Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 11
fréttir 6. nóvember 2009 föstudagur 11 DÝRKUÐ OG DULARFULL MAJÓNESDROTTNING skil alls ekki tilgang hennar innan fyrirtækisins. Hún kemur sjálf ekk- ert nálægt rekstrinum og hefur ekki til þess neina þekkingu. Hún kann engin skil á fjármálum og ég skil ekki hvernig hún leyfir sér að kalla sig forstjóra. Hún er ekki einu sinni starfandi í húsinu og sumir starfs- menn hafa ekki einu sinni séð for- stjóra fyrirtækisins. Þetta er bara brandari og það er hlegið að þessu úti um allan bæ, ekki bara innan fyrirtækisins. Fólk er alveg gáttað á þessu og fólkið í fyrirtækinu skil- ur þetta ekki,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Eitrað með lygum Núverandi starfsmaður Gunnars Majoness, sem ekki vill láta nafns síns getið af ótta við að missa starf sitt, undrast einnig uppgang for- stjórans. Hann segir fólkið í fyrirtæk- inu ekki skilja hvers vegna Kleopatra var ráðin. „Það er alls ekki slæmt að vinna hjá fyrirtækinu en þetta með forstjórann skilur fólk ekki. Það virð- ist vera stór klíka í kringum forstjór- ann. Uppgangur hennar hjá fyrir- tækinu er mjög einkennilegur. Þetta virðist næstum því vera einhvers konar sértrúarsöfnuður í kringum hana. Ég skil þetta eiginlega ekki en þetta er alveg stórmagnað. Það get- ur vel verið að hún sé voðalega góð manneskja en forstjóri er hún ekki,“ segir starfsmaðurinn. Kleopatra svarar fullum hálsi. Hún vísar því á bug að hún stýri ein- hverjum sértrúarsöfnuði. „Ég hef ver- ið að taka til innanhúss og slíkt er allt- af óvinsælt. Ég vinn á skrifstofu niðri bæ og get ekkert gert að því að starfs- fólk sjái ekki mikið af mér. Það þarf reglulega að hreinsa til í fyrirtækjum og ég hélt að það væri búið hjá okk- ur en greinilega leynast ennþá pödd- ur hérna. Sumt fólk á bara svo mik- ið bágt og reynir að eitra fyrir manni með lygum,“ segir Kleopatra ákveðin. Enginn glæpur „Ég hef aldrei verið í neinum trúar- söfnuði en þó svo að ég væri í slík- um söfnuði er það enginn glæpur og ég sé ekkert athugavert við það. Ég er trúuð og það er enginn glæp- ur. Við trúum vonandi flest á Guð en það er engin skylda. Ef að vera vinur er að vera andlegur leiðtogi þá er ég það. Ég held utan um þá sem ég hef hjálpað og læt annað slagið vita af mér. Við vinirnir dýrkum bara hver annan,“ bætir Kleopatra við. Helen Gunnarsdóttir, einn eig- enda Gunnar Majoness og meðlim- ur í „fjölskyldu Kleopötru“, vísar allri gagnrýni á bug og segir Kleopötru sinna starfi sínu af alúð og elju- semi. Hún telur fyrirtækið hepp- ið að hafa fengið hana í forstjóra- stólinn. „Kleopatra vinnur mjög vel sína vinnu og við höfum aldrei haft betri forstjóra. Hún hefur allt til að bera, er heiðarlegasta kona sem til er, hlý, góð og gáfuð. Hún er ofsa- lega vel gefin og mælsk og síðustu þrjátíu ár hefur hún fengið fólk til að sjá ljósið. Kleopatra er rosalega vinsæl en kannski eru til einhverjir sem eru reiðir og afbrýðisamir út í hana. Mér dettur það í hug að óvild- armenn hennar séu að skapa þessa umræðu,“ segir Helen. Djammað á Players Majónessysturnar, Helen og Nancy, eru góðar vinkonur Kleopötru og samkvæmt heimildum DV eru þær reglulegir gestir á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Kleopatra segir fjölskylduna hittast reglulega til að skemmta sér. „Það eru ekki endi- lega allir í fjölskyldunni út af skoð- unum, sumir eru bara á djamminu með okkur. Systurnar dýrka bók- ina mína, Hermikrákuheim, eins og margir fleiri, og dýrka mig sem höfund hennar. Margir góðir vinir mínir hafa verið ofboðslega hrifn- ir af bókinni minni og hafa þannig styrkt auglýsingar fyrir mig. Það má segja að ég hafi stuðningsaðila að þessu leyti. Ég get ekkert að þessu gert en þetta er bara svona,“ segir Kleopatra. Helen ítrekar hversu heppið fyr- irtækið sé að hafa Kleopötru sem forstjóra og bendir á að forstjórinn sé verulega hæfileikaríkur rithöf- undur. „Í kringum hana er engin klíka en hún er með styrktaraðila í kringum sig. Að hún sé í einhverjum söfnuði er haugalygi en hún hefur hjálpað þúsundum einstaklinga hér á landi. Bókin hennar er besta bók sem til er og það er ekki til gáfaðri kona á landinu. Við erum ofboðs- lega ánægð með hana. Hún er bara besti forstjóri sem við höfum átt,“ segir Helen. Draumur Kleopötru Kleopatra ítrekar að nauðsynlegt hafi verið að taka til hjá Gunnars Majon- esi, ella hefði getað endað illa hjá fyr- irtækinu. Undir hennar stjórn hefur launakostnaður fyrirtækisins verið lækkaður og hagrætt eins og kost- ur er. Þá hefur einnig verið tekið til utandyra og tók Kleopatra við lóða- verðlaunum Hafnarfjarðarbæjar fyrir tveimur árum. Lóð fyrirtækisins þótti til fyrirmyndar í bænum. Majones og sósur eru aðalsmerki Gunnars Majoness sem var stofn- að árið 1920. Stofnandinn, Gunn- ar Jónsson, helgaði fyrirtækinu alla sína krafta en síðar var búist við því að önnur hvor dætra hans, Helen eða Nancy, tæki alfarið við fyrirtækinu. Sú varð ekki raunin því Kleopatra var ráðin forstjóri. Sem forstjóri hefur hún kynnt til sögunnar að minnsta kosti eina nýja afurð, ídýfu sem hlaut nafnið Draumur Kleopötru. Fá á baukinn Sem rithöfundur hefur Kleopatra vakið bæði reiði og aðdáun. Það er einna helst sjálfshjálparbókin Hermikrákuheimur sem vakið hefur athygli þar sem hún deilir hart á ís- lenskt samfélag. Karlmenn, alkóhól- istar, geðsjúkir, ofvirkir og kvenfólk sem aðhyllist peninga karlmanna fá hressilega á baukinn í skrifum Kleo- pötru. Sjálf segist hún á móti öll- um öfgum en segir skrif sín byggð á staðreyndum. „Alkóhólismi, geðsýki og ofvirkni eru veruleg vandamál samfélagsins, það er erfitt að þola þá staðreynd en það er heilagur sann- leikur. Orð mín hafa vakið athygli og það varð allt vitlaust þegar aug- lýsingin birtist. Ég er ekki hrædd því annars hefði ég ekki sagt þetta. Þetta er bara mín skoðun og þetta eru bara staðreyndir. Mér finnst furðulegt að ég megi ekki segja sannleikann um alkóhólisma og andlega veikt fólk,“ segir Kleopatra. „Ég er ekki á móti ofvirkum, geð- sjúkum og alkóhólistum, þetta fólk er bara veikt og hægt er að hjálpa því. Ég hef fengið hringingar og fjölda blóma þar sem fólk þakkar mér fyrir þessi orð. Þá fékk ég líka viðvaran- ir um að fara ekki niður í bæ því þar yrði hreinlega ráðist á mig.“ Gott samstarf Síðustu ár hefur Kleopatra Kristbjörg gefið út fjórar bækur á vegum bóka- útgáfunnar Skjaldborgar. DV hef- ur fyrir því heimildir að hjá Gunn- ars Majonesi liggi lager af óseldum bókum hennar og þá voru starfsfólki fyrirtækisins gefnar bækur í jóla- gjöf. Helgi Magnússon, útgáfustjóri Skjaldborgar, gefur aðspurður ekki upp sölutölur bóka hennar en seg- ir samstarfið hafa verið ágætt. „Ég þekki Kleopötru og okkar kynni eru ágæt. Hún er ósköp þægileg og alúð- leg að hitta. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta en bækur hennar hafa geng- ið upp og ofan, eins og aðrar bæk- ur. Rithöfundar eru meira og minna sér á parti og hún fellur vissulega þar undir. Hún virðist vera með hóp stuðningsmanna, líkt og margir lista- menn,“ segir Helgi. Aðspurð er Kleopatra virkilega snortin yfir því hvernig henni hefur verið tekið sem rithöfundi. Hún tel- ur að öfund hafi orðið til þess að fólk talar illa um hana. „Fólk þakkar mér mikið fyrir bókina mína, Hermik- rákuheim, og auglýsingarnar líka. Auglýsingarnar hafa hins vegar farið fyrir brjóstið á sumum. Ég hef fengið alls konar kjaftasögur og ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að verðskulda það. Þetta sýnir mér bara hvað er til mikil öfund og ég virðist vera svona rosalega öfunduð,“ segir Kleopatra. Föðmuð alls staðar „Eftir að bókin mín kom út byrjaði þessi mikla öfund og það eru svo margir sem segja mér að ég hafi bjargað lífi þeirra. Það er bara stað- reynd og sannleikur, ég get bara ekk- ert að því gert. Ég veit ekki hvort ég hafi sjálf skrifað þessa bók eða hvort hún hafi verið skrifuð í gegnum mig, stundum held ég það.“ Kleopatra segist vera lítið fyrir at- hygli en gleðst yfir því að vera föðm- uð hvar sem hún kemur. Hún vill lít- ið gefa út á andlega hæfileika sína. „Fólk stekkur á mig hvar sem er og faðmar mig og faðmar mig. Það er alltaf verið að faðma mig og þakka mér fyrir. Þetta finnst mér ofsalega fallegt og sýnist mér vera til fullt af fallegu fólki sem er alltaf að faðma mig. Ég er enginn ægilegur sjáandi en ég er á andlegu sviði en vil sem minnst tala um það. Ég viðurkenni það samt. Ég fæ hvergi frið þar sem fólk faðmar mig alls staðar. Mér þyk- ir ofsalega vænt um það.“ „Eftir að bókin mín kom út byrjaði þessi mikla öf- und og það eru svo margir sem segja mér að ég hafi bjargað lífi þeirra. Ég veit ekki hvort ég hafi sjálf skrifað þessa bók eða hvort hún hafi verið skrifuð í gegnum mig, stundum held ég það.“ Til fyrirmyndar Fyrir hönd fyrirtækisins tók Kleopatra Kristbjörg á móti lóðaverðlaunum Hafnarfjarðarbæjar árið 2007. Fimmtug drottning Margir góðir gestir heiðruðu Kleopötru Kristbjörgu á fimmtugsafmæli hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.