Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 17
Opnunin markaði upphafið að orku-
útrás Glitnis. Ólafur Ragnar hélt fyr-
irlestur í tilefni af opnuninni og gekk
í augun á erlendum ráðstefnugestum
vegna þekkingar sinnar á orkumál-
um; gestirnir voru í reynd svo hrifnir
af íburðinum í kringum bankann að
þeir spurðu í forundran. „How big is
this Glitnir?“
Heimildarmaður DV, sem var í
ferðinni til New York, segir að nær-
vera forsetans í ferðinni hafi haft
svo góð áhrif á erlenda gesti Glitnis
að stjórnendur bankans hefðu haft
það í flimtingum að hún væri milljón
dollara virði.
Þarna erum við komin að einni
mikilvægri spurningu sem gagnrýnin
á Ólaf snýst mikið um: Hversu langt
á þjóðhöfðingi að ganga í að reka er-
indi fyrir einkafyrirtæki? En fjölmörg
dæmi, sambærileg þessum tveim-
ur hér að ofan, væri hægt að taka til
að undirstrika tengsl Ólafs Ragnars
og útrásarinnar og eru nefnd fjölda-
mörg af þjónustu og stuðningi Ólafs
Ragnars við útrásina í bók Guðjóns
um forsetann.
Til að mynda hefur Guðjón það
eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni að
Ólafur Ragnar hafi staðið sig „afar vel
í að aðstoða íslensk fyrirtæki í útrás“
og að Björgólfur teldi Ólaf Ragnar
vera „afar sterkan markaðsmann fyr-
ir Ísland erlendis“. En Guðjón segir
meðal annars frá því í bókinni að Ól-
afur Ragnar hafi meðal annars skrif-
að meðmælabréf um Björgólf Thor
sem hann sendi til þjóðhöfðingja í
Serbíu og Búlgaríu til að liðka til fyr-
ir viðskiptum Björgólfs í löndunum,
enda segir Guðjón að „fullur trúnað-
ur“ hafi ríkt á milli Björgólfs og for-
setans síðastliðinn áratug.
Ólafur gekk of langt
Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræð-
ingur og háskólakennari, segir að
vandamálið við Ólaf Ragnar sé það
að hann hafi gengið miklu lengra en
aðrir þjóðöfðingjar í því að þjónusta
einkafyrirtæki og auðmenn. „Mér
finnst ekkert að því að forsetinn liðki
til fyrir viðskiptum og menningar-
lífi og öðru slíku. En mér finnst það
kannski vera spurning hversu langt
menn eigi að ganga í þessu ... Það fer
ekkert á milli mála að Ólafur Ragnar
Grímsson gekk að þessu leyti miklu
lengra í þessari fyrirgreiðslu sinni við
útrásina en allir aðrir þjóðhöfðingjar
sem ég þekki til hafa gert,“ segir Sig-
urður Gylfi.
Jón Ólafsson, heimspekingur og
prófessor við Háskólann á Bifröst,
tekur undir þessa gagnrýni á Ólaf
Ragnar aðspurður hvernig hann
meti stöðu Ólafs í dag : „Það má segja
að ein spurning um „sekt“ eða „sak-
leysi“ forsetans skipti höfuðmáli um
virðingu hans og embættisins. Hún
er sú hvort við lítum svo á að helstu
leiðtogar útrásarinnar hafi notfært
sér forsetann, misnotað hann með
öðrum orðum, eða hvort við teljum
að hann hafi verið þátttakandi í út-
rásinni og beri ábyrgð á óförunum
með forystumönnum í bönkum og
viðskiptalífi. Spurningin er sem sagt
hvort forsetinn var heldur nytsamur
sakleysingi eða kaldrifjaður áhættu-
fíkill sem hikaði ekki við að vera
í forystu útrásarliðsins á erlendri
grundu,“ segir Jón en kaflinn um út-
rásina í bók Guðjóns er öðrum þræði
staðfesting á því hversu aðkoma Ól-
afs að tilteknum fyrirtækjum eins og
Kaupþingi, Actavis og Glitni var mik-
il.
Baldur segir augljóst að tengsl Ól-
afs Ragnars og auð- og bankamann-
anna hafi verið afar náin. „Þegar
stjórnmálamaður er orðinn svo ná-
tengdur viðskiptajöfrum að hann
ferðast ítrekað með þeim í einka-
þotum þá hljóta að vakna spurning-
ar um hvort stjórnmálamaðurinn
láti þá misnota sig og embættið sem
hann gegnir. Það verður að spyrja
þessarar spurningar,“ segir Baldur.
Á þeim tíma þótti þessi aðstoð
Ólafs Ragnars hins vegar vera sjálf-
sagðari en í dag þó svo að ýmsir hafi
vissulega gagnrýnt þessa aðkomu
Ólafs Ragnars að atvinnulífinu frá
upphafi.
fréttir 6. nóvember 2009 föstudagur 17
Úr bók Guðjóns Friðrikssonar um
forsetann, þar sem höfundurinn kallar
Ólaf „guðföður útrásarinnar“:
n „Það er ákaflega gaman að vinna með Ólafi því hann er svo fylginn sér. Maður
sest niður með honum, málin eru rædd og skipt með sér verkum. Á næsta fundi
kemur maður svo ekki að tómum kofanum. Hann kemur hlutunum á hreyfingu
og er oft búinn að finna nýjar leiðir þegar maður hittir hann næst.“
Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis. (Bls. 425)
n „Hann [innskot blaðamanns: Ólafur Ragnar] hefur lagt sig í líma við að tengja
saman fólk og að gefa einstaklingum og fyrirtækjum traust með nærveru sinni
og málflutningi. Þannig hefur hann stuðlað að ákveðinni þróun á vettvangi
viðskipta, ef ekki beinlínis velferð fyrirtækjanna.“
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. (Bls. 470)
n „Ég held að hann hafi gjörbreytt þessu embætti og sé fyrsti aðilinn í íslensku
stjórnkerfi sem beitir kerfinu til stuðnings íslenskum fyrirtækjum erlendis, líkt og
tíðkast í nágrannalöndum. Hann hefur verið að færa forsetaembættið upp á það
plan sem aðrar þjóðir reyna að hafa í viðlíka embættum og ekki var á Íslandi áður
en hann tók við embætti.“
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. (Bls. 458)
n „Ólafur Ragnar sýndi okkur gríðarlegan stuðning sem við mátum mjög mikils.
Það var eftir því tekið og gagnaðist okkur mjög vel. Allar götur síðan hefur hann
verið boðinn og búinn til þess að aðstoða okkur, eins og önnur fyrirtæki sem hafa
verið í útrás.“
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
(Bls. 466)
Ólafur og orðræðan
um útrásina
Eitt af því sem Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir eru ýmis ummæli sem
hann hefur látið falla um íslensku útrásina. Meðal annars flutti hann fyrirlestur
um Ísland og útrásina í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands í janúar
árið 2006 þar sem hann sagði: „Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri
Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki
aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar
sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara.Útrásin
er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og
samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga ... Raunar má
leika sér með þá hugsun að landnámsöldin sé á vissan hátt upphafið að þessu
öllu saman og þjóðveldið hafi fært okkur fyrirmyndir sem efldu sóknaranda. Hinir
fyrstu Íslendingar voru sannarlega útrásarfólk, jafnvel svo afgerandi að þau sem
nú gera garðinn frægan blikna í samanburði ... Sumum kann að þykja langsótt
að tengja landnámstímann við greiningu á útrásinni en menningin á sér nú einu
sinni djúpar rætur og þessi arfleifð, eins og hún er túlkuð af samtímanum, hefur
mótað okkur öll ... Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í
menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf, samfélaginu
sem lífsbarátta fyrri alda færði okkur, viðhorfum og venjum sem eru kjarninn í
siðmenningu Íslendinga. Útrásin á sér djúpar rætur í sögu okkar, heimanfylgjan
sótt í sameiginlega þjóðarvitund þótt vissulega hafi breytingar í veröldinni lagt
þar lóð á vogarskálar.“
n Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur lét í sér
heyra eftir að Ólafur Ragnar flutti þennan fyrirlestur því
hann segir að honum hafi ofboðið: „Gagnrýni mín beinist
meðal annars að þeim umbúðum sem hann klæddi þetta
fólk í. Hann kemur inn í Sagnfræðingafélagið og flytur
sögulega drápu um það hvers konar útrásarvíkingar
við höfum alltaf verið. Það var þar sem ég dró línuna:
Mér var ofboðið að menntaður maður skyldi bera svona
rugl á borð fyrir fólk, og sérstaklega fyrir félag
fræðimanna eins og Sagnfræðingafélagið,“
segir Sigurður Gylfi en aðrir urðu einnig til að gagnrýna þennan
fyrirlestur Ólafs harðlega á opinberum vettvangi.
Þannig skrifaði Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur grein í Morg-
unblaðið um fyrirlestur Ólafs sem hún kallaði „101 árs gamalt
íslenskt mont“. Þar benti Sigrún á að sjálfshól og þjóð-
rembingur Ólafs Ragnars líktist nokkuð kaldhæðinni
greiningu breska mannfræðingsins Nelson Annadale
frá árinu 1905. Annadale ferðaðist til Íslands á þeim
tíma og lýsti upplifun sinni af þjóðinni sem svo að
almennt séð teldu Íslendingar sig vera besta í heimi
í nær öllu og að þeir væru gríðarlega meðvitaðir
um stórkostlega fortíð þjóðarinnar.
Ólafur flutti margar slíkar ræður og erindi um
Ísland og Íslendinga á árunum fyrir hrunið, eins
og frægt er orðið, og urðu þessar ræður hans
meðal annars til þess að fjallað var sérstaklega
um ummæli forsetans í útrásarparódíunni, Þú ert
hér, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu fyrr á árinu.
Svar forsetambættisins
við fyrirspurn DV um hvort Ólafur Ragnar hafi boðið forsvarsmönnum íslensku
viðskiptabankanna þriggja til fundar við sig á Bessastaði þar sem hann meðal
annars bað þá um að styrkja tiltekin góðgerðarmálefni:
„Forsetinn hefur ekki boðið forsvarsmönnum banka eða fjármálastofnana
til Bessastaða í þeim tilgangi sem getið er um í spurningunni ef frá eru talin
þau tilvik sem fram hafa komið á opinberum vettvangi á undanförnum árum:
styrkur Actavis við Forvarnadaginn undanfarin fjögur ár og forvarnaverkefni í
ýmsum evrópskum borgum í tengslum við verkefni Youth in Europe, stuðningur
sparisjóðanna í landinu við Íslensku menntaverðlaunin frá upphafi þeirra, og
styrkir til Íþróttasambands fatlaðra vegna þátttöku seinfærra og þroskaheftra
íþróttamanna í Special Olympics í Shanghai árið 2007 eins og fram hefur komið á
ársþingi Íþróttasambands fatlaðra.“
Svar forsetaembættisins
við því hversu oft og af hvaða tilefni Lárus Welding, forstjóri Glitnis,
hafi komið á Bessastaði árið 2007:
„18. maí var Lárus Welding í hópi gesta í um 100 manna móttöku sem haldin
var í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu bankamanna á Íslandi sem skipulögð var
af samtökunum IIEB (Institut International D´Études Bancaires). 12. júní var
Lárus Welding meðal um 30 gesta í hádegisverði sem haldinn var í tilefni af
heimsókn kínverskrar viðskiptasendinefndar til Íslands. Sendinefndin var frá
orkufyrirtækinu Sinopec, þriðja stærsta orkufyrirtæki Kína, sem unnið hefur af
hitaveituframkvæmdum þar í samvinnu við íslenska aðila. 23. júlí kom Lárus
Welding til viðræðna við forseta í tilefni af þátttöku forseta í alþjóðlegri jarðhita-
ráðstefnu sem Glitnir hafði forgöngu um að efna til í New York í Bandaríkjunum 5.
september sama ár. Forseti flutti setningarræðu á ráðstefnunni og tók jafnframt
þátt í opnun nýrrar skrifstofu Glitnis í borginni. Þá var einnig rætt um alþjóðlegt
samstarf í loftslagsmálum og mikilvægi nýtingar hreinnar orku víða um heim. 30.
desember komu Lárus Welding og Magnús Bjarnason, aðalstjórnandi málefna
hreinnar orku innan Glitnis, til viðræðufundar við forseta á Bessastöðum þar sem
rætt var um jarðhitaverkefni í Kína og Bandaríkjunum.“
„Þegar stjórnmála-
maður er orðinn svo
nátengdur viðskipta-
jöfrum að hann ferð-
ist ítrekað með þeim í
einkaþotum þá hljóta
að vakna spurningar
um hvort stjórnmála-
maðurinn láti þá mis-
nota sig og embættið
sem hann gegnir.“