f. 10.6. 1922, hús- móður. Systkini Helgu eru Agnar, f. 29.7. 1937, vistfræðingur og fyrrv. prófess- or í líffræði við HÍ, og Edda, f. 25.2. 1939, fóstra og myndlistarkona. Foreldrar Helgu eru Ingólfur Dav- íðsson, f. 14.1. 1903, d. 23.10. 1998, grasafræðingur, og k.h., Agnes Dav- íðsson, f. Christensen í Álaborg í Danmörku 26.6. 1902, d. 7.2. 2000, vefnaðarkennari. Ætt Meðal systkina Ingólfs má nefna Er- ling, rithöfund og fyrrv. ritstjóra Dags á Akureyri. Ingólfur var sonur Dav- íðs, hreppstjóra á Stóru-Hámundar- stöðum Sigurðssonar, b. á Ytri-Reist- ará Hallgrímssonar. Móðir Davíðs var Steinunn Davíðsdóttir, b. á Glerá Tómassonar, b. á Grund, bróður Sig- ríðar, ömmu Jóns Magnússonar for- sætisráðherra. Önnur systir Tómas- ar á Grund var Þórunn, amma Káins. Tómas var sonur Davíðs, b. á Arnar- stöðum Tómassonar, b. á Hvassa- felli Tómassonar, bróður Jónasar á Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Steinunnar var Helga Jónsdóttir, b. á Grjótgarði Þor- lákssonar, dbrm. á Skriðu í Hörgárdal Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og langafa Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra. Móðir Ingólfs var María Jóns- dóttir, b. á Hólum og Hallgilsstöð- um, bróður Önnu, móður Jónasar á Syðri-Brekkum, föður Hermanns forsætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Jón var sonur Ólafs, b. á Syðri-Brekkum Ásgríms- sonar. Móðir Maríu var Bergþóra Pálsdóttir. Agnes var dóttir Peters A.M. Christensen, faktors við Ålborg Amtstidende í Danmörku, og k.h., Birthe A.H. Christensen. Helga var jarðsungin frá Hall- grímskirkju mánudaginn 2.11. sl. Pétur Jens Thorsteinsson sendiherra F. 7.11. 1917 D. 12.4. 1995 Pétur fæddist í Viðey. Hann var sonur Hannesar Hafstein, skálds og fyrsta íslenska ráðherrans, og Katrínar, systur Muggs myndlist- armanns. Katrín var dóttir Péturs Thor- steinssonar, stórút- gerðarmanns á Bíldudal og í Kaup- manna- höfn. Pét- ur lauk stúd- entsprófi frá MR 1937, prófi í viðskipta- fræðum frá HÍ 1941 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944. Hann var starfsmað- ur utanríkisþjónustu Íslands frá 1944, sendiherra Íslands í fjölda ríkja og oft i mörgum ríkjum samtímis, lengst af með aðsetur í Moskvu, París og loks Washing- ton. Auk þess var hann fastafull- trúi Íslands hjá Nató, OECD og EBE og ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu 1969-’76. Pétur átti farsælan embættisferil, enda traustur og vel látinn og ætíð tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Hann var í forsetafram- boði 1980, ásamt Albert Guð- mundssyni, Guðlaugi Þorvalds- syni og Vigdísi Finnbogadóttur. Pétur kvæntist Oddnýju Elísa- betu Stefánsson, BBA í viðskipta- fræði og húsmóður og eignuð- ust þau þrjá syni, Pétur Gunnar, Björgólf og Eirík. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur og rithöfundur F. 6.11. 1895 D. 1.1. 1973 Ragnar fæddist að Kóra- nesi á Mýrum, sonur Ásgeirs Eyþórs- sonar, kaup- manns i Kóranesi og síðar bókhaldara í Reykjavík, og Jensínu Bjargar Matthíasdóttur. Hann var albróðir Ásgeirs Ás- geirssonar forseta. Ragnar stundaði garðyrkju- störf og nám í Danmörku, lauk prófum frá Garðyrkjuskólan- um Vilvorde í Danmörku og tók síöan próf sem skrúðgarða- arkitekt. Hann var kennari við Vilvorde og síðan skrúðgarða- arkitekt í Kaupmannahöfn 1918- ’20 og garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1920-’57. Hann vann síðan brautryðj- endastarf í menningarmálum sem ráðunautur um byggðasöfn víðs vegar um landið. Á ferðum sínum safnaði hann sögnum úr íslensku mann- lífi fyrri tíma sem komu út í Skruddum, þriggja binda safni þjóðlegs fróðleiks. Auk þess komu út eftir hann æskuminn- ingarnar Strákur og Bændaförin 1938. Ragnar var auk þess fræg- ur fararstjóri í ferðum bænda og húsmæðra, landskunnur hag- yrðingur og mikill listunnandi. minning Helga Ingólfsdóttir semballeikari merkir Íslendingar Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði, ólst þar upp og gekk þar í barnaskóla. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1946-’47. Jón fór fjórtán ára til sjós og stund- aði bæði sjómennsku og verkamanna- vinnu víðs vegar um landið þar til hann kvæntist og settist að í Kópavog- inum 1953. Jón hóf störf við rannsóknir hjá Hafrannsóknastofnun1972 og starfaði jafnframt sjálfstætt að söfnun skelja og annarra sjávarlífvera. Eftir að Jón hætti störfum hjá Hafrannsóknarstofn- un hélt hann áfram söfnun sinni og greiningu en hóf einnig að teikna þær sjávarlífverur sem rekið hafði á fjörur hans. Opnuð var sýning á teikningum hans í veitingahúsinu Gullna hliðinu á Álftanesi fyrir skömmu og sýningin en opin. Jón hlaut viðurkenningu frá HÍ 1993 fyrir afrek við þrotlausa söfnun á botndýrum við Ísland. Þá hlaut hann viðurkenningu Starfsgreinasjóðs Rot- ary á Íslandi og heiðursviðurkenn- ingu Lýðveldissjóðs fyrir rannsóknir á vistfræði sjávar. Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar vegna rannsókna sinna á botndýrum við Ísland 1998. Fjölskylda Jón kvæntist 10.10. 1953 Guð- rúnu Berglind Sigurjónsdóttur, f. 19.6. 1932, d. 29.11. 2001, ljósmóður. Hún var dóttir Sigurjóns Gestssonar leigu- bílstjóra og Herdísar Jónsdóttur, hús- móður og bónda. Börn Jóns og Guðrúnar eru Her- dís, f. 28.2. 1954, kennari, gift Hall- dóri S. Gunnarssyni kerfisfræðingi og eiga þau Berglind Björk, Svanhildi Sif, Lovísu Láru og Gunnar Má; Sigurborg Inga, f. 10.1. 1956, kennari, gift Einari Hafsteinssyni húsasmið og eiga þau Auði Ingu, Jón Inga og Hjört; Bogi, f. 25.5. 1960, blikksmíðameistari, kvænt- ur Narumon Sawangjaitham veitinga- manni og eiga þau Charin, Nimit og Jón; Sigurbjörg, f. 1.6. 1963, búfræðing- ur, í sambúð með Jóni Pétri Líndal og á hún Líf Steinunni, Jakob Elvar og Vikt- or Frey; Berglind, f. 18.10. 1967, hjúkr- unarfræðingur í sambúð með Ara Ein- arssyni hljómlistarmanni og eiga þau Ísar Kára, Ástrósu Birtu og Arnar Snæ. Systkini Jóns: Guðmundur, f. 2.1. 1903, d. 15.2. 1975; Ólafía, dó ung; Ólafía Guðrún, f. 13.1. 1906, d. 13.4. 1930; Jónína Sigríður, f. 26.11. 1907; Ingvi, f. 26.8. 1909, d. 2.7. 1954; Lára, f. 10.12. 1910, d. 13.11. 1997; Sturla, f. 5.2. 1913, d. 17.2. 1994; Þórður, f. 16.5. 1915, d. 2.10. 1990; Kristín, f. 29.12. 1916, d. 9.1. 1943; Sigurbergur, f. 18.12. 1918, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Bogi Guð- mundsson, f. 21.1. 1877, d. 20.5. 1965, kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, og Sigurborg Ólafsdóttir, f. 7.9. 1881, d. 24.9. 1952, húsmóðir. Jón verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 6.11. kl. 15.00. minning Jón Bogason rannsóknarmaður Fædd 25.1. 1942 – dáin 21.10. 2009 Fæddur 9.4. 1923 – dáinn 20.10. 2009 „Ég kynnist Helgu mjög ungur þar sem foreldrar mínir eru báðir tónlistar- menn og störfuðu með Helgu frá byrj- un sjöunda áratugarins, meðal annars við Sumartónleikana í Skálholti sem Helga setti á laggirnar. Mér er minnis- stæðast hvað hún var djörf og stóð fast við sínar listrænu ákvarðanir. Einnig hvernig hún treysti okkur flytjendun- um fyrir stórum og bitastæðum verk- efnum. Manni leið þannig svo vel með þau undir hennar stjórn. Helga studdi alla tíð vel við tónlist- armenn af yngri kynslóðinni og gaf þeim mörg tækifæri til að spreyta sig. Það er rosalega dýrmætt fyrir mann sem ungan tónlistarmann að kynn- ast þannig fólki. Helga var jafnframt frábær fyrirmynd í því hvernig maður nálgast tónlistina, sérstaklega hvern- ig skynsamlegt er að nálgast hana út frá sjónarhorni þess sem bjó til tón- listina. Túlkun hennar var mér mikill innblástur og þau skipti sem ég spilaði með henni voru gífurlega lærdómsrík. Helga stofnaði Sumartónleikana í Skálholti árið 1975 og stjórnaði þeim í þrjátíu ár. Það koma held ég mjög seint fram öll þau áhrif sem það fram- tak hefur. Þegar Skálholtshátíðin var haldin fyrst hafði Listahátíð í Reykja- vík einungis verið haldin tvisvar eða þrisvar sem var eina eiginlega hátíðin þar sem klassísk tónlist var spiluð, en hún var auðvitað ekki sérhæfð tónlist- arhátíð. Næstu ár og áratugi byrja svo miklu fleiri hátíðir víða um land og eru Sumartónleikarnir í Skálholti braut- ryðjendastarf að því leyti.“ Helga Ingólfsdóttir - eftirmæli Vel virt Helga fékk menningarverð- laun DV árið 1994. sIGURÐUR sIGURÐssON vígslubiskup í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.