Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 30
30 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað
dómnefnd
Ásgeir H. Ingólfsson, ritstjóri kistan.is
Eiríkur Ómar Guðmundsson, umsjónarmaður Víðsjár
Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð
Guðríður Haraldsdóttir, ritstjóri Vikunnar
Óskar Guðjónsson, safnstjóri Árbæjarbókasafns
Óttarr Proppé, bóksali og tónlistarmaður
Karen D. Kjartansdóttir, blaðamaður
Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur
Símon Birgisson, skáld
Svanur Már Snorrason, blaðamaður á Séð og heyrt
Þórarinn Þórarinsson, fréttastóri DV
skemmtilegustu
Rithöfundar eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Það
sama gildir um verk þeirra. DV fékk vel mannaða dóm-
nefnd til að velja þá núlifandi íslensku rithöfunda sem
henni fannst hvað skemmtilegast að lesa eftir og að sama
skapi þá leiðinlegustu. Einar Kárason og Guðrún Eva
Mínervudóttir virðast hvað klárust að skrifa skemmtilega
texta en Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki jafnvinsæll.
Jón Kalman StefánSSon:
„Algjörlega dásamlegur rithöfundur. Næmnin fyrir
söguefninu og myndirnar sem birtast manni við
lesturinn eru einstakar. Það eitt að Páll Baldvin
hafi verið með hortugheitakrítík í Kiljunni í vikunni
sannfærir mig um að Kalman hafi skrifað enn eitt
meistaraverkið.“
ármann ÞorvaldSSon
„Fallna og veruleikafirrta bankastjarnan er efni
í frábæran rithöfund. Frumraun hans, Ævintýra-
eyjan, er bráðskemmtileg lesning og það getur
aðeins góður rithöfundur gert bankavafstur og
hlutabréfakaup að skemmtilestri. Ármann er mikill
húmoristi með léttan stíl sem fangar mann frá
fyrstu setningu. Vil skáldsögu næst!“
BergSveinn BirgiSSon
„Lúmskur höfundur. Einstaklega laginn við að
banka upp á undirmeðvitundina.“
auður HaraldS
„Fyndnari en allir sem eru að reyna að vera fyndnir
og tekst að segja eitthvað í leiðinni. Skrifar allt of
lítið.“
guðBergur BergSSon
„Guðbergur er mistækari en leyfilegt er. Margt af
því sem hann skrifar er leiðindaraus. En þá sjaldan
honum tekst vel upp ber hann af flestum öðrum
eins og gull af bulli.“
„Merkilegasti höfundur Íslands eftir stríð.“
davíð oddSSon
„Er Morgunblaðið ekki örugglega konseptlista-
verk?“
guðmundur andri
„Alltaf skemmtilegur. Svo mikil músík í textanum.
Honum tekst alltaf einhvern veginn að gleðja
mann þótt hann sé að skrifa um sorglega hluti.“
Bragi ólafSSon
„Ég verð alltaf svo óumræðilega kát þegar ég les
texta eftir hann.“
Þórarinn leifSSon
„Skrifar svo hugmyndaríkar og óforskammaðar
barnabækur að ég er feginn að eiga ekki börn
– þau gætu reynt að hnupla þeim af mér.“
miKael torfaSon
„Beittur, ósvífinn og þrælskemmtilegur.“
AÐRIR SEM NEFNDIR VORU:
Einar Kárason
„Ekkert minna en Rithöfundur Íslands í dag. Alltaf að verða betri
og betri, en samt hefur hann verið að í meira en aldarfjórðung.
Með Óvinafagnaði og Ofsa gerði hann Sturlungaöld aðgengilega
hverjum sem er, og það sem meira er, svo áhugaverða að mann
þyrstir í meira. Stórkostlegur rithöfundur, magnaður sögumaður.“
„Sívaxandi og kemur alltaf á óvart. Tekst að skrifa texta sem maður
þarf ekki að setja sig í sparistellingar til þess að njóta.“
„Frábær í alla staði. Allir þeir sem komast í tæri við Óvinafagnað og
Ofsa hrífast. Mann hefði seint grunað að maður ætti eftir að leggjast
í rannsóknir á Sturlungu eftir að hafa lesið íslenskar spennusögur í
hæsta gæðaflokki með stórkostlegum mannlýsingum.“
„Fjölbreytnin í fyrirrúmi og lítilmagninn fær alltaf að njóta sín.“
Guðrún Eva Mínervudóttir
„Áhuginn vex með árunum í takt við slípun höfundarins. Hún er stór þessi litla kona og fer bara
stækkandi.“
„Guðrún Eva Mínervudóttir er dásamleg. Hún er ekki bara ótrúlegur stílisti sem útbýr miklar undra-
veraldir með orðum í hverri bók heldur skrifar hún líka skemmtilegar bækur. Yosoy er langbest en
Sagan af sjóreknu píanóunum er einnig mögnuð. Hún er ein af þeim höfundum sem tekst svo vel
til að lesandinn finnur lykt, bragð og kulda við lesturinn.“
„Hún er langbesti rithöfundur Íslands af yngri kynslóðinni. Skrifar undurfagran texta og er svo
gáfuð að maður roðnar við lesturinn.“
„Einfaldlega snilldarhöfundur.“
Gyrðir Elíasson
„Hvernig getur maður talist
einn af merkari rithöfundum
þjóðarinnar frá upphafi án þess
að skrifa nokkurn tímann eitthvað
krassandi og spennandi, eitthvað
flókið og mikið? Jú, með því að
vera einn mesti stílisti allra tíma;
ljóðrænn og dreyminn og hver
setning er íhuguð í langan tíma.
Að lesa texta eftir Gyrði er róleg
upplifun sem skilur mikið eftir sig,
og mann langar alltaf í meira.“
„Gangandi íkorni breytti lífi mínu.“
„Eyðir ekki orðum í óþarfa. Frábær
stílisti og dásamlega næmur.“
Steinar Bragi
„Hann rótar svo rækilega upp í
tilfinningalífi mínu.“
„Stílsnilld Steinars Braga er sér
á parti. Það tekst engum öðrum
að búa til martröð í bókarformi
eins og bókin Konur var. Eins og
flestar martraðir eru þá hrekkur
maður ekki upp heldur kemst
ekkert. Hrollurinn situr svo lengi
lengi eftir í manni. Yfirþyrmandi
og óhugnanlegir hæfileikar.“
„Er skemmtilega á skjön. Gerir
eitthvað allt annað en hinir með
ótrúlegum stæl.“
Sigurður Pálsson
„Sama hvað hann gerir… bene, bene.“
„Verður bara yngri með árunum og
ástríðan fyrir bókmenntunum fylgir
hverju orði.“
Þórarinn Eldjárn
„Alltaf traustur. Mjög sjaldan
leiðinlegur þótt hann eigi sín
slysaskot eins og aðrir.“
„Ekki til betri kvöldlesning fyr-
ir ljóðelsk afa- og pabbabörn.
Fjörugar umræður en minni
svefn. Guðrún H, ómissandi
eftirréttur.“